Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1974, Qupperneq 11

Bjarmi - 01.01.1974, Qupperneq 11
verið fastur liður i starfinu. Mörkuðu þær vissulega tímamót í starfi félags- ins. Var gerð bókun um þessi ný- mæli í gjörðabók stjórnarinnar, en þar segir m.a.: „Samkomur þessar voru svo vel sóttar, mestmegnis af ungu fólki, að fullt hús var hvert kvöld. Að þeirri viku liðinni var svo ákveðið að halda samkomunum áfram næstu viku og var þeim breytt í vakningarsamkomur. Þær voru einnig mjög vel sóttar og hafa samkomur þessar vakið nýtt líf í félögunum, ekki sízt meðal yngri meðlima." í byrjun næsta árs var alvarlega rædd nauðsyn meira húsnæðis, og ákveðin stækkun hússins við Amt- mannsstig. Kom það í hlut Knud Zimsen og Guðmundar Ásbjörnsson- ar að vinna að því máli. Meðan á byggingu stóð voru fundir Y.D. haldn- ir í dómkirkjunni. Stækkun hússins var lokið í marz 1937. Segja má, að nýtt blómaskeið hafi runnið upp á þessum árum, og margir nýir liðsmenn komið fram, þótt nöfn verði ekki nefnd í þvi sam- bandi. Um þetta leyti tóku ungir félags- menn við ritstjórn Bjarma, undir for- ystu Bjarna Eyjólfssonar, sem siðar varð formaður K.F.U.M., en um langt árabil sívakandi leiðbeinandi í félag- inu. Starfssvið hans var raunar miklu viðtækara, m.a. sem formanns Kristni- boðssambandsins og leiðtoga almennu kristilegu mótanna, biblíunámskeiða o.fl. Bjarmi tók á vissan hátt við hlutverki mánaðarblaðs K.F.U,M., sem hafði komið út um allmörg ár. Árið 1939 arfleiddi Guðmundur Bjarnason klæðskerameistari, K.F.U.M. að eign sinni, Aðalstræti 6. Sú ráð- stöfun hans hefur verið félaginu mikil lyftistöng fjárhagslega og gert því kleift að færa út kvíarnar á ýmsan hátt. Stríðsárin sex var séra Friðrik í Danmörku, eins og kunnugt er. Hvildi Alþjóðamerki K.F.U.M. Jóh. 17,21 eru einkunnarorö félagsins. XP táknar nafn Krists. 1 hringnum eru nöfn heimsálfanna fimm. þá hiti og þungi starfsins á herðum sr. Magnúsar Runólfssonar, sem þá varð aðalframkvæmdastjóri félagsins og raunar hálfan þriðja áratug. Minn- ast margir með þakklæti þeirra ára, er þeir nutu leiðsagnar hans og for- ystu. Um skeið var Ástráður Sigur- steindórsson einnig ráðinn fram- kvæmdastjóri þess og hafði það einn með höndum, meðan séra Magnús var prestur á Akranesi 1945. Vöxtur borgarinnar var mikill á þessum árum og nauðsyn að sinna nýjum hverfum. Fyrsta deildin, sem stofnuð var í nýju hverfi, var Laug- arnesdeildin, sem hóf starf i litla hús- inu, er síðar var nefnt Drengjaborg, á jarðræktarsvæði félagsins í Laugar- dal, og síðar var flutt að Kirkjuteigi 33, og enn seinna í Langagerði 1. Árið 1947 varð stórbruni hér við Amtmannsstíg, sem hafði það í för með sér, að hús félagsins hér skemmd- ist verulega. En á ótrúlega skömm- um tíma tókst að gera við það fyrir ötula framgöngu Guðmundar Ás- björnssonar og Knud Zimsen, sem sáu einkum um það verk. Sumarið eftir setti heimsókn rúmlega 60 danskra og sænskra drengja frá K.F.U.M. í Bromma og F.D.F. í Kaup- mannahöfn nokkurn svip á félags- lífið. Um vorið þetta sama ár var eign félagsins við Aðalstræti 6 seld hluta- félaginu Árvakri, en hún var stofnfé minningarsjóðs um þá tvo mætu menn, Guðmund heitinn Bjarnason klæð- skerameistara og séra Friðrik. Meðal viðburða næstu árin má nefna utanferð 30 skógarmanna til Danmerkur og Sviþjóðar til þess að