Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1997, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.04.1997, Blaðsíða 38
hverfa sitt í hvora áttina. Glóey Mjöll heldur heim á leið döpur í huga. Það ætlar að verða á brattann að sækja hjá henni, með að geta veitt skjólstæðingi sínum þá hjálp, sem að gagni má koma. Hún hefúr haft Bergrósu eina sér í auka tímum og lagt sig alla fram, en ekki fundið teljandi árangur. En dagana þijá í röð, sem telpan skilaði heimaverkefnum sínum fúllunnum, virtist hún hafa meira sjálfsöryggi en endranær og námið í skólanum varð auðveldara. Hún álítur því vera nauð- synlegt að heimaverkefnin séu ekki vanrækt. En hverju fær hún áorkað, sem alltaf grípur í tómt, ætli hún að ræða málið við réttan aðila, móður Bergrósar, hugsar Glóey Mjöll sár og hrygg- Kennslutíminn styttist óðfluga og innan fárra mánuða hverfur hún héðan og hverju hefúr þá viðleitni hennar til að beijast fyrir góðan málstað, skilað í raun? Sennilega engu. Áður óþekktu vonleysi skýtur upp í huga hennar. Hún er yfirmáta léleg baráttukona, finnst henni. En mitt í skugga þessa dapurleika kviknar skyndilega örlítil ljósglæta. Hvað er að gerast í lífi Bóasar, föður Bergrósar litlu? Hann er, að eigin sögn, nýlega byijaður að kynna sér bók bókanna og vildi meira að segja gjaman þiggja ffæðslu í þeim efnum, stæði hún til boða. Fengi það ffamgang, gæti þá ekki slíkt gjörbreytt öllu í lífi þessarar gæfúsnauðu fjölskyldu og þar með bjargað Bergrósu litlu? Getur hún ekki orðið þama að einhveiju liði? Hún minnist þess nú hve henni líkaði vel að hlýða á boðskap unga sóknar- prestsins þeirra Súlnavogsbúa, síðast liðið gamárskvöld, og hvemig hann vakti á sér traust til stórra hluta í huga hennar, en þama gæti beðið hans mik- ilvægt verkefni. Allt vonleysi víkur fyrir nýjum eldmóði, sem tekur hug hennar allan. Hún ákveður að bregða sér ffam að Armótum og ganga á fúnd séra Grímkels. Hún ætlar, af þessu gefna tilefúi, að fara þess á leit við hann að hann komi á fót biblíufræðslu í kirkju Súlnavogs, eins fljótt og auðið verður og stíli tímann upp á ffídaga sjómanna, þá ættu allir þorpsbúar að. geta notið fræðslunnar. Hún sér engin ljón í vegi fyrir þess- ari þörfú nýjung í safnaðarstarfinu og ætlar ekki að slá för sinni á frest... * * * Alhvít jörð baðast skæru tunglsljósi. Fagurt vetrarkvöld ríkir við ysta haf. Glóey Mjöll gengur sem leið liggur upp úr þorpinu og tekur stefnuna á prestssetrið. Hún er létt í spori, hjarnið glitrar í tunglsskininu, blátt eins og fjalagólf undir fótum hennar, tært fjallaloffið streymir á móti henni, svalt og hressandi og hún nýtur þessarar göngu. Brátt eygir hún ljósin á Ármót- um. Henni finnst leiðin ffá Súlnavogi upp í dalinn hreint ekki löng. Ef til vill ber hugurinn hana hálfa leið á þessari gönguför, hún hefúr enga mælistiku yfir það, en hún vonar fastlega að spor hennar sama veg til baka, að erindis- lokum á prestssetrinu, verði eins létt og þau em nú. Henni sýnist það liggja í hlutarins eðli að presturinn taki þess- ari málaleitan vel. Eftir þeim skilningi, sem hún leggur í köllun hans, ætti slík þjónusta að vera honum dýrmætt gleðiefni og í því tilfelli, sem hér um ræðir, er þörfin brýn, að hennar dómi, eins og hún mun reyna að skýra fýrir honum, hugsar Glóey Mjöll og herðir gönguhraðann síðasta spölinn heim að prestsetrinu. Hún nemur staðar á hlaðinu og lítur í kringum sig. Sú stórfenglega kvöld- fegurð, sem umlykur allt á þessum ffiðsæla stað, tekur hug hennar fang- inn nokkur andartök. Svo kveður hún dyra. Brátt heyrir hún létt fótatak að innan og frú Marella lýkur upp. - Nei! Þú komin, góða mín, segir gamla prestsekkjan undrandi og glöð í senn. - Þú nefndir þetta ekkert við mig þegar við hittumst síðdegis á kennara- stofúnni. - Nei, því ég vissi ekki þá að þessi för yrði farin, svarar Glóey Mjöll og brosir glaðlega. Þær heilsast með hlýju faðmlagi. Frú Marella býður gestinum fagnandi að ganga í bæinn. Á meðan Glóey Mjöll klæðir sig úr yfirhöfninni í and- dyrinu, spyr hún hæversklega: - Er séra Grímkell heima? - Já, hann er heima, svarar frú Mar- ella. - Ætlar þú að hitta prestinn? - Já, ég á erindi við hann og vildi helst ljúka því strax af. - Jæja, góða mín, þá gerir þú það, ég vona að þú þiggir svo hressingu hjá mér á eftir og gisting er þér velkomin. - Þakka þér fyrir Marella, ég þigg hressingu hjá þér að loknu erindi mínu við prestinn, en gistinguna ætla ég að eiga inni þar til síðar. - Eg veit ekki annað en séra Grím- kell sé inni í vistarveru sinni og þú veist hvar hana er að finna, segir frú Marella glöð í bragði. - Já, ég kannast við þetta allt ffá veru minni héma fyrr í vetur, svarar Glóey Mjöll og brosir til ffú Marellu. Svo heldur hún til fúndar við prestinn. Séra Grímkell situr við skrifborð sitt og blaðar í ýmis konar fræðiritum, sem pósturinn færði honum nýverið, en honum ekki gefist tóm til að líta yfir, og hyggst nú gera það í kvöld- kyrrðinni. En kyrrðin er skyndilega rofin. Léttu höggi er drepið á dyr hjá honum. Séra Grímkell leggur þegar ffá sér les- efnið, rís úr sæti og lýkur upp. Fram á ganginum stendur unga kennslukonan, sem var gestur frú Marellu kringum síðast liðin áramót og hann kynntist þá lítið eitt, helst við máltíðir. Stúlkan er sýnilega nýkomin af langri göngu. Rósrauðar kinnar og frísklegt fas hennar bendir til þess. Hún hreint geislar af lífsorku og kven- legum yndisþokka, flýgur gegnum huga hans. Glóey Mjöll réttir prestinum hönd- ina. - Komdu sæll, séra Grímkell, segir hún háttvísum rómi. - Komdu sæl, svarar hann og þrýstir hönd hennar andartak. - Ég kem víst ekki á réttum viðtals- tíma, segir hún afsakandi. - Ég veit reyndar ekki hvenær hann er. Hjá mér er enginn sérstakur við- 158 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.