Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.04.1997, Blaðsíða 13
verið neinn bissnesmaður, en ég hef gaman af söng og það er málið. Þegar ég er beðinn að syngja þá geri ég það vegna þess að ég hef gaman af því. Það væri hræsni ef ég segði að ég nyti þess ekki. Við bræðumir hittumst öðm hvom og það er ekkert vandamál að fara á milli. Við ætlum okkur að reyna að halda áfram og svo auðvitað það sem er framundan með Heimi. Það hefur verið rætt um Grænlandsferð. Við höfum hugsað okkur að fara þangað og vera svona fimm til sjö daga. Þetta er ekki alveg afráðið, en það væri spennandi að komast þangað. Það er alltaf gaman að komast þangað sem er frábmgðið því sem er hér heima. Við höfum nú sungið í fjórum heimsálfúm og það er spennandi að horfa til þeirrar fimmtu. En maður verður þá að fara að herða sig, því að eflaust syng- ur maður ekki alveg fram í andlátið. Það eru nú ekki nema átta ár þangað til að ég get gengið í félag eldri borgara. Það finnst mér vera áhugaverður félagsskapur. Við höfúm ofit sungið fyrir eldra fólk og það em þakklátir og góðir áheyrendur. Annars vil ég ekki draga fólk í dilka eftir aldri eða öðru. Það er alltaf gaman að syngja, fyrir alla. Bömin mín syngja líka og það gleður mig. Stelpumar voru í kór og strákurinn syngur líka. Við feðgar erum að vísu ekki með nákvæmlega sama tónlistarsmekk, ekki eins og er. Svo em það litlu afastelp- umar, þær syngja líka. Þetta er af því góða. Það hafa allir gott af því að syngja. Að vera glaður... Það skiptir mig afskaplega miklu máli að vakna ávalt glaður til næsta dags. Við verðum að vera jákvæð, á hverj- um einasta degi. Það er ekkert aftur snúið og dagurinn í dag kemur aldrei af'tur. Þó eitthvað bjáti á í veraldlegu vaf- stri, þá eigum við ekki að láta það trufla okkur. Ef við erum óánægð með daginn í dag, þá verðum við það alltaf. Það er í rauninni stutt stund sem við stoppum héma og við eigum að reyna að vera ánægð. Eg hef stundum sagt það að mér þykir vænt um hvern einasta dag sem ég hef lifað. Eg man til dæmis aldrei eftir því að það færi hnjóðsyrði á milli pabba og mömmu. Það er eitt af því sem ég hef búið að alla ævi. Minningin um þeirra góða samband og góða anda sem ríkti á bemskuheimilinu mínu. Það er svo oft talað um unglingavandamál. Ég held að ástæðan sé sú að fólk af minni kynslóð hafi ekki verið nógu góðir uppalendur. Stundum finn ég til sektarkenndar gagnvart mínum börnum. Það var þessi mikla breyting sem átti sér stað, allur þessi hraði, við höfúm unnið mikið og viljað njóta veraldlegu gæðanna.. Ég held að það séu fáir þar undanskildir. Ef eitthvað er framleitt í heiminum, þá höldum við íslendingar að við höfum not fyrir það, við emm svona gerð og við ættum að reyna að hætta þessu kapphlaupi. Fólk á að reyna að njóta lífsins, hvem dag, vera jákvætt og þá verður hver dagur, gleðidagur. Eftir veglegar veitingar kveð ég hjónin Pétur Pétursson og Elísabetu Ögmundsdóttur. Það er von mín eins og svo margra annarra að ég fái að njóta söngs Péturs og þeirra Álftagerðisbræðra sem allra oftast og allra lengst. Það er við hæfi að enda þessa grein á fallegu ljóði sem Reynir Hjartarson samdi fyrir þá bræður og þeir syngja svo fal- lega. Alftagerðisbrœður og Stefán undirleikari. í Álftagerði Úr brekkunni heima blasir mér við bláskyggður fjallanna hringur, ljósbrot í Vötnunum lýsir upp svið og lóan í holtinu syngur. Hér lét ég mig dreyma, og hér á ég heima, hvert sem að liggur mín leið. Hér lékum við bræður um lautir og haga, að leggjum við útbýlin smá. Hér ómaði söngur um æskunnar daga, algleymi tónanna fundum við þá. Hér áttum við sporin, hér lifðum við vorin, hér foreldra fengum við ást. Heima er bezt 133

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.