Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.11.1998, Qupperneq 28
Sigurgeir Magnússon: m: "enn, sem fara að skjóta rjúpur .upp til í]alla> hafa margsinnis villst og þurft hefur fjölda manna til að leita að þeim. Sumir af þessum mönnum eru með svo góð tæki í bílum sínum eða á göngu sinni, að þeir eiga ekki að geta villst. Búið er að eyða milljón- um króna með mannskap og alls konar tæki í íjallabílum, út og suður, til leitar. Sem betur fer hefur tekist að finna þessa menn flest alla, en það hefur kostað mikið fé og fyrir- höfn. Það er í þessum tilfellum sem kem- ur fram, að maðurinn hefúr ekki dýravit. Hundurinn og hesturinn taka mönnunum mikið fram og það svo mjög, að þegar manninn þrýtur og hann er orðinn rammvilltur, kemur að þeim að taka við. Þetta gerðist vestur á landi á einni þeirri póstleið, sem hvað viðsjálust hefúr þótt vera um dagana. Samlík- ing gæti verið Holtavörðuheiði. Þessi leið er frá Hjarðarholti í Döl- um, vestur á ísafjarðarkaupstað við Skutulsfjörð. Tveir ijallvegir eru á þessari leið og geta þeir verið slæmir. Svínadalur er á milli Hvammsfjarðar og Saurbæjar. Versta leiðin var þó Þorskafjarðar- heiði á milli Þorskafjarðar og ísa- fjarðardjúps. Svínadalur er ekki vandrataður þótt í vondu veðri sé. Það gerir að hann er þröngur og hár til hlíða. Þorskafjarðarheiði aftur á móti, er sléttlendari og fá kennileiti að finna þar til langt er komið norður. Það er vitað að mikið verri hríðar í norðanátt eru á heiðinni. Fannir geta verið þar miklar og djúpar og þar er ekki hægt að fara neitt beint strik, heldur verður Frásögn af vitrum hesti Eitt sögukorn frá löngu liðnum árum er fast í huga mínum, þótt liðin sé hart- nœr ein öld eða meira,frá þvíþað varð til. Margt hef- ur gerst á styttri tíma. Mér er ntjög í huga samlík- ing á milli mannsins annars vegar, og dýranna hins veg- ar, þeirra sem við köllum bádýr. Maðurinn, nteð sín- ar gáfur, stundum svo frá- bœrar að aldrei skeikar, að ýmsra manna sýn eða þeirra sjálfra. að fara til hægri eða vinstri eftir snjóalögum. Þegar póstferðir yfir heiðina hófust fyrir 1895, voru allar vörður að mestu hrundar. Það tók fjögur ár að nudda þeim á Alþingi til að fá úr þessu bætt. Einstaka varða var hrunin til hálfs, aðrar sáust ekki. Það gefur auga leið að vörðuð heiði getur bjarg- að mörgum mannslífum. Hér verður sagt frá Jóhannesi pósti. Áður en hann fer sína fyrstu póst- ferð, kemur til hans maður, þar sem hann hafði gist á Kinnarstöðum í Þorskafirði, rétt áður en pósturinn lagði af stað. Þessi maður býður Jó- hannesi hestakaup. Hann var með brúnan hest, frekar stóran, sem þá þótti, eða 53“ til 54“. Á að líta var þetta fal- legur hestur, hrafnsvartur, fætur góðir og reising líka góð, frekar hrygglangur en hár undir kvið. Jóhannes kannaðist við hestinn, vissi að hann hafði gengið kaupum og sölum eða í hestakaup- um, undanfarin 2-3 ár. Sennilega orðinn 8 vetra þegar hér var komið sögu. Jóhannes hafði haft spumir af „ömmu“ hestsins, og því að hún hefði verið ratvís. Hann hugðist reyna á hvort folinn hefði erft þessa eiginleika „ömmunnar.“ Eftir að hafa skoðað hestinn segist hann skulu taka hann með í ferðina vestur og þá ráðist það hvort af hestakaupunum geti orðið. Pósturinn átti gráa meri, sem hann hugðist láta fyrir hann. Hann hálf sá eftir henni, vegna þess að hún var sæmilegt reiðhross. Jóhannes hafði hesta sína á Am- gerðareyri á milli ferða að vetrinum. Fór þá með báti út Djúpið, með við- komu á þeim stöðum sem pósthirðing var á. Sitt lögheimili átti hann alla tíð á ísafirði, eftir að hann tók við póst- ferðum. Jens, foðurbróðir hans, byrjaði á þessum póstferðum í nokkur ár. Síð- asta sumarið sem Jens hafði ferðim- ar, fór Jóhannes fyrir hann í þær allar, tók svo við þeim um haustið og fór þessar ferðir í 24 ár og farnaðist vel. Lenti oft í stórhríðum með fólk, sem vildi einatt fá að fýlgjast með póstin- um. Það þótti mikið öryggi í að fara 424 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.