Heima er bezt - 01.06.1951, Síða 22
118
Hehvía er bbzt
Nr. 4
að sigra hjarta hans. Hvernig
gátu allir þessir hnettir orðið
til? Hvernig gat mannleg hugs-
un skýrt það, að þessi jörð og
allir hnettir himingeimsins
hefðu orðið til af engu.
Og faðirinn kenndi syni sín-
um að veiða á spón. Þegar þeirri
kennslustund var lokið, gengu
þeir hægt upp með ánni í átt til
hestanna. Á leiðinni sagði fað-
irinn eftirfarandi sögu:
„Fyrir allmörgum árum var
hér í héraðinu gömul kona, sem
þjáðist mikið og beið dauða síns.
Ég kom oft til hennar og reyndi
að lina þjáningar hennar. ann-
að var ekki hægt að gera. Ég sat
hjá henni síðustu stundirnar og
hélt í hönd hennar. Hún hafði
áhyggjur af því, að enginn gæti
borgað mér læknisverk mín, því
að hún var fátæk kona. Ég full-
vissaði hana um, að ég vildi
enga borgun taka. Og til að sýna
henni vinarþel mitt strauk ég
enni hennar með lófa mínum.
Nokkru áður en hún dó sagði
hún við mig: „Ég ætla að reyna
að borga þér það, sem þú hefur
gert fyrir mig. Ég ætla að biðja
guð minn að leyfa mér að láta
þig vita, þegar þú mátt búast við
dauða þínum. Það gæti verið
gott fyrir þig og aðra.“ Ég þakk-
aði henni, og hún var góð kona.
Árin liðu, og ég hafði ekki
gleymt gömlu konunni. Seint í
sumar dreymdi mig hana. Hún
kom til mín og sagðist vera
komin til þess að efna loforð
sitt. „Það verður í vetur,“ sagði
hún. Ég bað hana um sanninda-
merki. Þá brosti hún til mín og
sagði: „Hvítir fálkar eru sjald -
gæfir á íslandi." •
í haust hefur oft hvítur fálki
fylgt mér á ferðum mínum, og
alveg sérstaklega ef leið mín
hefur legið með Hvítá eða yfir
hana. Grunar mig, að ég eigi
eftir að ljúka æfi minni í faðmi
hennar.“
Og þeir tóku hesta sína og
riðu þögulir niður með ánni.
Lítill klettur stendur við
Hvítá, nær miðja vegu milli
Langholtsvaðs og Svarthöfða.
Hann er nú kallaður Hjásetu-
klettur, en hvort það nafn er
gamalt, skal eigi um sagt. Rétt
fyrir ofan Hjásetuklett var stór
og grösug vallendisgrund, náði
hún upp á móti Hörðuhólum. Nú
hefur Hvítá brotið landið svo
mjög, að þessi stóra vallendis-
grund er horfin að mestu. Þarna
höfðu litlir drengir gætt að frá-
færuám um nokkur sumur og
kletturinn litli verið aðalaðset-
ursstaður þeirra á daginn, þess-
ar fáu vikur, sem fráfærurnar
stóðu yfir. Þarna höfðu dreng-
irnir leikið sér og átt sína ævin-
týraheima, svo sem börnum er
títt. Stundum átti lóa egg í
mosató rétt við götuna. Óðins-
hanar syntu á ánni. Spóinn átti
egg úti í móanum. Einstaka
sinnum sást silungur skjótast í
ánni. Steinbrjótar og gullmura
uxu á klettinum, hin prúða
klettasóley átti þar og heima. í
klettasprungum óx burkni, og
svo voru steinarnir vaxnir
margskonar mosa og skófum.
Kletturinn var dálítið sprung-
inn. í einni sprungunni óx ein-
kennilega lagaður ljósgrænn
mosi. Hann var eins og klukka
í laginu. Þetta sögðu drengirnir
að væri klukkan huldufólksins,
og þeir gættu þess vel að
skemma hana ekki. Huldufólk
bjó náttúrlega í klettinum og
dvergar í stöku steinum. Klett-
urinn var drengjunum skjól í
stormi og regni, og þeim þótti
vænt um hann
Þegar feðgarnir komu að
klettinum, fór faðirinn af baki
og sagði: „Hér skulum við
staldra dálítið við.“ Svo spurði
hann son sinn, hvort honum
þætti vænt um þennan stað.
