Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 03.10.1958, Blaðsíða 2

Bjarmi - 03.10.1958, Blaðsíða 2
2 BJARMl Kristileg útvarpsstöð Eitt þeirra útbreiðslutækja, sem kristin kirkja liefur tekið í þjón- ustu sína í æ rikra mæli síðustu árin, er útvarpið. Kristilegar út- varpsstöðvar liafa verið reistar víða um heim og gefið mjög góða raun. En engin útvarpsstöð mót- mælenda er til í Evrópu. Erlent kristilegt útvarpsfélag hefur því hafizt lianda um að vinna að því, að úr þessu verði bætt. í september 1957 og í ársbyrjun 1958 kom liingað til lands Harold van Broekhoven, erindreki kristi- lega útvarpsfélagsins World Radio Missionary Fellowsliip Inc. í Bandaríkjunum og Ekvador í Suður-Ameríku. Stofnun þessi lief- ur í rúm 25 ár starfrækt kristilega útvarpsstöð í Ekvador, og er hún stærsta sinnar tegundar í heimin- um. Starfar liún allan sólarhring- inn og útvarpar á mörgum tungu- málum. Hin mörgu bréf, sem stöðinni berast frá hlustendum (30 —50 þúsund bréf á ári frá 80—90 löndum) bera vott um gildi og nauðsyn slíkrar starfsemi. Ýmsir mótmælendur vinna í sameiningu að dagskránni, þar á meðal lút- hersk samtök í Bandaríkjunum. Margar kristilegar útvarpsstöðv- ar eru í Bandaríkjunum og 16 sams konar stöðvar eru utan þeirra. Hafa þær unnið mikið og gott starf, bæði i menningarlegu tilliti, með því að stuðla að skiln- ingi og vináttu þjóða í milli og þó sérstaldega með binni kristi- legu boðun. En eins og fyrr segir, er engin kristileg útvarpsstöð mót- mælenda til í Norðurálfunni. Har- old van Broeklioven, erindreki, liefur ferðazt um Evrópu á veg- um félags síns og kynnt sér út- varpsmál í 22 löndum og átt tal við leiðtoga ýmissa kirkjudeilda um möguleika á því, að sett verði á stofn kristilég útvarpsstöð ein- hvers staðar i álfunni. Hafa marg- ir kunnir kirkjumenn í Evrópu vottað honum stuðning sinn, einn- ig hér á landi. Broekhoven hefur að sjálfsögðu einnig rætt við stjórnarvöld ýmissa landa í álf- unni, m. a. Islandi, um hugsanlegt leyfi til þess að reisa slíka stöð. tltvarpað yrði, á eins mörgum málum og við yrði komið, ýmsu kristilegu efni, fræðsluþáttum og góðri tónlist. Slarfsemin yrði ó- pólitísk með öllu og ekki bundin við neina sérstaka kirkjudeild né rekin í hagnaðarskyni. Samtökin, sem að þessu standa, telja, að sér yrði veittur drjúgur siðferðilegur styrkur, ef sem flest- ir Evrópubúar, sem áliuga Iiafa á málinu, vottuðu þeim stuðning sinn með undirskrift sinni. Er þvi hafin söfnun undirskrifta málinu til eflingar, og er takmarkið 500 þúsund nöfn. Þúsundir manna hafa þegar brugðizt vel við og rit- að nafn sitt. Nú er þess vænzt, að einnig þeir Islendingar, sem vilja Ijá máli þessu lið, votti það með því að rita nöfn sín á lista, sem gerðir hafa verið í þessu slcyni. Áherzla skal á það lögð, að slik undirskrift er án allra skuldbindinga. Hún gefur einungis til kynna, að viðkomandi sé því fylgjandi, að komið verði á fót kristilegri úlvarpsstöð í Ev- rópu. Öllum prestum landsins liefur verið sendur undirskriftalisti. — Einnig geta menn snúið sér til af- greiðslu „Bjarma“, Þórsgötu 4, Reykjavik. Gert er ráð fyrir, að söfnun þessari Ijúki i byrjun nóv- ember. B. A. Sunnudagskvfild í kóngsins Kaupmannahöfn EN í Jerúsalem er við Sauðahliðið laug, sem kallast