Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1969, Síða 8

Bjarmi - 01.01.1969, Síða 8
Fulltrúi heiðinna þjóða minnir á kall- ið til þess að koma og hjálpa þeim. Verkefnin eru óþrjótandi — og ekk- ert er verðugra hlutverk fyrir glaða og frjálsa íslenzka æsku (sjá mynd neðst á næstu síðu) en að takast á hendur að rétta lijálparhönd. Kristin æska um allan heim hefur lagt hönd á plóginn. „EF ÆSKAN VILL...“ MARGT hefur verið ritað og rætt um félagslíf og hegðan svonefndra ,,rússa“ (þ. e. þeirra, sem taka ætla stúdents- próf ár hvert) í Noregi á und- anförnum árum. Hefur mörg- um þótt nóg um tilhögun og framkomu þeirra. Fór svo, að trúaðir nýstúdentar töldu sig ekki geta tekið þátt í þessum svonefndu ,,hátíðahöldum“. Var þá farið að atliuga, hvernig bezt væri að nota tíma þann, sem há- tíðahöld ,,rússanna“ standa yfir. Kom þá fram tillaga um það í Stafangri frá starfsmanni Norska kristniboðsfélagsins, að kristnir stúdentar einbeittu sér að því að styrkja einhvern sér- stakan þátt kristniboðsstarfsins í þróunarlöndunum, t. d. með því að safna fé til barnaheim- ilis, skóla, sjúkraskýlis, útgáfu, útvarps o. s. frv. Var þessu vel tekið af ,,rússunum“ í Stafangri. Efndu þeir til margháttaðra samkomuhalda og tókst að safna tæplega 500 þús. ísl. krón- um á núverandi gengi og var það síðan afhent kristniboðinu. HUGMYND þessi kveikti í öðr- um og undanfarin ár hafa félög kristinna ,,rússa“ víðs vegar í Noregi efnt til samkomuhalda og kosið sér nýtt verkefni hvert sinni. Hafa þeir á þessum tíu árum alls lagt fram yfir 40 millj- ónir íslenzkra króna með þess- um hætti. Er mikill viðbúnaður hjá þeim, að í ár verði enn nýtt met sett. Þess skal getið, að sam- komur þessar eru ekki aðeins fjáröflunarsamkomur, lieldur leggja stúdentarnir áherzlu á boðun orðsins og vitnisburðinn um Krist bæði í orði og söng. Þá gefa þeir og út ýmis hlöð, sem þeir selja á ferðum sínum. ÞESSI viðbrögð kristinna stúd- enta hafa haft sín áhrif þannig, að ýmsir aðrir hafa tekið af- stöðu til ,,rússa-hátíðahaldanna“ upp til endurskoðunar. Hafa jafnvel margir stúdentar rætt um að nota tímann til stuðnings málefni, sem vert sé að rétta hjálparhönd. EKKERT auðgar æskulífið eins og það, að lifa því í fórn og þjónustu fyrir þá, sem þarfnast þess. I ríki Krists hljómar lát- laust kall til hvers æskumanns að koma og leggja höndina á plóginn. Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir. Ekkert er eins auðgandi og fagnaðarríkt og að blása á alla vitleysu og fálm upplausnar-radda, en ganga ákveðinn og hlakkandi til starfs í ríki hans lieima eða úti á meðal þeirra, sem þekkja fagnaðarerindið ekki. « BJABMI

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.