Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1969, Síða 2

Bjarmi - 01.01.1969, Síða 2
- JESAJA 44, 22 - „FEYKT BIIRT EI.\S OG ÞOKII" i. Sumum finnst allt tal um sekt hálf sjúk- legt. Að þeirra áliti er sektarmeðvitundin óheilbrigt fyrirbrigði. Það er rétt, að hún getur orðið það. Þrátt fyrir það er það firra að ætla sér að loka augum fyrir sektarmeðvitundinni og helzt láta eins og hún sé ekki til. Eins mætti þá fara að gagnvart fjölmörgu öðru í mannlegu lífi. Fátt er það í fari manna, sem getur ekki orðið sjúklegt hjá einhverjum, og dett- ur þó engum í hug að segja: Þetta á ekki rétt á sér. Ljóst er, að sektarmeðvitundin er eitt af aðalsmerkjum mannsins, eitt af því, sem skil- ur hann frá skepnunum. Hún sprettur af meðvitundinni um ábyrgðina gagnvart Guði. Samvizkan er einmitt í því fólgin að vita hið rétta, sem sá eini, er vald og rétt hefur til þess, hefur sagt, og verða það Ijóst, hvernig vér höfum staðið oss í því að gjöra það, sem skyldugt var. Sumir vilja helzt ekki láta tala um það, að þeir séu syndarar. Mönnum hefur meira að segja verið ráðlagt að láta engan telja sér trú um, að þeir séu syndarar, því að það sé að óvirða sjálfan sig. Slikt er ekki í sam- ræmi við orð Krists. Síðasta kvöldið, sem hann var með lærisveinum sínum, sagði hann þeim, að Andinn heilagi, sem faðirinn mundi senda í heiminn, hefði ákveðið verk að vinna. Hið fyrsta, sem hann taldi upp í því sam- bandi, var: „Hann mun sannfæra heiminn um synd.“ Það er sem sé starf Heilags anda, að því er Kristur segir. Þess vegna er það mikil náð og forsenda þess að geta skilið fagnaðarerindið réttilega, að hafa eignazt samvizku, sem hefur orðið Ijóst, hvað vér höfum brotið og misgjört við menn og þó fyrst og fremst gagnvart Guði. Fyrsta skref- ið til þess að verða heilbrigður maður og komast í rétta afstöðu til skapara síns er, að komast til sannleikans viðurkenningar varðandi sjálfan sig. Hafa orðið það ljóst, að vér höfum syndgað gegn Guði og erum sek fyrir augliti hans. Það er verk Guðs anda. Hallgrimur segir um þetta verk hans svo: Hátt galar haninn hér í hvers manns geði, drýgðar þá syndir sér sem Pétur skeði. Lætur hann lögmál byrst lemja og hræða, eftir það fer hann fyrst að friða og græða. n. Fagnaðarerindið um fyrirgefningu fær engan hljómgrunn nema þar, sem þörf er fyrir það. Það er í hrelldri samvizku. Þar vinnur það líka undursamlegt verk, sem ekk- ert jafnast á við. Það kemur með náðarorð- ið frá Guði, boðskapinn um einu hjálpina við sekt og synd, en það er fyrirgefning hans fyrir sakir Krists. Sú fyrirgefning er svo stórkostleg, að erfitt er að trúa, þótt ekkert sé jafn nauðsynlegt hrelldri samvizku og það. 1 orðunum, sem vöktu þessar hugsanir, er notuð mynd, sem lýsir vel algerri fyrirgefn- ingu Guðs. „Ég hef feykt burt misgjörðum þínum eins og þoku.“ Sjáðu þetta fyrir þér: Þoku, sem leysist upp fyrir vermandi sól — og hverfur. Verður að engu. Aldrei framar unnt að ná henni saman. Þannig er fyrirgefning Guðs. Henni er óhætt að treysta. Boðskapurinn um hana er dýrmætasta perla kristindómsins. Og þér er óhætt að treysta gildi hennar, því að það er Guð, sem vinnur þetta ótrúlega verk í sátt- argjörð sinni í Kristi og ábyrgist það, sem boðið er. Ef þú þorir að taka þessum lífsgrundvelli muntu sannreyna, að hann er hið eina, sem nægir og bregzt ekki.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.