Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 16.06.1958, Blaðsíða 4

Bjarmi - 16.06.1958, Blaðsíða 4
4 BJARMI FRÁ STARFINU Fá er sumarið komið. og: allt félagrs- starf hefir skipt um svip. Segja má, að sumarstarfið hafi liafizt á sumar- dag;inn fyrsta. í K.F.U.M. hófst það með því, að Skógarmenn höfðu kaffi- sölu, svo sem verið hefir venja. Um kvöldið var almenn samkoma. Áskotn- aðist sumarstarfinu í Vatnaskógi á ellefta þúsund þennan dag. Kristniboðsfélag kvenna í Reykja- vík hafði kaffisölu í kristniboðs- húsinu „Betaníu“ þann 1. maí. Veð- ur var einkar hentugt og komu margir til þess að styrkja kristni- boðið á þennan hátt. Munu kon- urnar hafa fengið á níunda þús- und krónur, og er það mjög gott, því að húsnæðið er mjög lítið, svo sem kunnugir vita. * Kristniboðsflokkur K.F.U.K. hafði al- menna kristniboðssamkomu miðviku- daginn 6. maí. Kristniboðarnir Kristín Guðleifsdóttir og Felix Ólafsson önn- uðust livort sinn dagskrárlið. Hafði hún frásöguþátt frá lifi kvenna í Konsó, en Felix hafði hugleiðingu. Kvenna- kór K.F.U.K. söng. Þá var dregið um nokkra muni, sem meðlimir flokksins höfðu saumað eða prjónað í vetur. Gáfust kristniboðinu nær þvi 7000 kr. það kvöld. Stofnað hefir verið kristniboðs- félag í Mýrdal. Voru lög þess end- anlega samþykkt á uppstigningar- dag, og voru stofnendur 15 að tölu. Formaður er síra Jónas Gíslason i Vík. Verður síðar sagt nánar frá þessum ánægjulega viðburði, og munu allir meðlimir kristniboðsfé- laga þeirra og flokka, sem fyrir voru, bjóða þessa nýju kristniboðs- vini hjartardega velkomna í hóp- inn. K.F.U.M. og K.F.U.K. hafa um ára- tugi haldið hátíðarfundi fyrir ferming- arbörn hér i bæ, að loknum ferming- um. Hefir K.F.U.M. fundi fyrir dreng- ina en K.F.U.K. fyrir stúlkurnar. Voru hátiðir þessar ánægjulega vel sóttar í vor, mátti heita nær fullur salur hvort skipti. Það er ekki ofsögum sagt af fórnfýsi þeirra, sem þátt taka i starfi kristilegu félaganna. Hér að framan hefir verið getið þriggja f járöflunarsamkoma með stuttu millibili hjá svo að segja sama fólk- inu. Við þetta bætist svo það, að sumarstarf K.F.U.K. hafði kaffi- sölu nokkru fyrr en Skógarmenn — og Laugarnesdeild K.F.U.M. og K. höfðu samskonar fjáröfl- un nokkru síðar. Unglingadeild K.F.U.M. liafði um hvítasunnu mót fyrir pilta á U.-D.- aldri. Var það haft í Vatnaskógi. Þátt- takendur munu hafa verið 55 og láta vel yfir dvölinni. Úr dagbók hjiíkrunarkonunnar FRAMHALD AF 3. SÍÐU an viljað tala við hana um Guð. Hún var frá Bedengellú. Ég á bara svo erfitt með að hjálpa eða gjöra nokkuð fyrir fólk þaðan. Það er eins og það sé lokað fyrir munn- inn á mér. Ég á ekki orð. Þetta er satt, Guð lijálpi mér. En ég veit að þið biðjið fyrir mér og þessu fólki. Jesús liefur einnig dáið fyrir þetta fólk. 1. marz. 1 febrúar er tala sjúkl. 1.085, auk 14, sem hafa fengið meðhöndlun úli í þorpum. Inn liafa komið 346 Et. doll. Þetta er livorki það minnsta eða mesta. Það hefur ekki verið nein farsótt. 2. marz. Það er sunnudagur, rólegur dag- ur. Eitt slys. Kona, sem var mikið skorin á höfði. En það var ánægju- legt að sjá sjúklinga þá, sem liggja hérna núna. Þeir eru fjórir. Göm- ul kona, sem var búin að vera hér í 3 vikur. Það er ekki gott að Ij'sa því, hvernig hún leit út. Allir hennar útlimir voru svo stokkhólgnir, að þeir stððu eins og spýta út í loftið. Það eina, sem hún gat lireyft, var vinsti i höndin. Maðurinn hennar hefur verið hér allan tímann og annazt hana af mestu snilld. Hann hefur nú tekið trú á Jesúm. Áðan fór ég inn í kof- ann til þeirra. Þá gat hún gengið svolítið, ef hún var studd af tveim, í fyrsta sinn eftir, ja, ég veit ekki iivað langan tíma. Þau sögðu, að svona væri liún húin að vera í eitt ár. Ég held ég geti 'aldrei gleymt andliti hennar, þegar liún fann, að hún gat staðið og svolítið hrej7ft sig. Hún fór að lofa Guð upphátt. Maður hennar játaði trú sína síð- asta miðvikudág. Nú hað hann upphátt og sagði síðan: „Ég liefi þjónað Satan. Nú vil ég þjóna Frelsara mínum það, sem eftir er æfi minnar.“ Og svo sagði hann: „Ég á tvær konur.