Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 32
Sigurbjörg frá
Breiðabólsstað
Konan, sem ég ætla að tala við
heitir Sigurbjörg Lárusdóttir,
fædd 1909 á Breiðabólsstað
á Skógarströnd. Faðir hennar var
Lárus Halldórsson. Hann var fæddur
á Miðhrauni í Miklaholtshreppi.
„Ungur ákvað hann að læra. Hann
fór í Menntaskólann í Reykjavík og
útskrifaðist úr honum árið 1900. Þeir
kölluðu sig síðustu stúdenta 19. aldar.
Hann var kosinn prestkosningu til
Breiðabólsstaðar 1903. Það var fal-
legur staður. Þar var mikill skógar-
gróður. Eyja fylgdi jörðinni, sem
kölluð var Hólminn. Eyja þessi var
mjög grösug. Þar var heyjað allmikið
á sumrin og heyið flutt á báti til
lands.
Þar var líka eggjataka. Það fylgdi
jörðinni bátur, sem notaður var til að
flytja heyið á og eggin til lands. Það
var líka flutt talsvert af fugli til
lands. Húsakostur var sæmilegt timb-
urhús, sem var vel við haldið. Upp-
hitun var með ofnum. Svolítið var
keypt af kolum og þau sótt út í
Stykkishólm. Kirkjan var hituð upp
með kolum.
Faðir minn þjónaði í þrem kirkjum,
að Breiðabólsstað, Narfeyri og
Helgafelli. Þetta gat verið erfitt að
vetrinum, því ár eru margar og oft
illfærar. Presturinn hafði oft mann
með sér á vetrum.
Oft var góð kirkjusókn og venju-
lega betri á sumrin. Fólk fór til kirkju
Ágúst Vigfússon
/
5. hluti
til að þjóna guði sínum og einnig til
að fá fréttir. Þá var sími á örfáum
bæjum. Það var sími á mínu heimili
og þangað bárust fréttir frá hinum
stóra heimi. Menn komu oft á tíðum
bara til að fá íféttir. Sumir, sem
höfðu síma, urðu mér minnisstæðir,
t.d. Þorsteinn á Bugðustöðum, sá
sérstæði gáfumaður. Hann hringdi
oft.
Þorsteinn talaði mörg tungumál,
t.d. dönsku, ensku, þýsku og norsku.
Hann gat einnig bjargað sér í
frönsku.
Fréttirnar báru með sér að útlitið
úti í hinum stóra heimi væri ekki
gott. Svo var það 1918, að stríðið
skall á. Þá var útlitið slæmt, sérstak-
lega með alla aðdrætti til landsins.
Þá voru kafbátar fyrst að koma til
sögunnar, þótt síðar yrðu þeir full-
komnari.
Ég var mjög ung er fyrri heims-
styrjöldin skall á. Ég man þó enn eft-
ir ýmsu, sem fólkið talaði um. Það
var kvíðið, það var ekki neinn leikur
að sigla til annarra landa, t.d. um há-
vetur, með vígvélar allt í kringum
sig, en sjómennimir íslensku voru
ýmsu vanir og hafa oft bjargað þess-
ari þjóð. Það var stór fjölskylda að
Breiðabólsstað. Við vorum sex systk-
inin, fjórir bræður og tvær systur.
Það voru líka margir sem á heimil-
inu voru eða komu í heimsókn, sem
mér eru minnisstæðir. Það kom t.d.
maður norðan úr Húnavatnssýslu.
Hann var einfættur og kallaði sig Jón
á Svartá. Hann sló mikið, þótt hann
væri bæklaður.
Guðmundur föðurbróðir minn bjó
með okkur á Breiðabólsstað. Hann
hirti skepnurnar að öllu leyti. Guð-
mundur fékk efri hæðina á húsinu.
Vinnukona var á Breiðabólsstað,
sem hét Agústa. Hún átti son, það
var sr. Árelíus, fluggáfaður og vel
gerður maður.
Sérkennilegur fannst mér Pétur í
Árhúsum. Hann hafði mikið skegg.
Hann tuggði tóbak og spýtti hingað
og þangað. Mamma var alltaf á ferð-
inni með spýtubakkann og sagði:
„Þú átt að spýta í þetta, Pétur minn.
Ég vil ekki að spýtt sé á gólfið.“
Annars var Pétur sérkennilegur að
mörgu leyti. Hann mun hafa verið
verklaginn. Ég talaði við mann sem
fór út að Árhúsum og hitti Pétur við
slátt. Hann sagðist hafa verið hissa
að sjá hann slá. Honum virtist bíta
svo vel.
428 Heima er bezt