Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Side 4

Heima er bezt - 01.11.1998, Side 4
Agætu lesendur. Hér áður fyrr var það talið til dyggða að fara vel með þá hluti, sem hægt var að nýta aftur, t.d. umbúðir. Til er saga af ríkum bónda, sem horfði á annan vera að leysa snæri utan af kassa. Þeim síðarnefnda gekk eitthvað brösulega við hnútana og brá þá á það ráð að skera á snærið, sem ég hygg að flestir í hans sporum myndu gera nánast umhugsunarlaust í dag. Ríka bóndanum þótti þarna illa farið með verðmæti og hvort sem það var við þetta tækifæri eða annað, þá var eftir honum haft, þegar einhver innti hann eftir því hvernig hann hefði farið að því að verða ríkur, að „hann hefði nú verið vanur að leysa hnútana.“ En þetta var reyndar á öðr- um tíma og tíðarhætti, ör- birgðin meiri og vöruskortur- inn, svo það voru vissulega búhyggindi að fara vel með og nýta hlutina. En nú er öldin orðin nokk- uð önnur í þessum efnum, svo ekki sé meira sagt. Á,ég þá einkum við þær margvís- legu umbúðir sem við notum utan um alla skapaða hluti, og hvernig svo farið er með þær. Ekki þarf annað en að taka dæmi af einni innkaupa- ferð í matvöruverslun. Þegar heim er komið upphefst venjulega talsverð vinna við að losa margvíslegar um- búðir utan af vörunni og henda í ruslakörfuna, umbúðir sem reyndar oft á tíðum eru lítið annað en auglýsingar og til þess gerðar að vekja frekari athygli á vörunni. Allt eru þetta meira og minna einnota umbúðir og því ljóst að veruleg verðmæti fara til spillis í þessu efni. Því hefði tæplega litist vel á það gífurlega bruðl er við- gengst í þessum efnum í dag, gamla fólkinu, sem engu henti og notaði sömu hlutina ár eftir ár, jafnvel kynslóða á milli, hefði það átt þess kost að líta samtíð okkar aug- um. Ekki tíðkast það reyndar í dag að nýir bílar séu fluttir inn í trékössum, en það var mjög algengt á árum áður. Þá var gjarnan haft við orð, þegar menn fengu sér nýjan bíl, að hann kæmi „beint úr kassanum.“ Og svo sérstakt er það nú, að enn í dag heyrir maður stöku mann viðhafa þessi orð, þegar hann ræðir kaup á nýjum bíl, þó nokkuð langt sé um liðið frá því að þessar umbúðir um bílana voru af lagðar. Venjulega voru þessir kassar voldugir og nokkuð gerð- arlegt timbur í þeim, enda ætlað að vernda dýrmæta gripi í langferð yfir hafið. Ymsir sáu því verðmæti í þessum kössum og þess munu hafa verið dæmi að menn hafi byggt sumarbústaói sína að verulegu leyti úr slíku byggingarefni, svo ekki sé nú talað um minni kofa og önnur timburverkefni. I dag væri ekki ólíklegt að slíku timbri, sem sjálfsagt hefur verið óheflað að mestu leyti, væri hent á sorpeyð- ingarstöð, sem þó reyndar hugsanlega, flytti það til ein- hvers konar endurnýtingar. En segja má kannski, að umbúðanýting við bílainn- flutning sé eitt af fáu sem færst hafi til betri vegar, því að öllum líkindum fer slíkt fram í gámum í dag, sem nýttir eru aftur og aftur, svo sem kunnugt er. En það er klárt mál, að við lifum í miklu umbúðaþjóð- félagi í dag, þar sem margur óþarfinn er viðhafður, a.m.k. ef litið er til viðhorfa fyrri tíma. Svona eru kröfur tímans, og annað þykir ekki við hæfi. Kröfurnar aukast alltaf í samræmi við aukinn hraða og framboð og þannig hleð- ur hvað ofan á annað. Sam- keppnin um viðskiptavinina er orðin gífurleg og þar gild- ir fyrst og fremst að gera sig sýnileg- an, vekja á sér athygli og hafa hlutina nógu litríka. Og í því efhi leika um- búðirnar einmitt afar stórt hlutverk. En allt verður þetta svo til þess að eyðing sorps er alltaf að verða meira og meira vandamál, því ruslið frá neyslunni er orðið svo mikið og rúmfrekt. Ekki eru allar þjóðir með þessi mál sín í jafn þokka- legu horfi og segja má að þau séu hjá íslendingum að mörgu leyti, og á það meira að segja við um ekki van- þróaðra land en t.d. sjálf Bandaríkin. Fyrir ekki svo ýkja löngu var sagt frá því í fréttum, að borgarstjórinn í New York hefði sagt embættismönnum að hætta við hug- myndir um skoðunarferðir undir stjórn leiðsögumanna á sorphauga borgarinnar. Stærstu haugar í heimi, svonefndir „Fresh Kills,“ eru í borginni, en þeir eru alls rúmlega 1200 hektarar að flat- armáli, hvorki meira né minna. Höfðu ráðamenn í sorphirðu mælt með því að fólk fengi að sjá með eigin augum hve mikið bærist af úr- gangi, og myndi þá stuðningur við endurvinnslu aukast. Fannst borgarstjóranum reyndar hugmyndin bæði tillits- laus og heimskuleg. Framhald á bls. 430 tí(> Ma ðiftepattum 400 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.