Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1958, Qupperneq 1

Bjarmi - 01.07.1958, Qupperneq 1
8. tbl. Reykjavík, jálí 1958 52. árg. KOJVSÓ Fyrirbænarefni EGAR við komum frá kristniboðsþinginu, var flest i bezta gengi á kristniboðsstöðinni. Skól- inn var byrjaður aftur, eftir jólaleyfið, og liafði staðið í viku, áður en við komum. Ketema, nýi kenn- arinn, sem við fengum i byrjun desember síðast- linn, hafði liaft eftirlit með skóladrengjunum, lát- ið þá vinna á lóðinni í fríinu. Auk þess sá liann um samkomur og fór prédikunarferðir í nærliggjandi þorp ásamt Dasaw, prédikaranum, sem hefir verið kennari fyrsta bekkjar, það sem af er skólaárinu. Aðspurður sagði Ketema allt liafa gengið vel nema eitt, sem hann hafði miklar áhj'ggju af. Skóladreng- irnir höfðu neytt „dalla“, þ.e.a.s. gerjaðrar súpu, og orðið ölvaðir af henni oftar en einu sinni Þetta er mikil freisting fyrir þá, þar eð þessi súpa er ein aðal fæðutegund Konsómanna, en verður áfeng í meira lagi, ef hún gerjast lengi. Létt gerjað „dalla“ verður síður fyrir valinu, ef Satan kemst í spilið til að leiða drengina út á villigötur, brott frá Guði. Þetta er eitt erfiðasta vandamálið i sambandi við heima- vistardrengina. Kristniboðsvinir ættu að biðja sér- staklega um það, að þeir varðveitist. Þetta eru efnis- drengir, en þeir verða allir sem einn að lieyja harða baráttu við lieiðnar erfðir og venjur. Yið eigum erfitt með að skilja þá baráttu til fulls, en við getum bar- izt með þeim í bæn. Fram að þessu hafa tveir drengj- anna hrotið af sér svo vitað sé, annar tvisvar, liinn einu sinni, en þeir þurfa allir fyrirbænar við. "1 7"IÐ komum til Konsó á föstudegi, seint um kvöld. ’ Það fór brátt að kvisast, að „læknirinn", eins og Inga er alla jafnan kölluð af mörgum hér, væri komin aftur. Á laugardeginum var samt fátt um sjúklinga. Gripum við því tækifærið til þess að flytja öll lækningaáhöld og lyf upp i hið eiginlega sjúkra- skýli. Það hefði þarfnazt nokkurrar viðgerðar fyrir flutningadaginn, en tvær ástæður voru fyrir því, að við fluttum strax. Við gátum ekki hafið viðgerðina strax, vegna vöntunar á sementi, og þar eð við vor- um í vandræðum með hús fyrir starfsmennina, kom það sér vel að fá stóra kofann, sem notaður hafði verið fyrir hjúkrunarstarfið, handa þeim. Ketema á að fá annað herbergið. Smiðurinn, Gebre Mariam, fær liitt. Ketema er kvæntur, en varð að skilja konu sína eftir í Harrar, þar eð þeim liafði fæðzt sonur, skömmu áður en hann réðist hingað. Smiðurinn er trúlofaður og hugsar til giftingar bráðlega. Ætlunin er, að koma upp tveim eldhúskofum fyrir þá, og þá er húsnæðisvandræðum starfsmannanna borgið i bráð. Bráðlega verður að rísa nýtt húsnæði fyrir þriðja kennarann, sem við verðum að fá i byrjun næsta skólaárs. Eitt bezta tækifærið, sem okkur gefst til að ná til Konsómanna, er að prédika fyrir þeim, þegar þeir koma til þess að leila sér eða sínum lækninga. Ef vel ætti að vera, þyrftum við nauðsynlega að hafa fastan prédikara við sjúkraskýlið, sem væri falið það lilutverk, að tala við fólkið, sem þangáð kemur. Þeir skipta tugum á hverjum degi. Suma daga koma margir langt að, og í fylgd með þeim eru oft 15— 20 manns, sem skiptast á við sjúkraburðinn eða bera mat handa hópnum. Undanfarnar tvær vikur höfum við haft mann liér, sem prédikað hefir mikið við sjúkraskýlið. Við erum Guði þakklát fyrir hann, þó að hann verði hér ekki til frambúðar. Það er Ale- muh, prédikari og leiðtogi evangeliska safnaðarins í Javelló. -piG ætla að botna þetta bréf, en verð samt að bæta örlitlu við. Eg var að koma frá Gidole áðan. Þegar vörubifreið norska kristniboðsins fór hér um í gær, fór Inga með henni til Gídóle. Tveim tímum síðar var lcomið með