Heima er bezt - 01.11.1998, Qupperneq 18
heldur sagðist égt vera íslendingur.
Fátækir bændur þama um slóðir
keyptu íslenska hesta til að draga
plóga og kerrur, því þeir voru mun
ódýrari heldur en þessir dönsku,
stóru púlshestar. Þetta var árið 1937,
en nú 1998 kosta íslenskir hestar tugi
milljóna. Gamli maðurinn hélt að á
Islandi væru bara hestar, því voru
þeir kallaðir íslendingar í Danmörku
og eftirleiðis passaði ég mig á að
segjast vera frá íslandi, en ekki ís-
lendingur.
Reyndar var ég undrandi yfir hvað
Danir vissu lítið um Island. Eitt sinn
fór ég til rakara í næsta þorpi sem
Löbek heitir. Ég þurfti að láta klippa
mig, því ég var kominn með óþægi-
lega mikinn hárlubba. Ég var þá far-
inn að skilja dönskuna sæmilega og
gat látið skilja mig. Hér heima á ís-
landi var það siður hjá mörgum rök-
urum að tala mikið við vinnuna og
þannig var það líka með þennan rak-
ara í Löbek. Eftir að hann hafði rætt
við mig góða stund og ég svarað hon-
um eftir bestu getu, beindist samtalið
nokkum veginn á þessa leið: ,
„Heyrðu ertu frá Jótlandi?“
„Nei ekki er það nú.“
„Nú, ertu kannski Svíi?“
„Nei, ég er frá íslandi.“
„Islandi, hvar er það í Danmörku?“
Undrandi fór ég að útskýra fyrir hon-
um hvar Island væri og þá var eins og
rynni upp fyrir honum ljós. Æjá, það
er alveg rétt, klettaeyjan, sem við eig-
um þama norður í hafi. Ég var nú
ekki alveg sammála honum hvað
þetta snerti, en þagði þó og rakarinn
hélt áfram sínu blaðri.
„Þú ert nú bara ansi danskur í út-
liti.“
„Nú, það er kannski af því afi minn
var danskur.“
„Það hlaut að vera. En er ekki búið
í snjóhúsum þama norðurfrá?“
„Nei, ekki er það nú, en börn búa
sér til snjóhús á veturna.“
„Er ekki fullt af ísbjörnum þarna?“
„Satt að segja hef ég aldrei séð ís-
bjöm nema á mynd.“
Og að lokum sagði hann og glotti
um leið:
„Það eru nú náttúrulega engir rak-
arar þarna norðurfrá?"
Ég svaraði og hækkaði um mun
róminn um leið:
„Og jú. Ég á nú heima í litlu sjávar-
þorpi og þar eru þrjár rakarastofur og
enginn rakaranna notar svona hand-
klippur eins og þú. Þeirra klippur
ganga fyrir rafmagni og stofurnar
þeirra eru allar huggulegri en þín.“
Þar með mátaði ég hann, því hann
þagði meðan hann lauk við að klippa
mig. Hann tók ekki undir kveðju mín
þegar ég fór.
Þetta var ekki í eina skiptið sem ég
þurfti að leiðrétta eða upplýsa fólk
um mitt kæra ættland.
Ég varð líka einu sinni mjög gram-
ur, reyndar sárreiður undir niðri hús-
bændum mínum, þegar leið á sumar-
ið. Það var einhvern sunnudaginn,
þegar ég hafði lokið mjöltum og ég
kominn í betri fötin, að mér var boðið
inn í stássstofuna. Þar var stór bóka-
skápur. Ég áleit að hjónin væru nokk-
uð menntuð, þegar ég fór að rýna í
bókaskápinn og athuga hvað væri til
af góðum bókum. Kom ég auga á
Heimskringlu Snorra Sturlusonar og
sagði hreykinn, að Heimskringla væri
skrifuð af íslendingi. Þau hjónin
héldu nú aldeilis ekki. Snorri hafði
verið norskur sögðu þau og varð ég
stórhneykslaður og sár og stældi við
þau lengi. Ég hélt því fram að Snorri
hafi verið fæddur og uppalinn á ís-
landi. En ég varð að láta í minni
pokann, og gat ekki sannfært þau um
það rétta. Ég var gráti nær af gremju.
Þau voru að stela Snorra okkar.
I dag er ég ekkert hissa á afstöðu
þeirra. Er ekki öll norska þjóðin að
reyna að stela Leifi okkar heppna, Ei-
ríkssyni.
En nú, þegar ég segi frá þessu at-
viki, dettur mér í hug hvað þjóð-
arstoltið og ættjarðarástin getur verið
sterk, þegar maður er staddur fjarri
sínu föðurlandi.
Það skeði seini hluta sumarsins, að
húsbændur mínir fóru á landbúnaðar-
sýningu og ég fékk að koma með.
Við innganginn var ung og fögur
blómarós, sem seldi aðgöngumiðana
að sýningunni. Hún tældi mig til að
kaupa happdrættismiða með sínu
blíðasta brosi. í verðlaun var hestur,
nokkuð stór vinningur. Miðinn kost-
aði 1 krónu danska. Ég féllst á að
kaupa einn miða og rétti henni eina
krónu. Þegar hún hafði tekið við
krónunni hvarf af andliti hennar fal-
lega og tælandi brosið og hún rétti
mér aftur krónuna með brúnaþungum
og ásakandi svip. Þegar ég aðgætti
krónuna, sá ég að hún var íslensk.
Ég bað hana afsökunar og fékk henni
aðra danska og gat þess um leið
hverrar þjóðar krónan væri, en svipur
hennar breyttist ekkert við það. Hún
virtist reyndar ekkert skilja.
Þegar ég kom inn á sýningarsvæð-
ið, blöstu við augum nokkrir fánar af
ýmsu þjóðemi, sem blöktu í blíðviðr-
inu, þar á meðal íslenski fáninnn. Er
ég leit hann augum hitnaði mér fýrir
brjósti og næstum vöknaði um augu.
Svona leikur ættjarðarástin mann,
þegar föðurlandið er víðsfjarri.
Á sýningunni var margt að skoða,
það nýjasta af landbúnaðartækjum og
tækniframfarir á ýmsum sviðum.
Einnig voru þar básar í löngum röð-
um með sýningu á ýmsum húsdýmm.
Það átti að veita verðlaun þeim grip-
um sem sköruðu fram úr að fergurð
og fullkomleika. Ekki man ég nú
sérstaklega eftir þessum úrvalsskepn-
um. Þó veitti ég athygli röð af stíum
og voru Ijórar hænur og einn hani í
hverri þeirra. Haninn og hænumar
vom öll eins, í hverri stíu fyrir sig, í
alls konar litum og glæsileika. Ég
hafði mjög mikla ánægju af að virða
fyrir mér hænsnin og gekk á röðina,
stíu fyrir stíu, enda hef ég frá bam-
æsku alltaf verið hrifinn af hænsnum
og er búinn að eiga mörg yfir ævina.
Ég átti einu sinni 120 stykki en á
reyndar enga pútu núna, þegar þetta
er skrifað.
Þegar ég hafði skoðað alla tilvon-
andi verðlaunagripi, fór ég að horfa á
kappreiðar. Reyndar vora það ekki
reiðar, heldur var einum hesti beitt
fyrir mjög létta tvihjóla kerru og
hestamir látnir brokka og keppa
ákveðna vegalengd og fara marga
414 Heima er bezt