á hebrezku Betesda og heíir fimm súlnagöng. í þeim lá fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra, visinna----." Þannig hefst frásögn, sem er 2. guðspjall 14. sunnudagsins eftir þrenningarhátíð. Þetta guðspjall var rœðutexti prestanna hér í Kaupmannahöfn þennan dag. Það var því í fyllsta máta eðlilegt, að hugurinn minntist þess, að í Kaupmannahöfn er við Grœna- torgið samkomuhús, sem heitir Betesda. Það er kunnugt mörgum trúuðum mönnum um öll Norður- lönd, því að þar hafa um áratugi verið aðalstöðvar „Heimatrúboðs Kaupmannahafnar". Þar er mið- stöð miklu margþœttara starfs en nokkur þekkir til nema þeir, sem þar eru kunnugastir í innsta hring. Margs konar hjálparstarf- semi, bœði fyrir fátœka, sjúka, fallna og fanga, yfirleitt hvers konar olnbogabörn stórborgar- innar, er unnin í þessú húsi eða út frá því. Auk þess er þar marg- þœtt kristileg félagsstarfsemi, bœði biblíulestrar, margs konar smáhópafundur og svo auðvitað almennar samkomur. ÞAÐ má að nokkru leyti segja, að vagga K. F. U. M. á Islandi hafi verið í Betesda í Kaupmannahöfn. Það var í hjarta þess húss, sem séra Friðrik Friðriksson sá þá sýn, er hcmn var stúdent í Höfn, sem hreif hann með þvílíkum mœtti, að hann varð að gangast til œvi- langrar hlýðni við það kall, sem hann fékk þá. Salurinn var fullur af piltum á unglingadeildaraldri, 14—17 ára. Söngur þeirra, boð- skapur sá er þar hljómaði, já, andi sá, sem þar ríkti, varð hið máttuga kall til hans að vinna œskumenn Kristi til handa. Hann getur allt til þessa dags sagt með Páli: „Fyrir því gjörðist ég ekki ó- hlýðinn hinni himnesku vitrun." Vér búum því enn að blessunar- straumum frá Betesdakjallaran- um. SEM betur fer eru blessunarstraum- amir frá þessu húsi ekki aðeins liðin saga. Enn í dag er sama fagnaðarerindið boðað þar, og enn í dag berst kallið þaðan bœði til einstaklinga og fjöldans. Það var því í fyllsta máta eðlilegt, að við, íslenzku ferðafélagamir tveir, hefðum hug á því að koma á þann stað á sunnudagskvöldi. Klukkuna vantaði stundarfjórð- ung í átta, er við gengum yfir Grœnatorgið. Við vorum hálf- kvíðnir fyrir því, að við vœrum orðnir full seinir. Við vissum sem var, að aðsókn að samkomunum síðastliðinn vetur hafði verið með ágœtum. Þá þurfti stundum að koma klukkustund fyrir samkomu- tfma, ef öruggt átti að vera með sœti. Við vonuðum samt hið bezta, þar eð sumardreifingu var enn ekki lokið og vetrarstarf því ekki byrjað. MARGMENNT var á tröppum og í göngum, er við komum, en nóg var af sœtum, enda samkomusal- urinn mjög stór, með miklum og rúmgóðum svölum. Rétt eftir að við vorum seztir, hófst straumur- inn inn og var gaman að sjá þennan látlausa fólksstraum, sem á skömmum tíma mátti heita að fyllti þennan stóra sal. Samkom- an hófst stundvíslega og var allt snið hennar mjög á sama veg og sunnudagasamkomur K. F. U. M. og K. í Reykjavík. Frá fyrsta and- artaki hvíldi þarna yfir góður og hrífandi andi. Söngurinn var röskur og samtaka og þróttmikill, þótt því sé ekki að neita, að karl- mannaraddirnar hefðu mátt vera öllu fleiri til þess að fylla betur sönginn. þá setti það og sinn svip á samkomuna, að „hljómsveitar- kór" hússins aðstoðaði. I þeim hópi voru fimm fiðluleikarar, tíu eða ellefu gítarar og um tuttugu söngvarar. Var