Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 19
hringi umhverfis völl. Ég
hafði lítinn áhuga íyrir þess-
ari keppni, en var að bíða eft-
ir íslenskum hestum, eins og
letrað var á skemmtidag-
skrána. Ég var með happ-
drættismiðann minn milli
varanna. Svo hófst sú keppn-
in. Fyrst var ég mjög undr-
andi, svo reiður, reyndar svo
reiður að ég náði ekki upp í
nef mér, sem var nú varla
von, því ég var með hnefana
kreppta í vösunum. Ég hafði
mikla þörf fyrir að garga og
öskra hástöfum, en mér tókst
að halda niðri í mér óhljóð-
unum. Að vísu voru hestarn-
ir íslenskir, það var augljóst,
en það mátti sjá að þetta voru
gamlir, útjaskaðir húðatjálk-
ar. Knapamir vom klæddir í
þröngar prjónabuxur og
peysu og pijónahúfur með
toppi, sem slóst sitt á hvað
þegar þeir börðu fótunum í
síðumar á hestunum og svip-
unum, sem þeir notuðu óspart.
Áhorfendur hlógu og klöppuðu saman
lófum og hrópuðu hvatningarorð til
knapanna, en ég urraði af reiði. Það
var verið að gera gys að og niðurlægja
þjóð mína. En svona getur ættjarðar-
ástin verið. Maður meymar af hlýrri
tilfinningu eða líður sálarkvalir af
reiði, sama daginn.
Ég sagði að ég hafi verið með
happdrættismiðann á milli varanna.
Ég fann hann ekki eftir þetta. Ef til
vill hef ég étið hann í bræði minni og
ef það var ekki, þá hafa einhverjir
Danir étið verðlaunahestinn minn
mörgum árum seinna.
Ég hef áður sagt frá því að á sunnu-
dögum átti ég frí milli mjalta. Þann
tíma notaði ég að sjálfsögðu fyrir
sjálfan mig. Það var smátjörn
skammt frá íbúðarhúsinu. Þar gat ég
setið löngum á steini og horft á
froska og salamöndrur athafna sig í
tjörninni. Öll eyjan Borgundarhólm-
ur er í ræktun, hver einasti skiki sem
ræktanlegur er. Þó eru til blettir sem
ekki var hægt að rækta, vegna þess
Nikolaj Sofus Berthelsen málari, Asta
málari í hvitum kjól, Ragnheiður
Berthelsen með derhúfuna.
Drengurinn fyrir aftan er óþekktur.
hversu grýttir þeir voru, en þar voru
tré látin vaxa í friði. Ekki mjög langt
frá býlinu sem ég var á, var einn slík-
ur skógarblettur, sæmilega mikill um-
máls, með háum trjám og fögrum
rjóðrum. Þangað fór ég stundum
þegar ég gat því við komið. Bæði til
að tina hnetur af trjárunnum, sem
mér þótti sérlega góðar og um leið að
veita athygli maurum og þeirra at-
hafnasemi og basli. Eitt sinn er ég
var staddur í skógarrjóðri varð ég var
við nokkra hreyfingu í grasinu, þar
sem ég var staddur. Þegar ég fór að
athuga þetta nánar, sá ég lítið dýr þar
á beit eða í einhverri athafnasemi.
Ég læddist hljóðlega að því, en samt
kom það auga á mig og gerði enga
tilraun til að flýja. Ég komst alveg að
því en þá hnipraði það sig í kúlu,
álíka stóra og handbolta og höfuðið
hvarf inn í kúluna. Þá áttaði ég mig á
að þetta var broddgöltur, sem ég
hafði ekki séð áður nema í
kennslubókum. Ég tók hann
varlega upp, því broddamir
stóðu í allar áttir og ég varð að
varast að taka ekki fast á kúl-
unni, því broddarnir voru sárir.
Af einhverri rælni bar ég
broddgöltinn heim til að sýna
fund minn. Flúsbóndi minn var
einmitt staddur á hlaðinu. Ég
rétti fram hendurnar og sagði:
„Sjáðu hvað ég fann.“
Húsbóndinn tók viðbragð,
þreif lurk upp við húsvegg,
rykkti broddgeltinum úr hönd-
um mínum niður á hlaðið og
lamdi hann aftur og aftur með
lurkinum. Svo föst og átaka-
mikil var athöfnin, að hann
hoppaði upp við hvert högg
með grimmdarsvip, þar til dýr-
ið var dautt. Ég fékk sam-
viskubit og eftirsjá yfir að hafa
ekki látið dýrið í friði í skógin-
um. Þegar það lá þarna dautt,
leit húsbóndinn brosandi til
mín og sagði:
„Þessi kvikindi eru hænsnaþjófar
og morðingjar.“
En ég starði undrandi ýmist á dautt
dýrið eða húsbóndann. Hvað ljúfur
og lítill maður gat sýnt mikla
grimmd, en svona er víst lífið. Eins
dauði er annars líf.
Stundum getur skondið skeð, það
mátti ég reyna þarna á Borgundar-
hólmi. Vilhelnt sagði mér að það
væri starfandi íslenskur læknir á eyj-
unni og læknastofa hans væri ekki
mjög langt í burtu, en mér stóð svo
sem alveg á sama. Ég mundi ekki
þurfa á neinum lækni að halda, ungur
og hraustur maðurinn. En svo gerðist
það að ég fékk ígerð í handlegg,
reyndar stórt og ljótt graftarkýli, mér
til stórrar óþæginda. Vilhelm hélt að
ég yrði að láta skera í það og fylgdi
mér til þessa íslenska læknis. Svo fór
hann heim því hann hélt að ég myndi
rata tilbaka, sem ég líka gerði, þegar
til kom. Svo settist ég inn á biðstof-
una, en þar voru nokkrar sálir íyrir.
Framhald í nœsta blaði.
Heima er bezt 415