endurgjalda heimsókn þá, er fyrr er nefnd. Þá fékk félagið einnig fullan umráðarétt yfir Vatnaskógi og hafin var gróðursetning nýgræðings þar. En nú verður að fara fljótt yfir sögu. I skýrslum frá þessum árum má sjá, að samkomu- og fundarsókn hefur verið með ágætum og hefur raunar aldrei verið lát á því reglubundna AFMÆLISSAMKDMA K.F.U.M. veittir, og haföi Árni þá meöferöis og sýndi samkomu- gestum, er hann sagöi frá þessum atburöi. Hilmar Baldursson flutti árnaöaróskir frá unglingadeild félagsins, og Gísli Sigurðsson mœlti nokkur orö fyrir hönd yngstu deildanna. Þá bar Jóel Fr. Ingvarsson fram kveöju bróöurfélagsins í Hafnarfirði og þakkaöi stuöning K.F.U.M.- manna í Reylcjavík viö félagiö í Hafnarfiröi. Þaö var sr. Þorsteinn Briem, sem stofnaöi K.F.U.M. í Hafnarfiröi áriö 1911 meö 16 ferminginardrengjum, en mjög snemma tók sr. Friörik og ýmsir vinir hans í Reykjavík aö leggja fé- laginu liö, enda fluttist sr. Þorsteinn frá HafnarfirÖi. AÖ endingu flutti Ástráöur Sigursteindórsson hugleiö- ingu og las í upphafi oi'ö úr 17. kap. Jóhannesarguöspjalls, þar sem einkunnarorö K.F.U.M. er aö finna: „Allir eiga þeir aö vera eitt“ (Jóh. 17, 20—23). Minntist Ástráöur á upphafsmann K.F.U.M., George Williams, og vini hans, en þeir mynduöu meö sér félag í Lundúnum áriö 181/1/. Þetta var fyrsta eiginlega K.F.U.M.-félagiö og starfaöi fyrst ein- göngu meöal verzlunarmanna. Var þarna á feröinni lif- andi vakningahreyfing meöal œskumanna. Félagar K.F. U.M. vilja vinna í einingu í trú á tign Jesú, sagöi Ást- ráöur, þeir sameinast i reynslu af náö hans og vinna í einingu aö því aö vegsama hann meö því aö bera lionum vitni og þjóna honum. Kröftugur, álmennur söngur einkennir jafnan samkom- ur K.F.U.M. og K., og svo var einnig nú, eins og vcenta mátti. Blandaöur kór K.F.U.M. og K. söng undir stjórn Árna Sigurjónssonar. Einnig söng æskulýöskór félaganna undir stjórn SigurÖar Pálssonar. Frú Áslaug Ágústsdóttir lék undir almennan söng og söng blandaöa kórsins, en Sigríöur Magnúsdóttir annaöist undirleik, er œskulýös- kórinn söng. Blandaöi kórinn söng meöal annars lag sr. Friöriks FriÖrikssonar: „Þér hliÖ“ (Sálm. 21/,7—10), í radd- setningu Jóns Þórarinssonar, og vakti flutningur verks- ins sérstaka hrifningu. K.F.U.M. bárust margar kveöjur í tilefni afmœlisins, svo og blómagjafir. K.FXJ.M. í HafnarfirÖi gaf fagra kertastjaka, og nokkrir aöilar gáfu peningagjafir. For- maöur greindi frá þvi. aö ákveöiö heföi veriö aö láta- gera veggskildi (platta) í tilefni af 75 ára afmælum K.F.U.M. og K.F.U.K á þessu ári (K.F.U.K. veröur 75 ára í apríl). Á skildinum miöjum veröa grísku bókstafirnir XP (fyrstu tveir stafirnir í XPI1.TOS, þ.e. Kristur), en í kringum þá veröur letraö: „K.F.U.M. — K.F.U.K. — 1899 — 1971/“. Gafst samkomugestum tækifæri til aö panta sér slíka veggskildi. Veröur verö þeirra kr. 1500 eintakiö. Stjórn K.F.U.M. skipa nú: GuÖiaugur Þorláksson, skrif- stofustjóri, formaöur; Árni Sigurjónsson, bankafulltrúi, varaformaöur; Þóröur Möller, yfirlæknir, ritari; Þorkell G. Sigurbjörnsson, verzlunarmaöur, gjaldkeri; meöstjórn- endur eru: Ástráöur Sigursteindórsson, skólastjóri; Frið- björn Agnarsson, endurskoöandi, og Narfi Hjörleifsson, tœknifræöingur. Afmælissamkoma K.F.U.M. var hátíöleg og ánægjuleg. 11

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.