Heima er bezt - 01.11.1952, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.11.1952, Blaðsíða 21
Nr. 11 Heima er bezt 341 \ mönnum. í veizlunum sátu menn til borðs í bogagöngunurn um- hverfis hinn ferhyrnda húsa- garð, þar sem höggmyndin af Davíð eftir Donatello stóð. í þessu umhverfi átti drengurinn Michel Angelo heima í þrjú ár, eða þar til dauði Lorenzo (1494) gerði enda á þessum þætti í ævi hins mikla lista- manns á æskuárum. Aðrar voldugar og áhrifaríkar fjölskyldur lifðu á svipaðan hátt. Lifandi dæmi um sam- keppnina milli þeirra er frá- sögnin af Palazzo Pitti, en það er hin stærsta kaupmannshöll í Flórenz. Hún er byggð af meist- aranum Brunelleschi, sem einn- Ig byggði hvolfþak dómkirkj- unnar. Eigandinn heimtaði, að gluggarnir á höllinni væru af sömu stærð og dyrnar hjá Me- dici-fjölskyldunni, en það voru keppinautar /Rans. Þessi stór- kostlega bygging stendur enn og hér er meðal annars eitt frægasta málverkasafn í heimi, en stolt hins fyrsta eiganda hennar hafði fall hans í för með sér, því að hann varð gjaldþrota. Þegar Pitti fór á höfuðið keypti Cosimo hertogi höllina árið 1549. En fleiri byggðu en peninga- furstarnir. Almennir borgarar í bænum voru fullir af áhuga á fögrum listum. Þeir sameinuðu félög sín og stóðu fyrir skraut- legum byggingum, sem enn þann dag í dag vitna um gullöld Flór- enzborgar. Vefarafélagið byggði til dæmis dómkirkjuna. Smáat- vik frá vorum dögum sýnir, að ennþá lifir áhuginn á fögrum listum hjá íbúunum. Enskur list- fræðingur stóð við fótstall krossfaralíkneskju Donatellos, er hann heyrði sagt að baki sér: „Donatello er okkar frægi mynd- höggvari!“ Sá er sagði þetta, var verkamaður, sem sat í skugga styttunnar og var að fá sér bita. Hann fór að tala við Englendinginn um hina miklu listamenn endurfæðingartíma- bilsins. í bók einni frá lokum 14. aldar er sagt frá samkvæmi hjá kaup- mannsfjölskyldu einni. Þar komu saman kaupmenn og bók- menntamenn, prestar, embætt- ismenn og listamenn, menn og konur, sem allir höfðu áhuga á listum og vísindum. Ríkmann- legt veizluborð stóð í miðjum salnum, „en menn koma ekki saman til þess eins að eta og drekka éins og skynlausar skepnur, heldur til að njóta fegurðar og lærdóms við sam- ræður um háfleyg efni listar og heimspeki", segir í bókinni, og gæti það átt víðar við en á Ítalíu fyrir mörgum öldum. Þvínæst segir frá samtölunum, sagna- þulum og viðræðum um flókin efni, þar sem frægustu rithöf- undar lögðu orð í belg. Enginn gat farið úr slíkum samkvæm- um án þess að auðga anda sinn, ef hann var ekki því meira flón. Sláandi dæmi um fjölhæfni manna á endurfæðingartíma- bilinu eru Dante og Michel An- gelo. Dante var eigi einungis stærsta skáld Ítalíu, hann var einnig mikilsmetinn guðfræð- ingur og heimspekingur. Auk þess var hann mikill tónlistar- dýrkandi og ágætur teiknari. Og Michel Angelo komst upp í hæð- ir sem myndhöggvari, arkitekt, málari, teiknari og skáld. En jafnvel þótt eðlisgáfan sé mönnum veitt í ríkum mæli, nær enginn svo langt, nema með iðjusemi og nærri yfirmann- legri einbeitingu viljans. Þetta gerðu þeir, og því verka verk þeirra á menn með svo miklum krafti. Það er eins og þau fái vald yfir þeim, sem standa frammi fyrir þeim. Gagnvart slíkum stórmennum andans beygja menn kné sín í'auðmýkt og hrifningu. En þessir fjölhæfu menn áttu sína yfirmenn á sumum sviðum hvað fjölhæfni snertir. Leon Battista Alberti var einn þeirra. Hann var uppi 1404—1472. Heyrði hann endurreisnartím- anum til að öllu leyti. Foreldrar hans voru landflótta er hann fæddist, og hann var orðinn 30 ára, er hann fékk leyfi til að koma heim til ættborgar sinnar, Flórenz. Hann er hrifinn af stórverkum samtímamanna sinna, sem sannfæra hann um, að hann lifi á gullöld listanna. Vegna uppruna síns gat hann umgengizt furstana sem jafn- ingja, en hann valdi að vera með listamönnum, og var brátt eins og heima hjá sér í hópi þeirra andans manna, sem komu í höll Medici-ættarinanr. Alberti hafði fengið gott upp- eldi og vildi snemma vera fremstur í öllu. Hann var hinn mesti íþróttamaður og vann mörg met, en eins og hann hafði þjálfað líkama sinn til hlýðni undir viljann, svo þjálfaði hann og anda sinn. Þegar hann kom til Flórenz var hann lærður mað- ur og mikill listamaður. Hann var svo vel heima í tónlist, að lærðir tónlistarmenn dáðust að tónsmíðum hans. Áuk þess orti hann, málaði og bjó til myndir úr leir. Hann málaði andlits- myndir eftir minni. Meðan hann var erlendis hafði hann numið lögfræði, eðlisfræði og stærðfræði. Ennfremur kunni hann margvíslegt handverk. f listasögunni er Albertis eink- um getið sem byggingameistara, enda hafa verk hans á þessu sviði rutt brautina fyrir list end- urfæðingartímabilsins um allan heiminn. Hann er sannur full- trúi snillinganna; byggingar og listir voru þeirra mestu áhuga- mál. Alberti var uppfundningamað- ur. Gat hann sér mikla frægð fyr- ir vél eina, sem sýndi hreyfingar tunglsins. Hann innleiddi fer- hyrningsmálið í teiknun, og „storknefið“, einskonar vél til að endurprenta teikningar í minna formi en upprunalega, er árang- ur af uppfundningatilraununum hans. Rithöfundur var Alberti einn- ig. Hann skrifaði mörg rit á lat- ínu um listir, og auk þess samdi hann skáldrit bæði á latínu og ítölsku. Voru það ýmist skop- leikir eða smásögur. Hann var svo vinsæll, að fyndnum setn- ingum úr ritum hans var safnað saman og þær gefnar út í sér- stakri bók. Alberti var miklum mann- kostum gæddur og tilfinninga- maður mikill, sem ekki mátti aumt sjá. Fegurð náttúrunnar kom honum til að gráta eða fyll- ast sannri gleði, eftir því sem á stóð. Hann las í huga manna, eins og aðrir lesa opna bók, og ó-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.