Heima er bezt - 01.11.1998, Side 34
konar byrgi í tófitarbroti, sem þar var.
Sjálfsagt hefur það nú ekki verið
merkileg bygging, enda hef ég aldrei
mikill byggingarmeistari verið.
Þegar kindurnar lögðust niður til
þess að jórtra um miðjan daginn, fór-
um við Móri inn í byrgið að fá okkur
bita. Eg var alltaf vel nestaður, svo
hvorugur okkar þurfiti að vera svang-
ur. En líklega hef ég verið of lengi
inni í hreysinu eða fatast efitirleitin,
því þegar ég fór út sá ég að allar roll-
urnar voru farnar yfir ána og stefndu
til fjalls, hinum megin dalsins.
Nú voru góð ráð dýr, og ekki leist
mér á ástandið. Áin hafði vaxið í
rigningunni um daginn. Ekki var nú
um annað að tala en reyna að vaða
yfir. Ég lagði því út í ána, en ég var
ekki kominn langt er ég fann að áin
var of djúp fyrir mig. Ég sneri til
sama lands afitur. Aftur lagði ég af
stað og setti steina í skóna, en það fór
á sömu leið. Ég varð að gefast upp.
Móri stóð á árbakkanum og horföi á
mig sínum bláu, stóru augum og
skildi ekki neitt í neinu.
Nú fór heldur að fara um mig. En
skyldi nú Móri ekki geta sótt ærnar
fyrir mig. Mér fannst það nú eina úr-
ræðið, eins og komið var. Ég reyndi
nú að gera Móra það skiljanlegt að
hann ætti að sækja kindurnar, en vin-
ur minn virtist lítið skilja bendingar
mínar og skipanir og var ófáanlegur
til að fara. Hvað átti ég nú að gera?
Satt að segja vissi ég það ekki. Ég
skammaðist mín fyrir það að fara
heim og segja frá óförum mínum og
vanrækslu.
Ég vafraði í einhverju sinnuleysi
fram með ánni og starði sem í
leiðslu á ærnar, sem héldu rakleitt
áfram til fjalls. Loks brast hugrekkið
alveg og örvinglunin tók við. Ég fór
að gráta yfir umkomuleysi mínu og
úrræðaleysi.
En þegar neyðin er stærst þá er
hjálpin næst. Kemur þar maður
þeysandi á svörtum hesti. Ég þekkti
manninn, það var bóndi framan úr
Hörðudal. Hann kom auga á mig og
sá að eitthvað amaði að mér. Hann
fór af baki og spurði hvað væri að
mér. Ég tjáði honum vandkvæði mín.
Hann taldi að vel mætti bæta úr
þeim, hann skyldi sækja ærnar, hvað
hann og gerði. Hann klappaði á koll-
inn á mér og sagði að ég skyldi ekki
taka mér þetta nærri.
„Ég var einu sinni lítill snáði, eins
og þú, og lenti líka í erfiðleikum og
þelm miklu meiri en þú núna. Þú
þarft engum að segja frá þessu, þá
veit enginn um þetta. Ég skal þegja.“
Mikið var ég feginn og þakklátur
þessum manni, sem hjálpaði mér,
þegar mér fannst mér liggja mest á.
Ég sagði engum frá þessu, nema
gömlu konunni, húsmóður minni, því
ég vissi að hún kunni bæði að skilja
og fyrirgefa. ggi
Hlaðvarpinn
framhald af bls 400
En þetta er nú kannski líka dæmi
um annað, sem nútíminn er að fæða
af sér, þ.e. hina gífurlegu ferða-
mennsku, sem allsstaðar er að verða
að stórum og viðamiklum atvinnu-
vegi.
Og þar, eins og annars staðar,
verða menn að hafa eitthvað til þess
að laða að viðskiptavinina með, og
verður nú að segjast að fátt hljóti að
vera orðið um fína drætti, þegar
sorphaugar eru orðnir tæki í slíkri
baráttu.
En svona er lífið, allt er hægt og
allt er notað. Ljótleikinn virðist
stundum, ekki síður, hafa aðdráttar-
afl í þessum heimi okkar, hvort sem
um er að ræöa sorphauga eða eitt-
hvað annað verra.
Enda má kannski spyrja hvort feg-
urð væri til ef ekki væri ljótleiki, eða
góðleiki ef vonskuna vantaði.
En þá erum við nú komin út á svo-
lítið háleitari brautir, sem ekki skal
lengra haldið á að þessu sinni.
Með bestu kveðjum,
Guðjón Baldvinsson.
M -
KjötboIIur
3 msk hveiti
1/4 tsk lyftiduft
3 egg, þeytt
5-6 msk vatn
250 g nautahakk
1 búnt vorlaukur, flnsneiddur
1 grænt chilipiparaldin, fínsaxað
1 tsk turmerik
salt
olía til steikingar.
Sigtið hveitið og lyftiduftið í skál,
bætið við eggjunum og þeytið vel.
Hrærið smátt og smátt nægu vatni út
í, svo úr verði þykk, íjómakennd
soppa.
Blandið kjöthakki, lauk, chilipipar,
turmeriki og salti út í. Hræran á að
líkjast þykkum graut. Látið bíða á
volgum stað í 1 klukkustund.
Helli olíu í djúpa pönnu. Magnið á
að mælast 1 sm. Þegar olían er vel
heit er kjöthræran látin falla af skeið
ofan í feitina og bollurnar steiktar á
hvorri hlið í 2 mínútur. Látið síga af
þeim og haldið heitum á meðan lokió
er við að steikja. Bætið við meiri olíu
ef þarf.
Berið fram heitt.
Handa 4.
430 Heima er bezt