Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 7
Fjölskylda Guömundar Magnússonar að Vesturhúsum, en Benjamín var sína
fyrstu vetrarvertíð hjá honum, þá ungur á árum.
Til sjós
Veturinn sem ég varð 15 ára, réðst ég suður í Hafnir til
Guðmundar Magnússonar eða bræðranna í Vesturhúsum,
eins og þeir bræður voru oftast nefndir. þarna var gott að
vera hjá miklu sómafólki.
Að þessum vertíðum loknum fór maður að fara á síld á
sumrin. Ég fór á bát sem hét Gloría frá Hólmavík. Síðan
eignaðist Jón Gíslason í Hafnarfirði þennan bát og fékk
hann þá nafnið Fiskaklettur. Þetta var danskur bátur, skip-
stjóri var Palli Frans, eins og hann var alltaf nefndur.
Þarna var ég sex sumur á síld og sex vetrarvertíðir með
honum. Hann fiskaði alltaf í góðu meðallagi. A veturna
vorum við á útilegu, það er að við vorum í viku úti, fisk-
uðum í ís og síðan var farið til Hafnaríjarðar og landað
þar. Vetrarvertíð byrjaði strax upp úr áramótum.
Síðasta vertíðin mín þarna, var nokkuð sérstæð. Breta-
vinnan var í algleymi og því var af sú tíð að vanir og
samhentir menn biðu eftir plássi sínu um áramót. Nú var
skrapaður saman sá lýður sem til náðist. Hér kom það
fyrir að sumir af þeim 70 mönnum, sem munstraðir
(skráðir), höfðu verið á bátinn þetta árið, komu aldrei upp
á dekk allan túrinn, lágu bara í koju og hlupu í land um
leið og þangað var komið.
Við fórum venjulega í 6-7 lagnir í hverri ferð.
Það var margt og misjafnt sem maður sá á stríðsárun-
um. Þar sá ég m.a. mann skotinn til bana. Það var á dans-
leik niður við höfn í Hafnarfirði. Þar urðu erjur milli
Breta og íslendings út af einhverri stúlkukind. Sá breski
dró upp byssu sína og skaut þann íslenska, er lést sam-
stundis.
Það var oft gaman á síldinni á
sumrin. Við sigldum vitt og breytt um
allan sjó milli Langaness í austri og
Hornbjargs í vestri, það var ekkert
gefið eftir. Það var allt straujað eftir
því sem fréttir bárust um afla. Væri
einhver tími á milli túra fór ég bara
heim og reri mínum bát þar til aftur
var snúið að síldinni.
Ég var samtals 8 vertíðir á bátum
Haraldar Böðvarssonar á Akranesi.
Aðallega var ég á hefðbundnum línu-
bátum síns tíma.
Utgerð Haraldar var alltaf til sóma
og hjá honum voru alltaf afbragðs
skipstjórar, svo sem Þórður á Ægi og
Ragnar Friðriks á Agli Skallagríms-
syni.
Ég var samtals 36 vertíðir syðra. Ég
var í Höfnum, Grindavík, Hafnarfirði,
Akranesi, Reykjavík og Keflavíkr—
Nokkuð var ég á togurum en það
var lítið. Ég var á Belgum með Aðal-
steini Pálssyni og á Skallagrími með
Guðmundi, sem alltaf var kallaður Guðmundur á Skalla.
Hann var mikill aflamaður. Svo var ég á Belgum eftir að
hann var keyptur til Skagastrandar, en þangað var ég þá
fluttur.
Skipstjóri þar hét Lúðvík, eldri maður er var áður með
Skutul frá ísafirði.
Fyrsti báturinn
Ég eignaðist snemma eigin bát, ég hef líklega verið 17
ára er ég kaupi fyrsta bátinn. Sá bátur var smíðaður af
Gísla Jóhannssyni á Bíldudal. Þetta var mikill gæðabátur.
Ég gaf honum nafnið Farsæll. hann var í upphafi talinn 2
1/2 tonn, en hann bar meira. Það var byggt yfir skut og
barka, svo var hann með handrið að framan. í honum var
8 hestafla bensínvél er hét Albin og var hún með svo-
nefndri Magnet-kveikju.
Fyrstu tvö árin var ég á honum óbreyttum en þá fékk ég
smið fyrir norðan, mikinn hagleiks mann, Jörund Gestsson
bónda á Hellu við Steingrímsfjörð, til að borðrenna hann
fyrir mig. Sett var breitt borð ofan á efsta borðið og þar á
skvettlisti en engu öðru var breytt í lagi bátsins. Með þess-
ari breytingu hækkaði hann mikið í sjó. Já, já, og eftir það
bar hann mikið meira, hann fór létt með fjögur tonn. Síðan
keypti ég 16 h.a. tveggja strokka Albinvél hjá Gunnari
Friðrikssyni í Vélasölunni, og eftir það gekk hann vel.
Frá Eyjum reri ég nokkur vor, sumur og haust en var á
vertíðum syðra að vetrinum. Ég var aldrei einn á báti en
hafði oftast tvo menn með mér, enda veitti ekki af slíku
þar sem ég reri alltaf með línu.
Heima er bezt 403