Bjarmi - 01.09.1975, Blaðsíða 7
hefur látið dragast með og á sína miklu sök á göllum neyzluþjóðfélagsins.
Ótalmargt hefur skírskotað til hennar um að vera t.d. alltaf að kaupa, kaupa
eitthvað nýtt.
Spumingin er samt, hvort það er ekki einmitt konan, og þá ekki aðeins
konan sem jafningi karlmannsins vairðandi laun og stöðu í þjóðfélaginu, heldur
konan sem kona, sem við verðum mannlega séð að binda vonir við um að
leysa vanda og læging nútímans, ef þróunin á ekki að enda með iægingu,
niðri á stigi sálarlauss dýrs.
Nýlega var á markaðinum á dönsku bók í vasaútgáfu, sem nefndist „Trú og
ást“ (Religion og erotik). Höfundurinn, Walter Schubart, er mér algerlega
ókunnur. I bókinni segir höfundur: „Vandamál nútímamenningar og kreppa
hennar er vandamál eða kreppa karlmannsins." Það sem mér fannst eftir-
tektarverðast, var það, að þegar Walter Schubart ræðir um kreppu eða vanda-
mál karlmannsins, er það ekki fyrst og fremst vandamál karlmannsins galgn-
vart konunni sem andstæðri kynveru, heldur svipað og hjá Jung: Bæði karl-
menn og konur hafa eðlisþætti karls og konu í sér fólgna i mismunahdi
mynd. Það sem er karlmannlegt, hefur í allri sögu norrænna og vestrænna
þjóða notið forréttinda, verið hið eðlilega, bæði hjá körlum og konum. Þess
vegna hefur hið eftirsóknarverðasta verið að komast á stig og í aðstöðu karl-
mannsins. Þessi einhliða drottnun lífsviðhorfs karlmannsins á mikinn þátt í
öllum okkar samfélags- og menningarvanda, bæði hjá körlum og konum,
því að án eðlilegra áhrifa þess kvenlegaí skortir veigamikinn og farsælan
þátt í samfélagið, bæði einstaklinga og heildar.
Það liggur t.d. miklu fremur í eðli konunnar að umvefja andstæður og reyna
að sætta og gera gott úr, þegar um andstæður var að ræða. (Konur eru stund-
um einnig með karlmannsþætti og eru þá herskárri en þeir, og karlmenn
með það, sem kallast kvenlegur þáttur, og eru þá mannasættar og mildir
stjórnendur.)
Karlmanni hættir hins vegar til þess að leysa vandamál eða sigrast á and-
stöðu með því að berja niður, afmá, útrýma því, sem honum líkar ekki, eins
og við sjáum í svæsnustu mynd í styrjöld. Hann hefur herskáa afstöðu til
lífsins. Kveneðlið, bæði hjá karli og konu, er aftur á móti mildara. Karlmaður-
inn berst fyrir því að verða eitthvað, áhugi hans beinist að völdum, ríkinu,
fjármálum, tækni. Konunni nægir yfirleitt að vera öðrum eitthvað, hafa sinn
vettvang, þar sem hennar er þörf og hún getur verið veitandi.
Ég vil vekja athygli að þvi, sem ég sagði áður: Ég er ekki að ræða um
karl og konu, andstæð hvort öðru, heldur þessa eðlisþætti mannlegrar veru,
karls og konu, sem teljast til kvenlegra þátta. Ég er sannfærður um, að
nútíminn þarf á konunni sem slíkri að halda. Hinir beztu og eðlilegustu eðlis-
þættir hennar eru meira virði nú en nokkru sinni. Nútimaþjóðfélag dregur
hana út í iðu framleiðslu, neyzlu og velferðarþjóðfélags, sem er ávöxtur karl-
mannsins, og hún vill verða sem líkust honum að rétti, starfi og framkomu.
En nútíminn þarfnast þess, að konan skilji köllun sína sem konu og láti
ekki eyðileggja þætti, sem hafa verið vörn og vaxtarbroddur fagurs mann-
lífs.
Ég hef oft sagt það og segi enn: Sem mannleg vera hef ég orðið fyrir mest-
um og beztum áhrifum af móður minni. Enginn hefur mótað mig eins og hún.
