Heima er bezt - 01.11.1998, Side 31
H. p
•K'i'W f
l\
Gluggað í gömul blöð og
forvitnast um það, sem
efst var á baugi fyrir
nokkuð margt löngu.
Umsjón: Guðjón Baldvinsson
fyrri tíðar
Þannig var þjóðlífið
'•% ■
9. nóv. 1891
Matvöruprísarnir
Nú er rúgtunnan komin á 26 krónur
hér í verslununum, og aðrir matvöru-
prísar að því skapi.
Þessir háu prísar koma hart niður á
öllum þeim, er eigi hafa birgt sig nægi-
lega í sumarkauptíðinni, og mun það
því miður vera meiri hluti bænda og
tómthúsmanna.
Um þá, sem gera sér þá búskaparað-
ferð að reglu að leggja hvem fiskdrátt-
inn „blautan“ inn í verslanimar, jafn-
óðum og hann fæst úr sjónum, má að
vísu segja, að þeim komi vanhyggind-
in maklega í koll.
Þessum mönnum hefur þráfaldlega
verið sýnt fram á að það myndi þeim
miklum mun notasælla að salta og
þurrka afla sinn og að versla svo með
hann í einu lagi að sumrinu, en að reita
allt inn í verslanimar, jafnóðum og að
höndum berst og geta svo aldrei tekið í
einu nema rétt til spóns og skeiðar en
verða að kaupa mikið af nauðsynjum
sínum með vetrarverði.
En það má segja um ijölda þeirra, að
„sjáandi sjá þeir eigi og heyrandi heyra
þeir eigi,“ allar aðvaranir og áminning-
ar betri manna láta þeir eins og vind
um eyru þjóta og verður þó engan veg-
inn sagt um þá alla, að þá reki neyðin
til þessarar verslunaraðferðar, ef nokk-
ur væri fyrirhyggjan.
En það eru því miður ekki blaut-
fiskssölumennirnir einir, sem fá að
kenna á þessum háu matvöruprísum,
heldur ýmsir aðrir, sem vegna hins
bága fískleysis undanfamar vertíðir,
ekki hafa lánstraust í verslununum, og
ekki hafa haft efni á að birgja sig
nægilega að matvöru í sumar.
Margir sjá það nú, þegar það er um
seinan, að heppilegt hefði verið að
„Kaupfélag ísfirðinga“ hefði haft
nokkarar matvömbirgðir handa á milli
í vetur.
En það er ekki von að stjóm kaupfé-
lagsins hafi viljað taka það upp á sig,
þar sem margir félagsmanna hafa sýnt
allt annað en áhuga á félaginu og sum-
ir enda eingöngu eða mestmegnis not-
að félagið til peningapantana, sjálfsagt
í því trausti að nauðsynjavörurnar
gætu þeir hvergi fengið ódýrari en við
búðarborðið.
Úr bréfi
Vestmannaeyjum, 23. sept. 1891.
Veðrátta hefur verið hér hagstæð í
sumar, til lands og sjávar, frá því í
miðjum júnímánuði til 6. þ.m., að brá
til storma og rigninga fyrir fullt og allt.
Grasvöxtur varð samt naumast í með-
allagi. Ollu því framúrskarandi þurrkar
meiripart vorsins, en nýting hins litla
heyskapar varð góð.
Venju betur hefur fískast hér á opna
báta í sumar, til þess tíma er stormar
fóm að ganga. Hið eina þilskip, sem
gekk héðan til fískveiða, ffá sumar-
málum til júlímánaðarloka, fékk alls
rúm 15 þúsund fiskjar.
Svartfuglaveiði var hér með besta
móti, lundaveiði mjög lítil, eins og
mörg undanfarin ár. Fýlungatekja varð
ekki í meðallagi og slysfarir engar, svo
það er óþarft fyrir „Þjóðviljann,“ sem
víst álítur sig vera svo nærri miðju
landsins og hjarta þjóðarinnar, að
senda „endabömum landsins“ hnútur
fyrir skaðlega „fýlungaelsku,“ eins og
hann gerði í 1. tbl. V. árg. Er það vafa-
samt að það sé vilji þjóðarinnar að
menn séu óvirtir fyrir sinn lögleyfðan
atvinnuveg, hvar sem þeir hafa ból-
festu á landinu.
Verslun var hér með minnsta móti
og olli því aflaleysið í vetur og ffam
eftir vori. Svo eru og Skaftfellingar al-
veg hættir að versla hér síðan „Víkin“
var löggilt. Rangvellingar em líka
famir að fækka ferðum hingað að
miklum mun.
Vömpöntun átti sér stað nú sem í
fyrra, og var allmikill skiptamunur. Er
vonandi að menn sjái hér æ betur og
betur muninn á fijálsri verslun og ein-
okunartjóðri.
Á innlendri vöm var verðið í fasta-
verslun þannig:
Saltfiskur nr. 1, 58 kr. skipp., langa
55 kr., smáfiskur 38 kr., ýsa 30 kr.,
sundmagi 25 aura, hvít ull 70 aura,
smjör 50-60 aura.
Utlend vara:
Rúgur 20 kr. tunnan, mjöl 22 kr. (frá
miðjum júlímán.), bankabygg 29 kr.,
kaffí 120 aura pundið, kandís 40 aura,
export 50 aura, melis 36 aura, rúsínur
36 aura, ofnkol 4-5 kr. skippundið.
Drykkjuskapur hefur minnkað hér
mjög úr því sem áður var og bindindi
er hér á allgóðum vegi, undirstúka
með nálægt 60 félögum og bamastúka
með rúmum 20 og eiga þær allstórt
fundahús.
Hinn ötuli sjómannavinur, séra Odd-
ur V. Gíslason, kom hingað í sumar og
fluttir hér. fyrirlestur um bindindi,
bjargráð og sjómennsku, en fundir
urðu of fámennir, sökum anna og fjar-
vistar manna. Virðist oss mein að því,
hve lítið prestur þessi er styrktur í því
afar nytsama starfi fyrir tvö hin mestu
velferðarmál lands vors, bindindið og
sjávarútveginn, sem hann sýnir svo
framúrskarandi dugnað og elju við. gjjn
Heima er bezt 427