Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1969, Qupperneq 11

Bjarmi - 01.01.1969, Qupperneq 11
ur annarra landa sluppu betur frá. — Við andlát Barths ritaði fyrrv. guðfræðiprófessor við Kaup- mannaliafnarháskóla minningargrein um hann í „Kristeligt Daghlad“. Birtist hún hér á eftir í ísl. þýðingu til þess að lesendur ,,Bjarma“ fái nokkrar upplýsingar um þennan stórmerka mann. KARLS BAR THS fékk það svar, að hann teldi sig bera gott skynbragð á þá hluti. Staðreyndin er samt sú, að sagt er, að „englarnir hlæi“ í Basel, og það er víst ekki unnt að segja um háskóla vora, þar sem Mozart fær ekki heldur að skipa heiðurssess sem dásam- legur túlkandi sköpunarinnar. 0G. svo er sagt, að Barth og þeir guðfræðingar, sem hafa mótazt af honum, vanræki fyrstu grein trúarjátningarinn- ar! Barth hefur, eins og kimn- ugt er, sjálfur ritað fjögur þykk bindi um sköpunarkenninguna, og hann hefur í reyndinni sýnt, að þetta sé alvara. Minnizt að- eins þess, hverju hann kom til leiðar fyrir Gyðinga meðan á styrjöldinni stóð og eftir hana, og samtímis og síðar, með því að vér eigum með athygli og jákvætt að leggja hlustir við röddum frá austrænum heimi. Hann hefur sagt, að kommún- isminn sé kristin villukenning andstætt nazismanum, sem hafi verið heiðinn. Það er einkennilegt um þenn- an mann. Á síðari árum var honum borið það á brýn, að hann legði of mikla áherzlu á nálægð Guðs í Kristi, og talið var, að hann skorti skilning á, að Guð stígur fyrsta og úrslita skrefið til vor, og að þess vegna hafi hann fundið að barnaskírn- inni, án þess að verða baptisti. Þetta er ekki rétt. Barth gleym- ir því ekki, að Guð kemur ávallt að fyrra bragði, en hann kallar oss til eftirfylgdar Krists, og fyrsta skrefið í þá eftirfylgd er, að sá, sem hefur heyrt kallið, lætur skírast . Ég er ekki sammála skoðun Barths varðandi skírnina. Raun- verulega skorti hann sannan skilning á sakramentunum, en sá sem lesið hefur það bindi trúfræði hans — síðasta bindið — sem f jallar um þessar spurn- ingar, lýtur í lotningu þeim guð- fræðingi, sem einnig boðar Krist svona kröftuglega og reyn- ir að endurtaka kallið um að fylgja honum eftir. XJANN varð áttræður í mai 1966. Boðsgestir fengu að vita, að hann væri mjög slapp- ur. Það mátti ekki heimsækja hann, og samt stóð hann sig ágætlega. Hann hlustaði með athygli á eitthvað 28 ræður og símskeyti, sem bárust frá öllum löndum heims og einnig frá ást- kærum hegningarhússföngunum og stai’fsliði fangelsisins, og Barth var fær um að svara í skýi’ri og nákvæmri þakkar- ræðu. Barth hafði náð sér aftur eftir mjög alvarleg veikindi. Hann var tekinn til stai’fa á ný t. d. við að rita endui’minningar, en þar var kallað á hann úr öll- um áttum. Harm varð einnig að fara til Rómaborgar, þar sem guðfræði hans hafði haft mikil áhrif. Hann varð að senda frá sér litla bók með skýi’um og hnitmiðuðum spui’ningum til í’ómversku kirkjunnar. Auk þess var hann niðursokkinn í þá gagnrýni, sem með skírskot- unum til Bonhoeffers var beint gegn honum. Það síðasta, sem eftir hann liggur í rituðu máli, er víst stutt grein í októberhefti tímaritsins „Evangelische Theologie“. Þar þakkar hann fyrir, að honum var send iöng ævisaga, sem nán- asti vinur Bonhoeffers, Bethgee, hefur samið. Hann fer viður- kenningarorðum um það, að Bonhoeffer hafi bersýnilega fyrr og skýrar en hann sjálfur hafið máls á Gyðinga-vanda- málinu við Hitler og harmar það, að það máli skuli ekki hafa hlotið þann sess í Bai’men- játningunni, sem vera hefði átt, en ef til vill hefði slíkt sundi’að kirkjufundinum. Harm ræðir um það, að það hafi komið sér á óvart, að hann hafi verið svona mikilvægur fyrir Bon- hoeffer og því næst koma nokkr- ar athugasemdir við orðið „op- inbei’unar-positivismi“, sem Bonhoeffer notaði um Barth, og aðrir hafa síðan endui’tekið, án þess að það sé alltof skýrt, hvað Bonhoeffer hafi sjálfur átt við með þessu. Barth kemst með réttu að þeirri niðurstöðu, að þetta hugtak, eða það sem út úr því hefur verið lesið, sé rang- látt, en það er ekki unnt að fara nánar inn á það hér. /AG nú er annasömum fei'li Barths lokið. Afköst hans eru fágæt og í þeim eru fjár- sjóðir, sem enn hafa alls ekki verið metnir. Svo er sagt, að er hann reyndi sem gestafyrirles- ari að taka þátt í andlegri upp- byggingu á Þýzkalandi eftir styi’jaldarlokin 1945 hafi hann sagt, að sá sem þekkti ekki til þess að öfunda ættfeðurna af háum aldri þeirra, ætti ekki skilið að öðlast eilíft líf. Hug- ur hans snerist svo mikið um endurkomu Krists, að hann and- mælti því, þegar menn sögðu, að það vissu menn þó, að þeir ættu að deyja. Og nú hefur hann lokað augum sínum og spurn- B J A K M I 11

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.