Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.1997, Blaðsíða 14
Benedikt Sigurjónsson frá Árbæ: ^ V/ ú þeí þegar þeir tímar eru runnir upp að gamlar hey- skaparaðferðir eru að mestu eða öllu, niðurlagðar, verður mér stundum hugsað til þess að það sé tjón þegar enginn kann lengur skil á þeim. Þess vegna skrifa ég niður eftirfarandi, ef einhver hefði gaman af að glugga í það. I mínum uppvexti var heyfengur að stórum hluta tekinn á engjum, því að túnin voru svo lítil að þau gáfu ekki af sér nema lítinn hluta þess fóðurs, sem þurfti handa skepnunum, þó fáar væru oft og einatt. Sumar jarðir í minni sveit, sem er Mýrahreppur í Austur-Skaftafells- sýslu, áttu svo kallaðar flæðiengjar. Þær voru kallaðar svæður og í þeim óx gulstör sem var frekar stórgerð. Mikill jökulleir var í svæðum þess- um og grasið því allt mengað leir. Þegar þessar svæður voru slegnar, þá var það ýmist gert þannig að slegið var og rakað í skára, þeim síðan ýtt saman í föng og þau svo sett á sleða, sem hestur dró, og seinna á kerru- grind og þannig ekið á þurrkvöll. Þetta var mjög óhreinleg vinna. Ansi mikið var af leir í heyinu og varð því mikið ryk í hlöðunum þegar það var tekið úr stáli á veturna, nema að í því hefði hitnað í hlöðunni og það ornað, sem kallað var, þá bar ekki svo mikið á leirryki í heyinu. Svo var önnur aðferð við þennan svæðaheyskap, en það var að slá undir rek. Ætla ég nú að fara um það nokkrum orðum. Auðvitað var fyrst, þegar ég man eftir, allt slegið með orfi og ljá. Seinna komu hestasláttuvélarnar, sem flýttu nú mikið fyrir. Þegar slegið var undir rek, varð að sæta stórstraumi, því þá flæddi mest og fjaraði best. Þá var byrjað að slá að morgni, strax og nógu mikið var fallið út og haldið áfram, með náttúr- lega kaffi- og matarhléum, þar til svo mikið var fallið að, að ekki var hægt að slá lengur. Allir voru látnir slá, bæði konur og karlar, því að nú þurfti ekkert að raka. Annars var það verk kvenna og unglinga að raka. Á þessum flæðiengjabæjum voru til orf og ljáir handa öllum. Það var mjög gott að slá þessar svæður, bæði var það að þær voru al- veg sléttar og svo beit nokkuð vel á störina. Það var því oft æði drjúgur teigur, sem sleginn var á einni fjöru. Þegar það mikið hafði fallið að að ekki var hægt að slá lengur, var ekki annað að gera en láta líða úr sér þreytuna og bíða meira flóðs. Reyndar var tíminn þá líka notaður til að huga að heynetum, sem notuð voru til að ná heyinu að landi. Þessi heynet voru búin til úr þorskanetsslöngu, en voru miklu grynnri. Ég gæti trúað að dýpt þeirra hafi verið um 75 sentimetrar, en lengdina man ég ekki nógu vel, þau gætu hafa vefið um 30 metra löng. Netin voru felld til helminga. Tein- arnir voru úr sveru snæri en hvorki voru flot né blý á þeim. í endanum var nokkuð langur spotti, sem var framhald af teinunum. Best þótti að eiga við flóðhey þeg- ar álandsvindur var, því þá rak heyið sjálft að miklu leyti, að landi og var því þá mokað með göffum upp í lá undir hrauka, sem síðan voru fluttir á þurrkvöll. En væri ekki álandsvind- ur, þá komu heynetin til sögunnar. Þau voru notuð þannig að tveir menn fóru með þau á milli sín, upphönk- uð, og óðu út fyrir heyið, greiddu þar út netið og komu því þannig fyrir að heyið fór inn í þau. Miklu varðaði að netin færu vel og gekk oft þriðji maðurinn á eftir netinu og tók þá í efri teininn, ef hann ætlaði of neðar- lega eða undir heyið og lagfærði það. Ef stórir heyflekkir voru á floti, þurfti að tengja saman fleiri net. Gat þá orðið nokkuð þungur dráttur að koma þeim að landi. Þegar að landi kom var heyinu mokað upp í hrauka, eins og áður sagði. Það var mikið sull við þessa hey- skaparaðferð. En yngra fólkið hafði nú ekki á móti því (og kannski ekki þeir eldri heldur), vegna þess hvað þetta var gaman. Stundum kom fyrir að menn duttu og blotnuðu þá upp fýrir haus, en þeir létu það ekki á sig fá. Og ekki er mér grunlaust um að sumir þeir, sem yngri voru, hafi nú bara dott- ið vegna þess hvað þetta var gaman. Þessi stör var mikið hreinni og leir- minni heldur en sú, sem ekið var upp beint úr svæðunum, sem eðlilegt var. Svo læt ég fylgja hér með tvær stök- ur, sem urðu til við þessa upprifjun: Gaman var og gott að slá, gular svœður engja. Sveifla orfi og safna Ijá, svo að brýna og dengja. Raka í flekk og rifja hey, reipi leggja og binda. Til klakks að setja kunni ei en klóruhaus að tinda. 134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.