“ Piltarnir sögðu, að hann ætti að sjá fyrir þessari gömlu konu líka, það sem eftir væri. Hann sagði: „Þið þurfið ekki að vera hrædd um, að ég horgi ekki fyrir þessa konu mína, ef Iiún fær heilsubót, því að hún er drottn- ingin mín.“ Svo er dóttir þeirra. Hún er löngu orðin heilbrigð. Hún var með heilahimnubólgu, en hún ætlar að bíða eftir mömmu sinni. Hún er 14 ára, mjög falleg. Ég gaf lienni kjól, sem kannski er ekki í frásögur færandi, en það var á- reiðanlega stærra fyrir þau öll, en við getum gert okkur í hugarlund. Þriðji sjúklingurinn er ungur mað- ur með heilahimnubólgu. Ilann var mjög veikur, en er að verða góður. Fjórði er maður, sem kom- ið var með á börum í fyrradag. Hann var málllaus og gat ekki gengið. 1 dag, þegar ég fór að gefa meðulin, gat hann talað. Ég lofaði Guð á mínu eigin móður- máli. Ég fór svo inn til mín, mætti Dimbarú og sagði, að maðurinn gæti nú talað. „Er það satt?“ sagði hann. „Ég verð að fara og sjá liann!“ Svo kom Dimbarú og sagði, að maðurinn og hróðir hans, . sem var hjá honum, vildu báðir trúa, og bætti svo við: „Ég lief aldrei séð Guð gera svona stór undur og kraftaverk.“ 9. marz. I fyrradag kom kona, og sagði maður, sem með henni var, að það væri Satan, sem ásækti hana. Kona þessi var bústin og þrifleg og ekki liægt að sjá, að liún væri veik. Ég sagði við Dimbarú, að ég ætti erfitt með að trúa því, að illur andi væri í þessari konu. Svo fór ég að spyrja liana, hvað hún vildi. Ilún sagði „Það var maður, sem kom í þorpið, þar sem ég á heima, og hann sagðist hafa verið veikur, en liér liefði hann fengið hót og fengið að heyra um Jesúm, og segist nú trúa á Jesúm Krist. Nú er ég komin hingað til að heyra um liann. Ég er ekki veilc og ég þarf engin meðul, en mig langar lil að heyra um Jesúm.“ Ég sat stundarkorn ldjóð og hugsandi. Þetla greip mig svo undarlega. Já, sannarlega var það Jesús sjálfur, sem var að verki. Hún fékk að heyra um Jesúm. Hún var einnig á samkomu í dag. Það var svo margt á samkomunni. Ég gat ekki komið tölu á það, en það var al- veg troðfullt. Frá Javello var send- ur liingað prédikari, sem verð- ur um óákveðinn tíma. Hann er víst mjög góður prédikari, er víst safnaðarstjóri í Javelló. Ég trúi því, að hann verði til mikillar bless- unar hér, þennan tíma, sem hann verður. Ilann talaði á samkomunni í dag um Mark. 1, 41. — Og enn i dag kennir Jesús í brjósti um mannfjöldann og segir við okkur: „Uppslícran er mikil, en verka- mennirnir fáir, biðjið því herra uppskerunnar að hann sendi verka- menn til uppskeru sinnar.“ . . . . Guð blessi ykkur öll. Hjartans þakkir, trúföstu vinir, fyrir bænir og fórn. Ilann sér fórnir ykkar og Hann heyrir bænir. Þökkum Drottni. Ykkar þakklátur sendihoði, Inga. „Ég trúi...“ FRAMHALD AF 2. SÍÐU í frá. Því að orð þeirra voru ekki tízka, lieldur kristindómur, sem aldrei úreldist. Og þjóðin rétti úr kútnum. Ilún varð aftur ný og frjáls. Enginn getur sagt, að það hafi orðið fyrir aukna heiðni. — Fyrstu boðberar hins nýja tíma voru niðjar niður- lægingartímans, — kristnir menn, sem þorðu að vona og trúa, — áttu þrek til þess að takast á liend- ur þjónustu og fórnir. — Guð gleymir eigi fyrirheitum sínum. — Ilann gleymir oss eigi heldur, svo lengi sem vér treyst- um lionum. — Heilagur andi fylg- ir kristnum mönnum enn í dag. — Starf lians nemur ei staðar. — Honum fær enginn viðnám veitt, livorki með vopnum né orðum. Nú er upprunnin ný öld á Is- landi, — bjartari öld. — Heitum því, kristnir menn, að hún skuli eigi verða heiðin öld. Yér skulum lialda áfram stríðinu. Minnumst þjónustunnar, sem vér erum köll- uð til. Minnumst þess, að vér er- um öll Guði vígð, með öllu, sem vort er. — Biðjum hann að endur- nýja oss á þessum degi með lieilög- um anda sinum. — Biðjuin hann að endurskapa og endurreisa allt, sem er í molum og brotum. — Biðjum liann að gefa kirkju vorri vakning. -— Biðjum hann að minn- ast enn á ný þess, að hann stofn- setli íslenzka kristni á þeim degi, er hann prýddi veröld alla í gift heilags anda. Biðjum hann að gæta þeirra, sem eiga að erfa landið og trúna eftir oss. Börn í Suðaiistur-Asíu eru eftii-tektarsöm ogf námfús, er kristniboðar seg-ja þeim söguna um Jesúm og kenna þeim að lesa.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.