Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1975, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.09.1975, Blaðsíða 12
ínus heitir. í bréfi einu til Flórín- usar getur íreneus þess, hversu vel hann muni eftir Pólýkarpusi, bæði útlit hans og hvernig hann talaði, og svo staðinn, þar sem hann sat. Hann minnist þess glögglega, segir hann, hvernig Pólýkarpus talaði um Jóhannes og aðra, sem sáu og heyrðu Jesúm, og hvað þeir sögðu um verk hans og orð. Þannig tengj- ast saman þrír hlekkir: íreneus — Pólýkarpus — Jóhannes. En hér koma fleiri til skjalanna og styðja erfikenning kirkjunnar um höfundinn. Þeir eru ókunnu mennirnir, sem bæta vitnisburði sínum við vitnisburð höfundarins í lokaorðum ritsins, 21,24: „Þessi er lærisveinninn, sem vitnar um þetta og hefir ritað þetta, og vér vitum, aö vitnisburöur hans er sannur“. Það er forn sögn, að þess- ir menn hafi verið úr hópi læri- sveina Jesú. Hverjir aðrir gátu staðfest sannleiksgildi vitnisburðar guðspjallamannsins en slíkir menn, sem höfðu sjálfir verið sjónarvott- ar að lífi Jesú? Yngsta guðspjallið. íreneus fræðir oss meir um guð- spjallið. Hann segir, að Jóhannes hafi ritað guðspjall sitt á eftir hin- um guðspjallamönnunum. Alex- andríu-Klemens — hann dó um 220 — gerir grein fyrir ástæðunni: Jó- hannes gerði sér ljóst, að eldri guð- spjöllin sögðu frá ytri kringum- stæðum í lífi Jesú, en hann hafi samið „andlega guðspjallið", að ósk vina sinna og fyrir innblástur heil- ags anda. Innri og ytri vitnisburð- ur guðspjallsins virðist líka benda í þá átt, að það sé yngst þeirra fjögurra guðspjalla, sem er að finna í Nýja testamentinu, og að postulinn hafi skrifað það aldrað- ur, einhvern tíma á árunum 80 til 100, í Efesus. Jóhannes miðar því við, að sam- stofna guðspjöllin séu kunn. Hann kallar Betaníu „þorp þeirra Maríu og Mörtu“ í 11,1, og hefur þá ef- laust í huga Lúk. 10,38—42. Á sama hátt vísar hann óbeint til Matt. 26,6-13 eða Mark. 14,3-9, þegar hann segir í 11,2: „En María var sú, sem smurði Drottin smyrsl- um . . . og það var bróðir hennar, Lazarus, sem var sjúkur". Stund- um virðist hann gera ráð fyrir, að menn kunni að misskilja ákveðin atriði í frásögn hinna guðspjalla- mannana, og þá leiðréttir hann hugsanlegan misskilning. í 3,22 tekur hann að segja frá starfi Jó- hannesar skírara og Jesú í Júdeu. Þar bendir hann á, að Jóhannesi hafi ekki enn verið varpað í fang- elsi, 3,24, augljóslega vegna þess, að lesendur samstofna guðspjall- anna hefðu getað gert sér í hugar- lund, að Jóhannes hefði verið kom- inn í fangelsi, þegar Jesús hóf starf sitt. Á hinn bóginn má einnig segja, að þremenningamir, Matteus, Markús og Lúkas, bendi á ýmsa vegu fram til fjórða guðspjallsins, einkum Lúkas. „Hversu oft hef eg viljað saman safna börnum þínum eins og hæna ungum sínum undir vængi sér“, segir Jesús við Jerú- salemsbúa, samkvæmt vitnisburði Matteusar og Lúkasar. Vér skiljum betur orðalagið, „hversu oft“, þeg- ar vér lesum guðspjall Jóhannesar og sjáum þar, hve Jesú lagði oft leið sína til Jerúsalem. Samstofna guðspjöllin lýsa því, þegar Jesús er píndur