Heima er bezt - 01.11.1998, Blaðsíða 20
Guðmunaur Bergmann Jónsson frá Haukagili í Hvítársíðu:
I símavinnu á Holtavörðuheiði
Síminn, þetta undratæki, er án
efa eitt af vinsælustu uppfinn-
ingum heimsins. Það er erfitt
að hugsa sér veröldina í dag án síma.
Síminn kom eins og kunnugt er, fyrst
til íslands árið 1906 með sæstreng
frá Skotlandi, þrátt fyrir mótmæli
margra, sem töldu mikla vá vera fyr-
ir dyrum ef þetta skaðræðistæki yrði
flutt til landsins, sem góðu heilli var
þó gert.
Var það mikið að þakka Hannesi
Hafstein þáverandi ráðherra íslands.
Sæsíminn var tekinn í land á Seyð-
isfirði, þaðan síðan lögð lína um Ak-
ureyri og suður til Reykjavíkur.
Hafði þessi símalína víða viókomu.,
Síðan komu Landsímastöðvarnar
sem önnuðust alla símaþjónustu, af-
greiddu öll símtöl, sendu og tóku á
móti símskeytum.
I Síðumúla í Hvítársíðu var um
langt árabil Landssímastöð. Var hún
lögð niður þegar ný tækni tók við
með sjálfvirka símanum árið 1986 og
var það síðasta handvirka stöðin á ís-
landi.
Nú liðu mörg ár án þess að neitt
gerðist í símamálum í Hvítársíðu.
Árið 1931 var lögð símalína frá
Síðumúla að Gilsbakka. Fengu þá 10
bæir í Hvítársíðu síma og einn bær í
Hálsasveit, Stóri-Ás.
Seinna tengdist einn bær í Reyk-
holtsdal Hvítársíðulínunni. Það var
Hurðarbak.
Þegar hér er komið sögu eru 5 bæir
í Hvítársíðu enn án síma. Það eru
Krókbæirnir svokölluðu, þ.e. 5
innstu bæirnir í Hvítársíðu.
Árið 1940 bárust Hvítsíðingum
þær fréttir frá Landssímanum að
búið væri að leggja í jörð símalínuna
frá Grænumýrartungu í Hrútafirði
yfir Holtavörðuheiði að Forna-
hvammi í Norðurárdal.
Hvítsíðingum var boðið að fá
símastaurana sem þá stóðu enn á
Holtavörðuheiðinni ef þeir vildu rífa
þá upp og flytja fram i Síðu. Var
þessu tilboði tekið. Til þessarar
vinnu voru sex menn valdir, sem síð-
an fóru upp á Holtavörðuheiði um
mánaðamótin ágúst-september 1940.
Þeir sem í þessa vinnu fóru voru:
Ólafur Jóhannesson frá Kalmans-
tungu, Sigurður og Erlingur Jóhann-
essynir frá Hallkelsstöðum, Bergur
Sigurðsson frá Kolsstöðum og Björn
og Guðmundur B. Jónsson frá
Haukagili.
Vinnan við að draga upp síma-
staurana gekk yfirleitt vel. Sumir
staurar reyndust þó dálítið erfiðir,
einkanlega ef þeir voru í grýttri jörð
eða hnyðjustaurar, sem voru sverastir
neðst.
Skömmu eftir að við byrjuðum að
rífa upp símastaurana bættist sjöundi
maðurinn í flokkinn, Finnbogi Ás-
björnsson frá Fornahvammi. Hann
kom með hesta og hjálpaði til við að
draga staurana að veginum. Síðan
komu tveir bifreiðastjórar á vörubíl-
urn og fluttu símastaurana inn í Hvít-
ársíðu, þeir Finnbogi Guðlaugsson úr
Borgarnesi og Kristján Jónsson
seinna bóndi í Stóru-Skógum í Staf-
holtstungum.
Sumarið eftir var símalina lögð á
bæina fimm, sem eftir voru í Hvítár-
síðu. Voru þá allir bæirnir þar komn-
ir í símasamband.
Tíðafar var mjög gott þann tíma
sem við vorum að vinna þarna, logn
og milt veður og oft sólskin.
Við höfðum aðsetur í sæluhúsinu
gamla á Holtavörðuheiðinni. Þar
voru rúmstæði með dýnum og elda-
vél. Gátum við hitað okkur kaffi og
yljað upp á kvöldin. Við höfðum allir
mat meðferðis og það fór vel um
okkur þarna. Alls tókum við upp 150
símastaura á 5 dögum. Fyrir þessa
vinnu fékk hver maður í kaup 45
krónur og bílstjórarnir, Finnbogi 257
kr., Kristján 233 kr. og Andrés Eyj-
ólfsson Síðumúla, 169 kr. fyrir um-
sjón.
Nú eru liðin tæplega 70 ár síðan
síminn kom í Hvítársíðuna. Svo
miklar breytingar hafa orðið á öllum
sviðum í þjóðfélaginu að það er með
ólíkindum. Þá voru allir þjóðvegir
malarvegir og rafmagn á bæjum á
landsbyggðinni næstum því óþekkt.
Flugvélar voru engar, útvarpið ný-
komið. Sími var aðeins á Landssíma-
stöðvum. Núna er farsími í bifreið-
um mjög algengur. Þá eru bréfsímar
og boðtæki víða, m.a. hjá fyrirtækj-
um. Margir ganga með símtæki í
vasanum.
Einhver mesta breytingin í síma-
málum eru ijarskiptasamböndin við
útlönd. Nú er hægt að hringja til
hvaða lands sem er í heiminum og fá
samband svo að segja á svipstundu.
Að lokum ætla ég að nefna eitt
mesta heljarstökkið sem þjóðir heims
hafa tekið á síðustu áratugum, en það
er tölvubyltingin. Tölvur eru nú til á
miklum tjölda heimila og þykja
ómissandi. Öll fyrirtæki eru tölvu-
vædd, vasatölvur eru í hvers manns
eigu. Starfssvið þeirra, stórra og
smárra, virðist endalaust.
416 Heima er bezt