Og ég finn það oft, að sé eitthvað mannlega gott til i fari mínu, þá hef ég
það frá henni (án þess að varpá nokkrum skugga á minn ágætá föður, sem
dó tiltölulega ungur). Allt það bezta í mér hef ég frá henni.
Þessi þáttur er í hættu og með honum hlýjan, hjartað í mannlegu samfélagi.
Þáttur karlmannsins, baráttan að komast áfram í samkeppni þjóðfélagsins,
má ekki verða aðalatriði hjá kristinni konu, á kostnað þess bezta, sem Guð
hefur gefið henni og því mannkyni öllu til blessunar.
Auðvitað er hið kvenlega fyrst og fremst bundið tengslunum við uppsprettu
lífsins, fæðinguna. í henni býr leyndardómur móðernisins, sem enginn skilur,
en gæðir eðli hennar, þegar það er heilbrigt, fórnarlund, umhyggju, ástúð,
sem er öllu heilbrigðu lífi og menningu nauðsyn.
Þess vegna má kristin kona í nútímaþjóðfélagi ekki láta haggast frá því,
sem felst í þvi að vera kona með þáttum, sem tækniþjóðfélag metur lítils og
ýtir því undir þá hugsjón að vera eins og karlmaðurinn og fara i öllu út á
vígvöll karlmannsins. Framhald i næsta blaði.
Út koma 12 tölublöð á ári, 1—2 tbl.
í senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson.
Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B, Reykja-
vík. Pósthólf 651. Símar 17536 og
13437. Árgjald kr. 350,00. Gjalddagi
1. maí. Prentað í Prentsm. Leiftri hf.
Bl
irtá
ijarlóijiii
Bandaríkjamenn eru bjartsýnis-
menn. Þar er hinn kunni kirkju-
höfundur, Kenneth Scott Latour-
ette engin undantekning. Hann
heldur því fram, að kristindómur-
inn hafi meiri óhrif nú en nokkru
sinni óður, enda þótt kristnir menn
séu í minnihluta í heimirium, mið-
að við höfðatölu.
Blað eitt hefur það eftir Latour-
ette, að kristindómurinn hafi jafn-
vel óhrif á þá, sem séu ekki kristn-
ir. Forystumenn á sviði stjómmál-
anna séu undir áhrifum kristin-
dómsins. Kristin siðfrœði sé viður-
kennd í œ ríkara mœli. Samtök
sameinuðu þjóðanna vœru ekki til,
ef ekki vœri það til, sem heitir
kristin samvizka og trú. Hinn aldni
prófessor kvaðst líta björtum aug-
um á framtíð kristindómsins. Hann
studdi skoðun sina með því að
benda á, að kristin trú vœri enn
við lýði í Kína, þótt menningarbylt-
ingin svokallaða hefði stöðvað opin-
bert kristilegt starf þar eystra.
*
Kristniboðinn Xnge Rönnback
starfar á stað einum I Norður-
Eþíópíu. í lítilli svipmynd lýsir hún,
hvemig skólaœska, sem tilheyrir
Múhameðstrú, verður snortin af
fagnaðarerindinu, þegar hún kemst
í kynni við orð Guðs.
Umhugsunarefnið á Biblíulestrin-
um hafði verið Fil. 1, 21 og nœstu
vers. Nokkrir múhameðskir piltar
gengu fram og spurðu, hvort þeir
yrðu að láta skírast til þess aö
verða hólpnir og komast til him-
ins. Þeir höfðu þungar áhyggjur.
Eg benti þeim á Matt. 28,18—20 og
Post. 2,38 og bað þá að íhuga þessi
orð.
Einn þeirra sagði frá því, er hann
hefði sagt föður sínum, að hann
vildi fylgja Kristi. Faðir hans reidd-
ist ákaflega og lagði blátt bann
við því, að pilturinn gerði alvöru
úr þessu. Nú var pilturinn óróleg-
ur og spurði, hvort hann bryti boð-
orðið um að hlýða foreldrunum, ef
hann léti skírast, þrátt fyrir bann
föður síns. Ég benti honum á Post.
4,19 og Lúk: 17,33.
í hópi þeirra, sem spurðu, var
piltur, sem kom til skólaheimilisins
í Gheleb fyrir sjö árum. Þegar fað-
Framh. á bls. 15.
7