Heima er bezt - 01.11.1952, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.11.1952, Blaðsíða 29
Nr. 11 Heima er bezt 349 Herragarðsdraugurinn Herragarðurinn Skovsbo á Hjóni í Danmörku er þekktur um allt landið vegna þeirra dular- íullu atburða, sem hafa átt sér stað þar um alda skeið. Saga herraseturs þessa nær aftur á 12. og 13. öld og ef til vill ennþá lengra. Margar frægar ættir hafa átt þar heima, eins og Lykkeséttin, sem margir kann- ast við af leikriti Henriks Ibsens, „Fru Inger til Östraat“. Á fáum stöðum hefur drauga- gangurinn verið eins áberandi og á Skovsbo. Enn eru á lífi menn, sem hafa orðið varir við hin undarlegustu fyrirbæri. Ó- ljósar sagnir og raunveruleiki blandast oft hvað öðru, þegar um slíkar frásagnir er að ræða, en draugasögurnar um jómfrú Önnu, eða „hvítu konuna“ á Skovsbo, er öðru máli að gegna. Þær gerast á okkar dögum. Hún svífur í öllum sínum yndisleika yfir bónuð gólfin í skrautlegu hallarsölunum, eða hennar verð- ur vart á stígunum í hinum víð- kunna blómagarði hallarinnar. Og hún birtist ekki eingöngu í myrkri, heldur líka um hábjart- an daginn. Frú T., sem var gest- ur á herragarðinum fyrir nokkr- um árum, fékk sér göngutúr eftir hádegisverðinn undir hinum gömlu beykitrjám í garðinum. Þá veit hún ekki fyrri til, en að hvítklædd kona kemur brosandi á móti henni. Frú T. verður for- viða, því að það er eitthvað ó- venjulegt við þessa konu. Bún- ingur hennar heyrir öðrum tíma til, og gangur hennar er óvenju- lega svífandi og léttur. Þá er frú T. hafði jafnað sig, flýtir hún sér nær svipnum, en hvítklædda konan hverfur eins og þokuský stúlkan giftu sig og bjuggu lengi saman í sátt og samlyndi. En ágjarni karlinn og geð- vonda kerlingin hans urðu æ snauðari með hverjum degi sem leið, eins og maklegt er þeim, sem aldrei vilja gera neinum gott, og lauk svo, að þau urðu að taka sér starf í hönd, ganga bæ frá bæ og biðjast beininga. inn á milli beykitrjánna. Þegar frú T. sagði frá þessu atviki seinna um daginn, sagði hús- bóndinn kæruleysislega: „Þú hefur sjálfsagt orðið vör við jómfrú Önnu, en þú skalt ekki láta það á þig fá, því að það er fyrirboði einhverrar ham- ingju“. Margir kannast við hinar mörgu sagnir um draugavagninn á Skovsbo. Allt í einu kemur vagn akandi inn á hlaðið að kvöldinu. Bjarminn frá vagnljós- unum og skröltið í hjólunum heyrist um allt, og hlaðið verður upplýst. En þegar vinnumaður- inn kemur hlaupandi til að taka á móti gestunum er vagninn horfinn. Norsk saga, sem likist þessari, á að hafa gerzt á herragarðinum Kjölberg í Onsöy. Þar á „hvít kona“ einnig að' ganga ljósum logum og draugavagninn er þar einnig sýnilegur á kvöldin. Þessi hvítklædda kona á að vera ráðs- kona, sem framdi sjálfsmorð af ástasorg. Og draugavagninn er fyrirboði sorgar og óhamingju. Stundum hafa menn séð vagn með tveim svörtum hestum fyrir koma á fleygiferð heim að herra- garðinum. Hann nemur staðar um stund við aðaldyrnar, en þegar einhver kemur, heldur hann áfram og hverfur í tjörn eina skammt frá húsinu. Oft heyrist einkennilegur há- vaði í hinum gömlu sölum á Skovsbo. Það heyrist um allt húsið og stundum eru ólætin svo mikil, að enginn vogar að fara að sofa. Annars heyrast oftast andvörp og fótatak í sölunum. Hið svonefnda „bláa gestaher- bergi“ er alræmt. Þá er nokkrir liðsforingjar settust þarna að í stríðinu 1864 kom það fyrir, að þeir báðust undan því að þurfa að vera í þessu herbergi. En þekktust þeirra sagna, sem tengdar eru „bláa herberginu", eru ef til vill sögurnar um brotnu rúðuna. Hvernig sem farið er að, og hversu sterklega sem um er búið, þá brotnar þessi rúða allt- af. Og enginn getur fundið eðli- lega skýringu á fyrirbærinu. Eft- ir að herragarðurinn hafði verið endurbyggður að nokkru árið 1881, og nýir gluggar voru settir í húsið, var rúðan alltaf að brotna. í þessu sambandi má nefna að svipað hefur átt sér stað á öðrum herragarði í Dan- mörku, Skjörring á Falstri. Þar var ein rúðan alltaf að brotna á dularfullan hátt. Þessi staður er mjög nátengdur sögu Ingemann- ættarinnar, en Ingemann er eitt- hvert frægasta sálmaskáld Dana. Það er ekki lengra síðan en árið 1943, að eigandi herragarðsins, frú Ida Dinesen, sagði frá því í blaðaviðtaþ, að rúðan væri alltaf að brotna, án þess að hægt væri að finna nokkra orsök til þess. í kjallaranum á Skovsbo er blóðblettur, sem aldrei hefur tekizt að þurrka út. Öðru hverju hefur verið kalkað yfir hann, en hann kemur alltaf í ljós gegnum kalklagið. Um þennan blett og brotnu rúðuna hefur ímyndun- arafl fólksins myndað eftirfar- andi skýringu: Sagt er að Erik Lykke (1651— 1701) hefði selt sig fjandanum. Þá er sá dagur rann upp, er Kölski ætlaði að sækja feng sinn, læsti Erik Lykke að sér í bláa herberginu og bannaði þjónin- um að ónáða sig. En þjónninn gat ekki stillt sig um að gægjast gegn um skráargatið og sá þá hvar fjandinn kom inn um gluggann. Sá vondi fór að greiða hár Eriks með glóandi járn- kambi, svo að hann varð allur blóðugur. En Kölski uppgötvaði þjóninn við skráargatið og sló augað úr höfði hans. Um leið notaði Erik tækifærið og tókst að flýja út um dyrnar, sem Kölski hafði opnað. Flýði hann gegnum herbergi hallarinnar með fjandann á hælum sér. — Kölski náði honum í kjallaran- um. Þar lamdi fjandinn honum utan í múrvegginn þangað til sálin ein varð eftir í honum. Með sáiina flaug svo Kölski sömu leið gegnum húsið og út um gluggann, þar sem hann hafði komið inn. Síðan daginn þann hefur rúðan aldrei verið heil, og hún brotnar ætíð á sama hátt, hve oft sem hún er endurnýjuð.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.