Heima er bezt - 01.11.1998, Qupperneq 24
að hafa borið á ýmsu
kynlegu, sem menn
skildu ekki. I landnorð-
urhorni graftarins, sem
sneri að baðstofunni,
komu graftarmenn niður
á ljósleitt lag af ein-
hveiju, sem ekki var
mold, en líktist einna
helst beinajastri. Var það
meira en alin niðri í
jörðu. Komust graftar-
mennirnir að þeirri nið-
urstöðu að þetta væru
beinaleifar af manni,
svona fornar og fúnar.
Var þessu safnað saman
og grafið niður í hól
einn, þarna rétt hjá.
Næstu nótt verður það
til tíðinda, að Frímann
dreymir að til sín komi
maður, í meðallagi hár,
en þreklega vaxinn og
ábúðarmikill. Talar hann
til Frímanns og segir:
„Ég er sá, sem þið
hreyfðuð við í gær,“ og
þóttist Frímann vita, að þar væri átt
við beinaleifarnar. Því næst segir
komumaður að hann ætli að búa með
þeim í nýja húsinu. Kvaðst hann
einkum mundu hafa bækistöð sína í
landnorðurhomi kjallarans, en gaf þó
jafnframt í skyn að honum yrði
kannski reikað víðar um í húsinu.
Svo kvaddi hann Frímann og fór.
Frímanni leist maður þessi heldur
skuggalegur, þó að hann reyndi að
gera sig blíðmálan. Sagði honum illa
hugur um að eiga bústað með honum
undir sama þaki.
Það varð fljótlega bert, eftir að far-
ið var að búa í nýja húsinu, að
draumur Frímanns hafði ekki verið
tóm markleysa. Tóku nú mjög að
færast þar í aukana alls konar skrá-
veifur, sem fólk hafði lítið orðið vart
við í gamla húsinu. Þessi ófögnuður
lýsti sér á ýmsa vegu. Það var lamið
á glugga, barið að dyrum, skellt
hurðum, gengið um stiga, ganga og
vistarverur. Það var bylt til húsögn-
um, staðið fyrir fólki, svo að það
Horftyfir innanverðan Við-
fjörð, Viðfjarðará og bakhlið
hins reisulega íbúðarhúss.
Gamla húsið er heyhlaða, en
fjósið var í kjallara stóra
hússins.
í Viðfirði hafa mörg undrin skeð og
eru af þeim ýmsar sögur og víst er
um það, að menn kenndu dularöflum
staðarins síðustu skerðingu œttarinn-
ar, þegar þrír brœður fórust við fórða
mann ífiskiróðri, haustið 1936, að
sögn Þórbergs Þórðarsonar í bók
hans um Viðflarðarundrin.
flcmniiw Jtnxktnctt
flFí
!J ,1
-■*
%
Fararstjórinn, Sigurður Krist-
insson, litast um í stofu Við-
flarðarhússins.
komst ekki ferða sinna um
húsið, haldið fyrir því vöku
með aðsóknum um nætur,
lagst ofan á það, dreginn úr því mátt-
ur, hvæst í eyru þess og tekið fyrir
kverkar því. Þar var séður á ferli
miðaldra maður, fremur lágur vexti,
kraftalegur, skolhærður, svipþungur
og ábúðarmikill. Sumir sáu í fylgd
með honum yngri mann, dökkhærð-
an, hærri vexti og grennri að útliti.
Þessir gestir ollu heimilisfólkinu
mikilla óþæginda, eins og gefur að
skilja, þótt það umbæri áreitni þeirra
með þolinmæði og óttalítið, enda
hafði það meiri skilning á dularfull-
um fyrirbærum en almennt gerist.
Reimleikarnir, sem þeir ollu á heim-
ilinu, urðu brátt svo daglegir við-
burðir, að allur fjöldi einstakra íyrir-
bæra er nú fallinn í gleymsku. Auk
þess voru þau flest, hvert öðru svo
iík, að ójóst greinist eitt frá öðru, þó
að reynt sé að ritja þau upp.
Káputeikning, útg. í Rvík 1943.
420 Heima er beit