og deyddur eftir einungis einnar viku dvöl í borginni. En þetta verður allt Ijósara og skiljan- legra, er vér kynnumst fjórða guð- spjallinu. Það sýnir glögglega, hvernig hatrið meðal andstæðinga hans í Jerúsalem óx ár frá ári. Loks sjáum vér í eldri guðspjöll- unum votta fyrir hinu sérstæða formi, sem predikun Jesú birtist í hjá Jóhannesi. Skal bent á hinn beina sjálfsvitnisburð, sem vér les- um t.d. í Matt. ll,25nn og Lúk. 10,21nn. Ljósmyndir og málverk. Fjórða guðspjallið ber merki þess, að sá lærisveinn hefur skrif- að það, sem var næstur hjarta Drottins og skildi hann því bezt. Myndin af Jesú er dregin upp í senn mjög frjálslega og í samræmi við veruleikann. Eldri guðspjöllunum má líkja við Ijósmyndir. Þar birtast nákvæmar myndir af því, sem er fyrir fram- an „myndavélina". Fjórða guð- spjallið minnir meira á mynd mál- arans. í málverki sínu leggur hann áherzlu á það, sem eykur áhorf- andanum skilning á viðfangsefn- inu. Jóhannes hefur dregið fram í ljósið þá dýrð, sem umlykur ásjónu Jesú og kemur að vísu einnig fram í samstofna guðspjöllunum, en óljóst. Hann sýnir það, sem hann sá sjálfur: Dýrðina, sem sonur Guðs átti einnig hér á jörð. Hann var fullur náðar og sannleika. Með þessu vill Jóhannes leiða oss, fet fyrir fet, til sömu trúar á hann og þeir lærisveinarnir höfðu eign- azt, jafnvel efasemdamaðurinn Tómas — til þess að einnig vér, sem höfum þó ekki séð, skulum trúa, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og fyrir trúna höndla lífið í hans nafni, 20,31. Þetta er tak- mark Jóhannesar með riti sínu. Opinberun fyrir heiminum og fyrir lærisveinunum. Sama sjónarmið hefur höfundur í huga, þegar hann velur úr þeim . táknum, sem Jesús gerði, 20,30, og segir þannig frá þeim, að hann gerir í senn ráð fyrir, að eldri guð- spjöllin séu kunn, og fullkomnar framsetningu þeirra. Guðspjallið hefst á inngangi. Þar varpar höfundur Ijósi á persónu Jesú. Hann er hið eilífa orð Guðs, 1,1—18. Þá segir af starfi Jesú. Hann hefst handa eftir vitnisburð Jóhannesar skírara. Þessi vitnis- burður veldur því, að nokkrir læri- sveinar Jóhannesar skírara, ganga tií fylgdar við Jesúm, og ljóst er, að að sjálfur guðspjallamaðurinn er í þeim hópi, l,35nn. Jesús ávinn- ur fyrstu lærisveina sína til trúar með þvi að opinbera þeim sjálfan sig og styrkir þá í trúnni með fyrsta tákni sínu, 1,19—2,11. Eftir þetta hefst fyrri höfuðlcafli ritsins og nær til 12,50. Þar er því lýst, er Jesús opinberar sjálfan sig fyrir heirninum. a) 2,12—4,54: Þættir um opinbert starf Jesú í Jerúsalem og Júdeu, 2,12—3,36; í Samaríu, 4,1—42; í Galíleu, 4,43 —54. b) Jesús heldur áfram að opinbera sjálfan sig sem lífið og Framhald á bls. 15 Stúdentamót - Kassettur 1 tilefni stúdentamótsins í sumar voru gerðar fjórar tegundir af 60 mínútna segulbandskasettum, með biblíulestrum Bo Giertz (sænska), auk söngs. Hver ka- setta lcostar 750 kr. ■— Hafið sam- band við skrifstofu KRISTILEGS STÚDENTAFÉLAGS, Amtmanns- stig 2B, Reykjavík, sími 28710, pósthólf 1003. V._________________________________/ 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.