Heima er bezt - 01.06.1951, Qupperneq 15
I
Nr. 4
Heima er bezt
111
Þá tók Fljótsheiði við. Þar sést
ekki holt eða mýri, heldur er allt
vafið lynggróðri, eins langt og
augað sér.
Við komum að Laugum í
Reykjadal og skoðuðum skólana
þar. Næsti viðkomustaður var
Reykjahlíð við Mývatn. Þar át-
um við Mývatnssilung. En mér
varð nú ekkert gott af honum,
því mér varð svo illt, að ég fór
ekki með fólkinu upp í Náma-
skarð og sá ég mjög eftir því.
Hafði ég étið yfir mig eða var
það eitthvað ekki með felldu,
eins og gamla fólkið sagði? Ekki
var laust við það, að sumt af
samferðafólkinu gerði grín að
mér fyrir það að verða eftir, en
ég fann hvað mér leið, að ég
hafði ekkert gagn eða gaman að
því að fara upp eftir. í Slútnesi
er fagur og fjölbreyttur gróður.
Ekkert mýbit urðum við vör við
utan rykmý, sem lá eins og slæða
yfir jörðinni. Bóndinn í Reykja-
hlíð sagði okkur, að við hefðum
hitt á tímabilið, þegar ekkert mý
væri við Mývatn. Mig minnir, að
það sé hálfsmánaðar eða þriggja
vikna tíma.
Dimmuborgir voru skoðaðar
um kvöldið. Þar eru margar ein-
kennilegar hraunmyndanir. Þar
Allsstaðar hér hefur eldurinn
skráð rúnir sínar á jarðmyndun-
ina, en vestur í Dölum eru það
jökulrúnir.
Um nóttina sváfum við í hlöðu
á Kálfaströnd við Mývatn. Þar
er tvíbýli og sumsstaðar þríbýli
í sveitinni. Daginn eftir fórum
við um Aðaldal. Þar sáum við ein
kennilegan hraunhól. Dyr eru á
honum og rúm þar inni fyrir 4—
6 menn að standa. Örlítið op er
upp úr toppnum.
Á Húsavík var okkur sýnd
kirkjan. Hún er byggð í sama
stíl og Hjarðarholtskirkja í Döl-
um, en lítið eitt stærri.
Það stóð til að við fengjum að
skoða bókasafn Þingeyinga, en
af því varð þó ekki, og sá ég mik-
ið eftir því. Þegar við vorum
stödd á hæðunum fyrir ofan
Húsavík sáum við djarfa fyrir
Grímsey lengst norður í hafi,
eins og svolitlum dökkva í mist-
urmóðu rúmsins.
Þá var lagt upp á Reykjaheiði.
Víðast hvar er þar ólagður vegur
og því seinfarið. Sæluhústóftir
voru vestan til á heiðinni á holt-
rana einum háum. Þangað geng-
um við upp og skimuðum í allar
áttir. Hraungjár liggja hér og
þar um heiðina. Á botni þeirra
lágu viða kindabein, sem farið
höfðu í gjárnar. Máske voru þar
líka mannabein. Mér fannst
heiðin uggvænleg og dularfull.
En kannske það hafi verið af því,
að Sigurður smíðakennari sagði
okkur römmustu draugasögu
þarna við rústirnar.
Og hvernig ætli það hafi verið
í gamla daga, um hávetur, fyrir
gangandi ferðalang að ferðast
yfir Reykjaheiði, með þunga
byrði á bakinu? Getum við rennt
nokkurn grun í það, við sem
þjótum í bílum yfir landið?
Á Lindarbrekku í Axarfirði
dvöldum við lítið eitt. Þar sá ég
grávíðir (laufhey) bundinn í
sátur.
Við fórum fram hjá Ásbyrgi,
því þar var ákveðinn náttstað-
ur. Jökulsá í Axarfirði er ljót-
asta jökulvatn sem ég hef séð.
