Heima er bezt - 01.11.1998, Qupperneq 33
„Má ég taka í orfið hjá þér, Pétur
minn?‘‘ spurði hann.
„Já, velkomið.“
Hann tók svo í orfið og kvaðst
aldrei hafa vitað annað eins bit.
Pétur var sérkennilegur en honum
var ekki alls varnað.
Fleiri voru sérkennilegir á Skógar-
ströndinni. Meðhjálpari var Jósep á
Vörðufelli. Góður söngmaður. Það
var ekki einsdæmi ef menn komu að
Vörðufelli, einkum að vetri til, að
heyra söng. Þar var þá barnaskóli,
um annað var ekki að ræða en far-
skóla. Kennt var þá á fleiri en einum
bæ. Þá sagði Jósep við gestina:
„Eigum við ekki að taka lagið.“
Krakkarnir stóðu upp og hann gaf
tóninn. Þá var gleði í baðstofunni á
Vörðufelli.
Það voru þessir menn sem héldu
uppi lífinu í þá daga.
Þá var það Jón á Valshamri. Stór-
snjall smiður, mátti reyndar segja að
allt léki í höndunum á honum. Var
hann oft sóttur ef eitthvað bilaði. Ég
man eftir að þakið bilaði á húsinu á
Breiðabósstað. Þá var sótt til Jóns á
Valshamri. Sóttar voru járnplötur út i
Stykkishólm og hann gerði við bilun-
ina á þakinu.
Faðir minn var góður söngmaður
og þjónaði prýðilega, en heilsan var
farin að bila og orðinn veill fyrir
hjarta. Hann ákvað að hætta prest-
skap. Ferðalög í vondum veðrum
voru honum ofviða. Hann ákvað því
að flytja suður í hlýrra loftslag. Hann
var eitt ár á Vífilsstöðum.
Foreldrar mínir keyptu hús á Njáls-
götu 37 og faðir minn fór að vinna
við Orðabókina.
Hann hafði fengið hina illvígu
flensu 1918 og síðan fékk hann
lungnabólgu og það varð hans bani.
Þá var erfiður tími hjá móður
minni, með allan þennan barnahóp.
Þetta varð þó ekki eina raunin sem
vesalings móðir mín varð að þola.
Tveir bræður mínir fórust á togaran-
um Ólafi, í ofsaveðri á svokölluðum
Halamiðum. Móðir mín stóð eins og
hetja í öllum þessum raunum og varð
fjörgömul.
Nú er ég orðin ein eftir af þessari
stóru fjölskyldu, enda bráðum komið
kvöld. Ég tel mig hafa verið ham-
ingjusama. Ég eignaðist frábærlega
góðan mann, Braga Steingrímsson
og eignaðist níu börn, sem öll hafa
lánast vel.
Hjásetan
Við, sem komnir erum á efri ár,
munum ýmislegt viðvíkjandi vinnu-
brögðum, sem algeng voru í okkar
uppvexti, en eru nú gjörsamlega
horfin og heyra sögunni til. Jafnvel
svo algeng verkfæri sem orf og hrífa,
eru að hverfa.
Mörg áhöld, sem allir þekktu og
kunnu að handleika fyrir aðeins 40
árum, eru nú gjörsamlega glötuð eða
enginn lítur við að nota þau lengur.
Reiðingur, reipi, ristuspaði,
torfristuljár og kvörn til að mala
áburð, allt eru þetta verkfæri sem
heyra til liðins tíma og þeim störfum
sem þau voru þá tengd.
Hver man nú fráfærur, aðrir en
aldrað fólk. Fyrir svo sem 40-50
árum var sá þáttur búgreinar enn al-
gengur og hafði verið það í búskap
okkar allt frá landnámsöld. Fornsög-
urnar greina frá mörgum atvikum,
sem skeðu við selin, þar sem fólkið,
er gætti búfjárins og sá um málnyt-
ina, hafðist við.
í sögunni „Piltur og stúlka" er
brugðið upp skemmtilegri og glöggri
lýsingu af unglingum sem falið var
það vandasama og ábyrgðarmikla
starf að gæta kvíaánna.
Unglingar nútímans munu ekki
geta skilið hve mikil þolraun það var,
sem á stundum var lagt á herðar
mjög ungra barna fyrr á tímum.
Margt barnið mun hafa verið dapurt í
huga, sorgbitið og kvíðið er það
lagði af stað með kvíaærnar. Sums-
staðar hagaði svo til að haglendi
þótti ekki nógu gott neðan brúna,
fyrir kvíaær. Unglingarnir urðu þá að
sitja hjá uppi á heiðum eða fjöllum,
þar sem hvergi sá til bæja.
Þá hafa á stundum verið daprir og
langir dagar hjá átta og níu ára böm-
um, sérstaklega þegar þokan lá yfir
fjalllendinu og var þá oft svo svört
að ekki sá yfir ærhópinn, ef hann
dreifði eitthvað úr sér. Og þar að
auki voru sum börn klukkulaus og
vissu ekki hvað tímanum leið.
Ég kynntist því lítilsháttar að sitja
hjá. En þar var allt önnur aðstaða
fyrir unglinga en sú, sem lýst hefur
verið hér á undan. Beitilandið var
skammt frá og sást alls staðar heim
að bænum úr landareigninni. Samt
sem áður kveið ég óskaplega fyrir að
þurfa að gera þetta. En þá þekktist
það ekki að unglingar neituðu því,
sem þeim var sagt að gera. En mikið
leiddist mér atvinna þessi, enda var
ég ekki hneigður fyrir að umgangast
kindur, og var af sumum kallaður rati
í þeim efnum. En samviskusamur
held ég að ég hafi verið. Enda var
það talin mikil skömm að týna úr
hjásetunni.
Mér fylgdi að jafnaði hundur, sem
kallaður var Móri, enda var hann
mórauður á lit. Ég get fúllyrt að hann
var mín eina gleði við þetta leiðin-
lega starf. Og oft fannst mér hann
skilja mig eins og hann væri
mennskur maður. Alltaf var Móri í
jafn góðu skapi og alltaf tilbúinn að
ærslast við mig. Stundum settist
hann út á hólinn við bæinn og fór að
gelta án þess að séð væri að hann
hefði nokkra ástæðu til þess. Þá
sagði gamla fólkið að hann væri að
spá gestum. Oft leið langur tími án
þess að nokkur maður kæmi. Þá
sagði fólkið að nú hefði Móra brugð-
ist bogalistin. En spádómar Móra
brugðust aldrei, þó gesturinn kæmi á
stundum eftir venjulegan háttatíma.
Ekki tók Móri jafn vel á móti gest-
um er að garði báru. Yggldi hann sig
og var hinn versti við suma en við
aðra var hann hinn ljúfasti og sýndi
þeim alls konar vinahót.
Ég man greinilegast eftir einu at-
viki úr hjásetunni. Það er eins og það
hafi skeð í gær. Þennan dag var rign-
ing og þoka, leiðinda veður. Ég var
með ærnar fram í svonefndu Litla-
nesi, sem skagaði fram í Hörðudalsá.
Ég hafði hróflað mér upp nokkurs
Heima er bezt 429