Heima er bezt - 01.11.1998, Qupperneq 15
Islenskur
maður í
Sófus Berthelsen:
vinnu-
Danmörku
Ég sendi tímaritinu „Heima er bezt“ endurminningar frá
ferðalagi mínu árið 1937 til Bornholms. Það var nokkuð
ævintýralegt ferðalag, þar sem ég lenti íýmsu, peningalít-
ill og illa talandi á danska tungu. Ymsir, sem lesið hafa
frásögnina og hrifist af henni, hafa haft á því orð að það
vantaði framhald um veru mína á Bornholm, en eyjan
heitir víst á íslensku Borgundarhólmur og mun ég halda
mig við það heiti og leitast við að segja frá ýmsum þáttum
af dvöl minni þar.
Sveitabýlið sem ég dvaldi á,
heitir eða hét, Klintgaard 2.
Reyndar voru býlin sjö að tölu
með þessu sama nafni. Fyrr á tím-
um voru nokkrir svokallaðir herra-
garðar á Borgundarhólmi, sem aðals-
menn áttu, en mér var sagt af hús-
bónda mínum, að ríkið hafi endur
fyrir löngu tekið herragarðana eign-
arnámi og skipt milli bænda. Klin-
tgaard skiptist þá í sjö jarðir, sem
voru númeraðar niður. Sá sem bjó á
Klintgaard 1, var greifi og bar ættar-
nafnið Kofood. Mér fannst ættar-
nöfnin í Danmörku mörg ansi skrýt-
in, til dæmis þetta með Kofood. I ís-
lenskri þýðingu mundi ég kalla hann
Kýrfót. Annað ættarnafn, sem ég sá
á prenti, var Svinehoved, sem mér
fannst mjög fyndið og ég íslenska
sem Svínshaus og fer ég ekki frekar
út í dönsk ættarnöfn. Bæjarnafnið
Klintgaard íslenska ég sem Stein-
gerði, því Klint er steintegund, sem
finnst víða þar um slóðir.
Heimilisfólkið í Steingerði 2, þar
sem ég dvaldi frá því snemma á vori
Fyrri hluti
og langt fram á haust, var mér afar
gott, rétt eins og ég væri einn af Ijöl-
skyldunni. Reyndar kom það fyrir á
stundum, að ég var ávítaður eða yfir
ntér lesið, ef ég gerði einhverja
skyssuna eða vitleysuna, því ég var
ókunnur allri vinnutilhögun, reglum,
umgengnisvenjum eða siðum í
dönsku þjóðlífi. En ávíturnar eða að-
finnslurnar voru aldrei í reiðitón. Ég
var látinn neyta matar míns inni í
borðstofu með heimilisfólkinu, en
það var venja að þjónustufólk borð-
aði í eldhúsi. Fjölskyldan samanstóð
aðeins af þremur persónum, hús-
bóndanum Vilhelm Falk og konu
hans frú Falk, sem ég fékk að vita að
hefði heitið fröken Riis, áður en hún
giftist, og svo móðir frúarinnar, sem
hét frú Fiis. Ekki man ég fornafn
þeirra mæðgna eða fékk aldrei að
vita. En býlið Steingerði var ættaróð-
al þeirra kvenna og því velti ég því
oft fyrir mér hvort Vilhelm hafi frek-
ar gifst jörðinni en fröken Riis, því
þau voru mjög spaugileg á að líta ef
þau stóðu samsíða. Frúin mjög stór
og fyrirferðarmikil, hann lítill og
afar grannur. Þau áttu engin börn.
Bróðir frúarinnar, Hans Riis að
nafni, kom í 3 eða 4 vikur og hjálp-
aði til með sáðninguna í akrana og
fleira, og ungt par, vinafólk frúarinn-
ar, dvaldi í 1 eða 2 vikur og hjálpaði
til með uppskeruna á fóðurrófum.
Strax fyrsta morguninn var ég vak-
inn kl. 6, en eftir það þurfti þess
ekki, því ég kom með vekjaraklukku
að heiman.
Morguninn byrjaði á því að borð-
aður var árbítur, sem var alltaf full
skál af nokkuð þykkum bygggraut
og mjólkurglas með. Og þá á ég við
að mjólkin var ekki höfð út á graut-
inn, heldur var sopið á glasinu öðru
hvoru. Þannig var það hvern einasta
morgun, meðan ég dvaldi þarna.
Mikið ósköp var ég orðinn leiður á
grautnum, þegar frá leið, en ég lét
mig hafa það að spæna honum í mig,
því ég fékk hvorki vott né þurrt fyrr
en í hádeginu, en þá var alltaf mikill
og góður matur. Tók ég þá vel til
matar míns, því ég var venjulega
orðinn býsna svangur um það leyti
dagsins.
Þegar ég hafði borðað grautinn
með heimilisfólkinu, þennan fyrsta
morgunn, fórum við öll fjögur út í
Qós að mjólka, en það var verk sem
ég hafði aldrei gert áður og var ég
lengi að komast upp á lag með það.
Kýrnar voru 18 og mjólkaðar þrisvar
á sólarhring, kl. 6 að morgni, 12, og
Heima er bezt 411