Heima er bezt - 01.11.1952, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.11.1952, Blaðsíða 32
En hvar er nú Mikki? Einhver hefur lokað hann inni. Ég blístra hvellt. í sama bili heyri ég brothljóð í gleri. Mikki hefur sloppið úr prísundinni. Fangaverðir okkar eru reiðir yfir því, að Mikki skyldi komast út, og lénsmaðurinn skammar mig fyrir að hafa blístrað á hann. Hann slær Mikka með keyrinu, en það hefði hann ekki átt að gera. Mikki tekur að gjamma hástöfum. Hesturinn faelist og prjónar. Mikki verður æ æstari og reynir að bíta hestinn í fætuma. Hesturinn tryllist og aðir hamslaus áfram. Lénsmaðurinn reyn- ir árangurslaust að sefa hann. Vegninn hendist áfram. Fangaverðirnir eiga fulh í fangi með að halda sér. Línus notar ta kifærið og stekkur niður. Ég hika ckki við að fylgja honum. \ ið hlaupum sem fætur toga frá veginum. Við heyrum, að lénsmaðurinn hrópar ógn- andi á cftir okkur. En brátt deyr rödd hans út. Við göngum alla nóttina án þess að hvíla okkur. I dögun komum við að stóru iijóti og samtímis uppgötvum við, að við erum eltir. A fljótsbakkanum finnum við gamlan timburfleka. Við stökkvum út á hann og rennum frá landi um leið og þeir, sem clta okkur, koma niður á bakkann. Ferðalag okkar á flekanum er æði ævin- týralcgt. Straumurinn hrífur okkur umsvifa- laust með sér, og finnst mér, að flekanum muni þá og þegar hvolfa.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.