Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1969, Qupperneq 10

Bjarmi - 01.01.1969, Qupperneq 10
yÉR getum ekki gripið fram í fyrir dómi hins hæsta. Hann mun vafalaust að mörgu leyti koma oss á óvart. Vera má, að einhverjir hegningarvistar-fang- ar þeir í Basel, sem Barth hafði ánægju af að prédika fyrir og stofna til vináttu við, verði allt öðruvísi metnir við Hæstarétt- inn en vér ætlum, meir metnir en mestu guðfræðingar. Vér erum jafnvel ekki hæfir til þess að kveða upp dóm sög- unnar, en samt dirfist ég að segja það, að Karl Barth mun á ókomnum tímum verða talinn mesti guðfræðingur þessarar aldar, svo að jafnvel þeir mestu þeirra, eins og Bultmann, Bon- hoeffer eða hver annar, sem unnt er að nefna, verði smáir í samanburðinum. Margir eru sjálfsagt á annarri skoðun, en það verður svo að vera. T)AÐ var ekki unnt að vera i nálægð Barths, án þess að verða þess var, að hann var óvenju stór í sniðum. f fyrstu var ég hræddur við hann. Hann hefur líka sjálfur talað með dá- lítilli hæðni um það, hve hann og Thurneysen, nánasti vinur hans, gátu virzt strangalvarleg- ir í fyrstu æsku. Siðar brauzt hinn víðfeðmi, dásamlegi mann- legleiki hans og góðlátlega kímni fram, þegar honum fannst það nauðsyn. Aðeins tveir ókostir við guðfræði hans hurfu víst ekki. Það eru nú 50 ár frá því að hann skyndilega varð hið mikla deiluefni innan guðfræðinnar alls staðar þar, sem menn höfðu hæfileika til þess að leggja við eyru. Það gleymist ekki, hve mikinn óhug hann vakti einnig vor á meðal. Menn voru skelfd- ir. Þetta tal um heilagleika Guðs og synd vora, og óskiljanlega fjarlægðina milli Guðs og vor, um orðið, sem kom lóðrétt að ofan og væri eini tengiliðurinn. Miskunnarlaust nei hans við frjálslyndu guðfræðinni og öllu, sem bar keim af pietisma, vakti skelfingu. Fyrir 40 árum var nóg að nefna nafn hans í sam- bandi við ungan guðfræði- Svissneski guðfræðingurinn Karl Barth lézt fyrri hluta desember s. 1. Hann var einn kunnasti guð- fræðingur heims og af mörgum talinn tvímælalaust mesti guðfræðingur 20. aldarinnar. Hann varð aldrei kunnur að ráði hér á landi. Til þess var íslenzkt kirkjulíf of einokað af guðfræðistefnum, sem kirkj- 1 tilefni fráfalls kandídat til þess, að horfur hans í sambandi við prestskosn- ingu væru engar. Barth sagði „Guð“ svo, að ekki var unnt annað en heyra það. Guðfræði og kristin boðun áttu ekkert skylt við guðrækn- istilfinningar og fagra reynslu manna. Það er Guð sjálfur, sem vill fá að tala við oss og vér eigum að tala um sem guð- fræðingar, svo ógerlegt sem það er. EN Barth óx í guðfræðilegri þekkingu. Hann skildi það, að það að tala um Guð er að tala um komu Guðs í Kristi. Barth varð það sem kallað er ,,Kristo-centriskur“, hvass opin- berunarguðfræðingur. Sem slík- ur fleygði hann sér, er hann var prófessor í Bonn, út í kirkju- stríð það, sem var að hefjast, og varð raunverulegur upphafs- maður játningarinnar frægu í Barmen í maí 1934, sem með áður óþekktum krafti samein- aði allt um eina orðið, Kristur, andstætt öllum tilraunum til þess að finna Guð í sögunni eða annars staðar. Erlendis var Barth hylltur sem hinn mikli andstæðingur Hitlers. Hann hreif einnig menn, sem sjálfir höfðu firn af „nátt- úrlegri" guðfræði, en hann lét ekki truflast og í hinu geysi- umfangsmikla ritverki sínu „Kirche und Dogmatik", sem varð 13 stór bindi, boðaði hann aðeins eitt: Hvað Guð hefur veitt oss í eingetnum syni sín- um. Útsýnin var víð, tónninn gat verið hvass, en gleðin í Kristi og fögnuðurinn yfir því að hafa verið kallaður til þess að verða guðfræðingur, baðaði það allt ljóma. Það var eins og allir skuggar dauðans yrðu riú þegar að víkja fyrir honum, sem kom til vor á jólanótt, starfaði á jörð vorri, dó og reis upp. Jafnvel djöfullinn varð tæpast áhugaverður, hann var sigraður óvinur, og dauðinn var deyddur dauði. yARÐ allt ofbjart og ofdýrð- v legt? Það eru tæplega til auðugri uppbyggingarrit en bindin í trúfræði Barths. Þakk- lát lofgjörð fyrir sigur Guðs. Vér spurðum samt sumir, hvort tal Biblíunnar um baráttuna milli ljóss og myrkurs, sem er sífelld staðreynd, væri deyfð. Þegar ég nefndi þetta lítillega við hann eitt sinn, endaði hann með því að segja á sinn ómót- stæðilega hátt: „Jæja þá, við er- um þá sammála um Drottin Jes- úm, en ósammmála um djöful- inn.“ Því næst skundaði hann til kennslustofunnar og sagði frá þessum þunglynda Norður- landabúa, án þess þó að nefna nafn mitt. öðru sinni ræddi hann um lágsléttu Norður-Þýzkalands og vetrarmyrkur Norðurlanda, þar sem illir andar reika um. Ég spurði hann, hvort þetta væri ekki náttúrleg guðfræði, og lO B J A R M ■

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.