Heima er bezt - 01.11.1998, Qupperneq 17
að hann var að teygja til mín snopp-
una, þá reiddi ég upp hendina eins og
ég ætlaði að berja hann. Reisti hann
þá upp makkann, hristi höfuðið og leit
í aðra átt. Hann var sko ekki að gera
neitt.
Þegar ég hafði mokað undan hross-
unum átti ég að kemba þeim og
bursta, enda gljáðu þau svo að það var
næstum hægt að spegla sig í feldi
þeirra.
Dönsku púlshestarnir eru miklu
stærri og fyrirferðarmeiri en þeir ís-
lensku og ég var lengi vel hræddur
um að þeir mundu stíga ofan á mig
með sínum afar stóru hófum.
Þegar ég svo hafði kembt og
burstað hestana fór ég með einn og
einn þeirra í senn til brynningar í tré-
stokk fyrir utan, sem ég hafði áður
dælt vatni í með stórri handdælu. Þar
með var lokið þeim íbstu störfum sem
ég átti að ljúka hvern dag, meðan ég
dvaldi á bænum.
Á sunnudögum átti ég frí milli
mjalta, en virka daga vann ég eitt og
annað er til féll, eftir að hafa lokið
íostu störfunum. Til dæmis var ég lát-
inn höggva í eldinn fyrstu vikuna. Það
voru tilsagaðir trjákubbar, sem ég var
látinn kljúfa og raða upp í háa hrauka,
líkt og móhraukana áður fyrr, hér
heima. Þessa fyrstu daga var heiðskýr
himinn, logn og sólskin, en svo dró
einn daginn fyrir sólu og gerði svo
miklar og hávaðasamar þrumur að
það var eins og himinninn væri að
hrynja. Ég hafði oft gert gys að fólki
heima, sem var hrætt við þrumur og
eldingar, en þarna stóð mér hreint
ekki á sama og síðan gerði úrhellis
rigningu svo það var eins og hellt
væri úr stórum bala í himinhvolfinu.
Leist mér varla meir en svo á þennann
hávaða og læti. En daginn eftir sagði
Vilhelm það í fréttum að eldingu
hefði slegið niður í stóran kúahóp og
drepið þær flestar.
Síðasta daginn í þessari fyrstu viku
minni, kom frúin með 4 eða 5 hænur
og bað mig að höggva af þeim haus-
inn. Þær áttu að vera í sunnudagsmat-
inn. Ég hafði áður, heima á íslandi,
séð mann höggva hænsni og hann
sleppti þeim um leið og hausinn fauk
af, til að sjá hver gæti flogið lengst
hauslaus. Nú hugðist ég skemmta mér
á sama hátt. Hausinn datt niður af
þeirri fyrstu og ég sleppti hænunni á
sama andartaki. Jú, jú, hún flaug hátt
hauslaus og ansi langt. En um leið
komu þau æðandi úr þremur áttum,
gamla konan úr eldhúsinu, frúin frá
hænsnastíunni og Vilhelm ffá svína-
húsinu. Öll fómuðu þau höndum og
veifuðu, rétt eins og þau ætluðu að
fljúga á eftir hænunni og görguðu eitt-
hvað til mín, sem ég skyldi ekki.
Nema gamla konan rausaði eitthvað
um Eskimóahátt. Vilhelm tók af mér
öxina og hjó sjálfur hænumar sem
eftir voru. Hann hélt þeim föstum
meðan þær brutust um í dauðateygj-
unum um leið og hann talaði til mín á
sinni illskiljanlegu íslensku. Ég man
nú ekki lengur hvað það var en ég
stóð hjá, gjóandi til hans augum og
eflaust skömmustulegur. Síðan fékk
hann mér öxina, svo ég gæti haldið
áfram að höggva í eldinn fram að
mjaltatíma.
Þar með var lokið minni fyrstu viku
á bænum Klintgaard 2 (eða Stein-
gerði).