Þarna valt hún fram eins og
svört leðja, illileg og ægileg í
senn. Hvernig ætli okkur hefði
litist á að fara yfir hana á bát-
skrifli, eins og menn máttu gera
áður fyrr, þegar hún var óbrú-
uð? Um það hafa víst fáir brot-
ið heilann, sem voru í hópnum.
Vinaleg skógarkinn tekur við
fyrir austan ána, en brátt fer
skógurinn minnkandi og beiti-
lyngsmóar taka við. Að síðustu
hverfur allur gróður og grár
sandurinn sést framundan.
Hann skefur í bílförin eins og
mjöll að vetrarlagi. Eftir ör-
stutta stund erum við hjá Detti-
fossi, endastöð ferðarinnar.
Aldrei hef ég séð jafn ömurlegt
og tröllslegt umhverfi. Hvergi
stingandi strá. Grjótholt og
sandar eins langt og augað eyg-
ir ásamt hrikalegum gljúfrum
Jökulsár og bassa gljúfrabúans.
Þar sem aldrei á grjóti gráu
gullin mót sólu hlæja blóm.
Ég varð ekki hrifinn af Detti-
fossi, en ég varð undrandi.
Þó af þínum skalla
þessi hrynji sjár,
finnst mér meir en falla
fáein ungbarnstár.
Svo segir Matthías.
Eftir hálftíma viðdvöl héldum
við af stað til baka. Fyrsta gróð-
urnálin, sem ég sá í bakaleiðinni,
snart mig, eins og ég hefði fund-
ið eitthvað aftur, sem ég hefði
tapað. Eitthvað, sem mér var ó-
endanlega mikils virði. Hvaða
ástæður hafi legið fyrir því, læt
ég þig um, lesari góður.
Þegar við vorum komin vest-
ur á brúnina, þar sem halla fer
ofan að Jökulsá, var sólin að
hníga í hafið. Mér fannst mjög
mikið til þess koma, enda hafði
ég aldrei séð sólina hverfa í haf-
ið fyrr.
Ásbyrgi lætur lítið yfir sér. Það
sést ekki fyrr en komið er alveg
að því, þá opnast skeifan og inn-
sýn í hið mikla náttúruundur.
Þegar við stigum út úr bílnum
innst í botni byrgisins, urðum
við undrandi. Við störðum á
bergið, sem reis marga tugi
metra á hæð fyrir framan okk-
ur og slétt og ójöfnulaust eins og
veggur. Svó stílhreint náttúru-
fyrirbrigði höfðum við aldrei séð
fyrr. Það var þögn, enginn sagði
neitt. Heilög þögn. Allt í einu
hljómaði söngurinn: Ó, fögur er
vor fósturjörð um fríða sumar
daga. Og veggir byrgisins tóku
undir.
Botn eða grunnur byrgisins er
grónar grundir, en innst í byrg-
inu er skógur. Þar tjölduðum við.
Klukkan að ganga fjögur var
farið að sofa; þá var kvöldroð-
inn að víkja fyrir hinum nýja
degi, morgunroðanum, er ljóm-
aði á heiðu norðausturloftinu, í
baksýn skógarins. Þeirri sjón
gleymi ég seint.
Klukkan sex var aftur risið á
fætur og byrgið skoðað í morg-
unsólskininu og myndir teknar.
En svo leið að því, að við urðum
að skilja við þennan fagra stað
og halda áfram suður yfir
Reykjaheiði. Fyrir ofan Laxa-
mýri er fagurt útsýni til Kinn-
arfjalla, sem rísa vestan slétt-
lendis Skjálfanda. Þar einhvers
staðar er bær skáldsins, Sandur.
Um kvöldið fórum við að Grund
í Eyjafirði og lágum þar í hlöðu
yfir nóttina.
Morguninn eftir skoðuðum við
kirkjuna. Skógarhríslurnar
teygðu sig alveg upp að þak-
skeggi og fyrir gluggana, svo
hálfrökkur er inni í kirkjunni.
Einnig skoðuðum við afgirtan
Frh. á bls. 118.