Jú, honum þótti það. Þá sagði
faðirinn: „Ég ætla að biðja þig
bónar. Þegar ég er dáinn, bið ég
þig að sjá um, að þessi jörð
verði ekki séld. Afi þinn keypti
hana, og ég vil ekki, að hún
gangi úr okkar ætt.“ Með tárin
í augunum lofaði sonurinn
þessu.
Svo héldu þeir heim, áður en
'kvöld kom. Nokkrum mánuðum
síðar drukknaði faðirinn í
Hvítá ásamt hesti sínum. Þeir
voru einir á ferð.
Fáum dögum síðar stóðu tveir
af sonum hans við Hvítá og
horfðu á vökina. Stormur stóð af
suðri og hriðarfjúk. Hvítur fugl
kom fljúgandi með miklum
hraða. Þeir hugðu það hvítan
fálka. Hann hvarf í bylinn."
Athugasemd:
Plast og plastvörur
Herra ritstjóri!
ÉG RAKST á grein í apríl hefti blaðs
yðar „Heima er bezt“, undir nafninu
„Undraefnið plast. Nýr iðnaður á Islandi",
þar sem þar koma fram nokkrar meinleg-
ai villur langar mig að biðja yður fyrir
eftirfarandi athugasemd til birtingar t
blaði yðar.
Það er ekki rétt, að þetta sé nýr iðnað-
ur á íslandi. Vorið 1946 var stofnað hér
fyrirtæki að nafni Plastic h.f., er ég veiti
forstöðu og starfað hefur síðan og aukið
mjög drift sína. Fyrirtæki þetta framleiðir
ýmsar vörur úr plasti og hefur gert það
undanfarin fjögur ár. Áhugi heimilda-
manns yðar, forstjóri hins nýja fyrirtækis
„Plastvörur s.f.“, virðist vera kominn dá-
Jítið fram úr sögu og fræðilegri þekkingu
hans á plasti. Hann talar um þetta sem
um eitt efni sé að ræða, en það er herfi-
legur misskilningur. •— Plastic er samheiti
á miklum fjölda efna sem eru mjög mis-
munandi að útliti og eiginleikum.
Hann segir að 10 ár séu liðin síðan far-
ið var að framleiða efnið og 5 ár síðan
vörur fóru að koma úr þvi á markaðinn.
Þetta er einnig rangt. Celluloid (sem er
eitt plast-efnið) var fyrst uppgötvað af
John Westey í New York árið 1869. (Ann-
ars eru Englendingar og Ameríkumenn
ekki sammála um hver uppgötv hafi cello-
loid, þeir fyrrnefndu telja að það hafi verið
Alexander Parkes). Upp úr þessu var farið
að framleiða hluti úr þessu efni, þó ekki
væri í stórum stíl, en almennt er talið, að
þar með hafi verið lagður hornsteinninn að
plast-iðnaðinum. Árið 1909 uppgötvaði Dr.
Leo H. Raekeland phenol-formaldehyde,.
sem almennt er kallað „Bakelite“, en það
er eitt af þekktustu efnum í plast-iðnað-
inum nú til dags, og vörur úr þessu efni
fóru að koma á markaðinn skömmu þar á
eftir.
Á einum stað í greininni segir hann, að
þeir hyggist framleiða rafmagnsvörur, svo
sem tengla, klær o. fl., en tekur það fram,.
að þeir ætli ekki að framleiða þessar vörur
úr plasti, heldur úr öðru harðara efni, er
nefnist „Bakelite“. En eins og ég héf
nefnt áður, þá er þetta eitt þekktasta
plast-efnið og fæ ég ,ekki skilið hvers það
á að gjalda hjá forstjóranum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Jón Þórðarson.