Þann tíma, sem ég dvaldi á Borg-
unadarhólmi, haföi ég afar lítil af-
skipti af öðru fólki en heimilisfólkinu
á Steingerði 2, þó stutt væri á milli
húsanna á jörðunum. Ég hef áður
sagt ffá húsinu þar sem skuggalegi
maðurinn bjó, en þar sneru bæði
gripahúsin og íbúðarhúsið bakhliðinni
að okkar bæ, svo það sást ekkert hvað
þar fór fram, eða til íbúanna. Hinu
megin við okkur var íbúðar- og gripa-
hús Greifans, en há trjáþyrping á
milli, svo það sást ekkert af hans
fólki, nema stúlka á svipuðu reki og
ég. Hún gekk stundum yfir hlaðið hjá
okkur í erindum á næstu bæi, hélt ég.
Hún var þjónustustúlka á heimili
Greifans. Þegar hún gekk yfir hlaðið
hjá okkur í góðviðri, var hún oft létt-
klædd, með bera handleggi og fót-
leggi og afar útitekin og brún, vel
vaxin og fríð í andliti. Ég gat ekki að
því gert, eða réði ekki við það, þegar
hún gekk hjá, þá stöðvaði ég jafnan
vinnu mína og starði á hana. Þá
brosti hún til mín og ósjálffátt brosti
ég á móti, hvað annað? Ég var ungur
þá, en aldrei fór okkur eitt aukatekið
orð á milli. Hún bara gekk brosandi
gegnum hlaðið hjá okkur og búið mál.
Nei ekki alveg rendar. Eitt sinn er
stúlkan gekk um hlaðið, reif frúin upp
borðstofugluggann og kallaði: „Sof-
us!“ og kinkaði kolli í átt til stúlkunn-
ar. Síðan glotti hún sínu breiðasta, en
hún þurfti ekki að aðvara mig. Ég var
búinn að koma auga á stúlkuna, áður
en frúin kallaði. En ffúin hafði víst
mjög gaman af okkur.
Svo var það seinna um sumarið, að
foreldrar Vilhelms komu í heimsókn
og með þeim dóttir þeirra, sem ég gat
ekki áttað mig á hve gömul væri.
Hún gat hafa verið allt ffá táningsaldri
til tuttugu og fimm ára. Hún var
mjög grönn, næstum jafn grönn ffá
toppi til táar, flatbijósta og mittislaus,
með spóafætur og stór gleraugu. Mér
virtist allt heimilisfólkið vera að ýta
okkur saman, en ég hafði ekki
nokkum áhuga, enda átti ég vinkonu
heima á Islandi, sem ég átti eftir að
glíma við.
Stúlkan hjá Greifanum var nú
reyndar ekki sú eina sem birtist á
hlaðinu hjá okkur. Eitt kvöldið sat ég
upp við hesthúsvegginn að fá mér
reyk áður en ég færi í háttinn. Þá
haltraði til mín mjög gamall maður
og tók mig tali. Ég átti mjög gott með
að skilja hann, því hann talaði ekki
Kaupmannahafnarmál, heldur var
með nokkurs konar sænskan fram-
burð og talaði mjög hægt. Hann var
frá heimili Greifans, hafði unnið þar
stóran hluta ævinnar og var nú kom-
inn á nokkurs konar ellilaun, sem var
reyndar bara fæði og umhirða. Efltir
að við höfðum rætt saman smástund
spurði hann: „Ertu frá Jótlandi?“
„Nei, ég er Islendingur sagði ég.“
Þá hló hann hátt og lengi, mér til
mikillar undrunar. Þegar hann hætt'
að hlæja, spurði ég hann hvað væri
svona hlægilegt. Þá sagði hann „Ég
hélt að það væru bara hestar á ís-
landi,“ og svo hló hann aftur. Málið
var að ég sagðist ekki vera ffá Islandi
Heima er bezt 413