söngur þeirra á- kaflega fágaður og vel œfður — og aldrei hefi ég séð og heyrt jafn fágaðan gítarleik með kór- söng. Er bersýnilegt, að kornung- ur söngstjóri hópsins hefir lagt feikna vinnu í þetta starf. Hefir hann og fengið góðan ávöxt iðju sinnar, því það var auðfundið, hver áhrif söngurinn hafði. Mest um vert var þó það, að orð VQru sungin svo skýrt, að jafnvel við útlendingarnir gátum til fulls not- ið textans. Söngvarnir og lögin voru ákaflega alþýðleg, í svipuð- um dúr og tíðkast á œskulýðs- og samkomuvikum heima. RÆÐUMAÐUR kvöldsins var for- maður „Heimatrúboðs Kaup- mannahafnar" C. Nygaard And- ersen, sóknarprestur. Rœðuefni hans var frásagan um glímu Jakogs í I. Mósebók 32. kafla. — Yrði það of langt mál að endur- segja boðskap hans um nauðsyn þess, að einstaklingurinn vœri kallaður til uppgjörs og samfé- lags við Guð, þótt það kostaði harða glímu. Sú glíma vœri ekki við Guð, sem ávallt vœri fús til þess að veita blessun sína, heldur við sjálfsviljann, eigin geðþóttann, sem vill ekki ganga til óumflýjan- legrar hlýðni við Guð. Þegar máttur eigin geðþóttans hefir lam- azt, líkt og þróttur Jakobs, er hann gekk úr augnakörlunum, verðum vér nógu auðmjúkir til þess að meðtaka blessun Drottins, sem fœr oss nýjan dag, með sól- arupprás nýs lífs. DJÚP kyrrð ríkti í salnum, meðan rœðan var flutt og var nœr því auðfundið, að hún féll inn í opin hjörtu og opna hugi. Þessa sama, góða anda gœtti einnig í söngn- um, ekki sízt er stjórnandi sam- komunnar lét kórinn endurtaka fyrsta og síðasta vers í undur- fögrum söng Olfert Ricards „Sölv- snoren brister dog en gang" og allir samkomugestir tóku undir. ÞRÁTT fyrir fimm „aukalög", sem kórinn söng, var samkoman að- eins í rúma klukkustund, og er við komum út á torgið vorum við ferðafélagarnir sammála um, að við hefðum í Betesda átt eina af þeim stundum, sem við eigi orð Péturs á ummyndunarfjallinu: „Herra, gott er oss hér að vera." EFTIR samkomuna er fyrsta sunnu- dag hvers mánaðar samveru- stund fyrir „unga fólkið". Er þá kaffidrykkja, en síðan uppbyggi- leg stund, þar sem margir leggja sitt af mörkum. Tilkynna þarf þátt- töku fyrir almennu samkomuna, og fá ekki aðrir aðgang en þeir, sem það hafa gert, enda húsrúm takmarkað. Eru stundir þessar sagðar mjög vinsœlar, enda þátt- taka mikil. Þannig var allt „upp- selt" í þetta sinn, sem við vorum á almennu samkomunni. EITT af því, sem vakti athygli okkar var, hve margt var af ungu fólki á samkomunni. Staðfesti það enn einu sinni, að ekkert starf, sem unnið er í nafni kirkju og kristni, ncer eins sterkum tökum og það starf, þar sem fagnaðarerindið um náð Guðs í Kristi Jesú er boð- að skýrt og óskorað. Bj. Eyj. • Byrjaöu heima Tyrédilcarinn hafði talað. Orðið var gefið laust. Faðir stóö upp og vitnaði. Á eftir heilsar prédiJcarinn upp á son hans og segir: ,,Það var indælt að hlustu á föður þinn í kvöld.“ Drengurinn fer að gráta. „Hann pabhi er elcki svona, þegar hann er heima.“ — Margir kristnir menn bera lítinn eða engan ávöxt, af því að þeir gleyma Jesú, þegar þeir eru heima hjá sér. „Síðan lauk hann upp hug- slcoti þeirra . . . boðað slculi verða ... öllum þjóðum ... en byrj- að í Jerúsalem“. Heimilið er þín Jerúsalem.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.