slasaðan mann frá Búso. Hann hafði hrasað og fallið fram á spjót sitt. Sárið var ekki stórt, en út úr því stóð kúla, og hélt aðstoðar- maðurinn á sjúkraskýlinu, að þar sæi á ristilinn. Við gerðum ráð fyrir, að vörubifreiðin kæmi aftur daginn eftir, þ.e.a.s. í dag, en það gat líka verið, að það drægist um einn dag, að liún kæmi, þar eð aka þurfti grjóti í nýja sjúkrahúsið í Gídóle. Við lögð- um þvi aðeins „kompressu“ á sárið, festum hana vel með lieftiplástri og bundum svo um sterkt laka- sárabindi að heiman. Maðurinn fékk svo oliu-peni- cillínsprautu, til þess að vernda hann gegn því, að ígerð hrytisl út. Annað gátum við ekki gert, en von- uðum, að dr. Wold, sem fer með vörubifreiðinni til Irgallem, kæmi morguninn eftir ásamt Ingunni. Það dróst, að þau kæmu. Mennirnir, sem báru slasaða piltinn hingað, voru farnir að tala um að bera hann heim aftur, svo að liann gæti dáið heima. Nú vissi ég ekki nema bíllinn kæmi ekki fyrir morgundaginn og ók þvi í flýti til þess að sækja þau. Hefðu þeir borið manninn heim með opið sárið á kviðnum, mátti það lieita nokkurn veginn víst, að hann hefði ekki lifað af. Þegar til Gídóle kom, stóð vörubif- reiðin ferðbúin á hlaðinu, og ætluðu þau að fara að leggja af stað, þótt komið væri myrkur. Núna eru þau u,ppi í sjúkraskýlinu, læknirinn og Ingunn, að gera að sárinu. Það reyndist ekki eins slæmt og aðstoðarmaðurinn hélt í fyrstu. Spjótið hafði ekki farið gegnum lífhimnuna. Við sendum bæði beztu kveðjur til kristniboðs- vinanna. Benedikt Jasonarson. Kínverskur kennari ritar Jóhannes 3,16 með kínversku letri. Austur-Þýzkaland ÞAÐ HEFIR vakið talsverða athygli, að kirkjurnar í Austur-Þýzkalandi haía orðið íyrir mjög aukinni ásókn kommúnista og valdhafanna þar, eftir að umrœður hófust um það fyr- ir alvöru, hvort búa skyldi vestur- þýzka herinn kjamorkuvopnum. Augljóst er, að stjórnarvöldin leit- ast við að auka tök sín á kirkjunni með kröfugöngum og mótmœlafund- um. Er synodan í Berlín-Weissensee hélt fundi fyrir nokkru, neyddu kröfugöngumenn synoduna til þess að veita „nefnd” aðgang, og krafð- ist sú nefnd þess, að synodan sam- þykkti skýr mótmœli gegn kjarn- orkuvígbúnaði. I kjölfar þess, að synodan veitti nefnd þessari að- gang, hefur það fylgt, að valdhaf- arnir hafa gengið á lagið og tekið sömu aðferð upp annars staðar. UM MIÐJAN maí var synoda evang- elisku-lúthersku kirkjunnar í Meck-‘ lenburg. Varð hún fyrir mikilli á- sókn flugrita og kröfugöngumanna. Þátttakendur synodunnar neituðu algerlega að veita kröfugöngu- mönnum aðgang. Aðsókn þeirra varð þó of hatröm, því að slíta varð umrœðum synodunnar. Hefur árs- þing evangelísku kirknanna sam- þykkt ályktun, þar sem sú ákvörð- un synodunnar er staðfest sem rétt viðbrögð við ógnunum þessum, þar eð kirkjan geti engum utanað kom- andi aðilum leyft afskipti af innri málum hennar. SAMKVÆMT síðustu skýrslum hef- ur guðfrœðinemum fjölgað nokkuð í Austur-Þýzkalandi. Eru þeir nú 937. Það er samt hvergi nœrri talið full- ncegjandi fyrir þörf kirkjunnar á prestlœrðum mönnum. SVO VIRÐIST sem komið sé að því, sem margir hafa óttazt í Þýzkalandi, að reynt verði að rjúfa bönd þau, sem verið hafa milli kirkjunnar í Vestur- og Austur-Þýzkalandi. Aust- ur-þýzka stjórnin hefur tilkynnt, að hún rœði ekki við vesturþýzka biskupa eða kirkjumenn um málefni kirkjunnar, þau séu einkamál Aust- ur-þýzkra valdhafa og kirkju. Sam- kvœmt þessu hefur biskupum verið neitað um heimild til þess að fara yfir landamörkin, og á það jafnt við um mótmœlendur og kaþólska. Lilje, biskup, hefur lýst því yfir, áð hverjar ákvarðanir, sem teknar kunna að vera frá valdhafanna hálfu, sé kirkjan og verði ein órofin

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.