Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Side 36

Heima er bezt - 01.11.1998, Side 36
Heiða hló. - Ég veit ekki hvort það er nokkur fengur í mér. - Jú, væna mín. Þú mundir sóma þér vel við hliðina á honum Árna. Vonandi áttu eftir að verða þar með móður þína með þér. Hugsaðu þér hvað það væri gott. Vissulega var það yndisleg tilhugs- un. Heiða vissi varla hvort hún átti að þora að láta sig dreyma. 10. Kafli. Dagarnir liðu. Það kom rigninga- kafli, svo að fólk gafst upp við hey- skapinn. En það var í nógu að snúast. Útstungan var eftir, alltaf mátti bæta girðingarnar og dytta að húsum til að undirbúa fyrir komandi vetur. En rigningin varði ekki lengi og engja- sláttur hófst. Þó að töluvert væri orðið af rækt- uðum túnum í Árdalshreppi þá voru bændur enn að slá með orfi og ljá grösugan úthaga og engjar. Það gaf oft góða tuggu. Ekki var gamla fólk- ið síður ánægt að komast á engjarnar. Það minnti það á gamla góða daga. Það var eitthvað svo rómantískt að vera á engjum, einhver liðléttingur- inn færði mat og kaffi á engjarnar og allir kepptust við. Aldrei var hey- fengurinn of mikill. Það var jú undir- staða þess að búskapurinn gengi vel að eiga mikið og gott fóður. Að vísu keyptu menn alltaf einhvern fóður- bæti handa mjólkurkúm, en þó var reynt að hafa það í lágmarki. Það kom sér betur fyrir stöðuna á kaupfé- lagsreikningnum að bruðla ekki með fóðurbætinn. Sóley á Hóli blómstraði og hús- freyjan á Fossi var tekin að gildna um miðjuna. Þótti dætrum hennar það mikið gleðiefni að eignast systk- ini, sérstaklega þar sem amma þeirra fullyrti að nú kæmi drengur. Geir- mundur á Hóli var búin að fá bílinn og þau hjónin brugðu sér bæjarleiðir á kvöldin og tóku þá nágranna sína með í bíltúr. Var það hin mesta skemmtun. Séra Jón og Þorsteinn höfðu eftir eina slíka ferð ákveðið að gera alvöru úr bílakaupum og gá hvort þeir gætu ekki fengið afslátt ef þeir pöntuðu tvo í einu. Kristbjörg var mjög stolt af öllu þessu og dá- samaði Geirmund sinn mikið þessa dagana. Það mátti því segja að fyrstu vikurnar eftir miðsumarmessuna væru ljúfir í Árdalshreppi og ekki mikið um stórtíðindi. Svo gerðist það seint á engjaslætti, að Þorsteinn bóndi fékk hræðilegar innantökur þar sem hann var að slá á engjunum. Hann gat varla staðið í fæturna fyrir kvölum og verkurinn benti til þess að um bráða botnlanga- bólgu væri að ræða. Það varð því uppi fótur og fit. Ásta hljóp í símann og fékk Geirmund á Ytra-Hóli til að koma á nýja jeppanum og aka bónda sínum til læknis. Geirmundur brá hart við og var kominn eftir augna- blik. Jón gamli fór með syni sínum, en Þorsteinn vildi ekki að Ásta færi frá Sóleyju litlu til þess að fara með. Það var mikill kvíði á Hólsheimil- inu eftir að bíllinn var runninn úr hlaði. Það gat verið mjög slæmt að fá bráða botnlangabólgu. Það þýddi uppskurð og í sumum tilfellum sprakk botnlanginn. Gat það haft al- varlegar afleiðingar. En Gunnar læknir var vanur botnlangaskurðum, svo nú var um að gera að vona það besta. Ekki varð meira um engjavinnu á Hóli þennan daginn. Tíminn mjakað- ist áfram og Ásta varð órólegri með hverri stundinni sem hún heyrði ekk- ert um bónda sinn. Fólkið reyndi að finna sér eitthvað til dundurs á með- an beðið var. Óli litli átti ósköp bágt, hann leit á Ástu og Þorstein sem aðra foreldra sína og hafði orðið logandi hræddur þegar hann sá hvað Þor- steini leið illa. fngibjörg reyndi að hugga hann og fór að spila við hann kasínu til að hafa ofan af fyrir hon- um. Loksins kom að því að síminn hringdi og Ásta flýtti sér að svara. - Halló. - Blessuð, þetta er Gunnar læknir á Óseyri. Ég vildi láta þig vita. Hann Þorsteinn er á skurðarborðinu núna. Botnlanginn var sprunginn og ég er að bíða eftir hjálp frá lækninum í Eyjavík. Vertu alveg róleg, við gerum okkar besta. Hann Jón ætlar að doka við héma niðurfrá þangað til allt er um garð gengið. Hann er núna heima hjá konu minni. Ég vildi bara láta þig vita. Ástu fannst eins og helköld krumla læsti sig um hjarta hennar. - Er þetta slæmt? - Já, þetta er slæmt tilfelli, en eins og ég segi, við gerum okkar besta. Að þessu sinni verð ég að fá aðstoð. Ásta fann að tólið skalf í höndum hennar. - Heldurðu að hann hafi það ekki af? - Það er engin ástæða til að ætla annað. Þorsteinn er hraustur maður. Við verðum bara að halda honum sofandi núna. Ég opnaði hann, sá hvers kyns var og hringdi þá beint í Jóhann lækni í Eyjavík. Hann er á leiðinni ásamt annarri hjúkmnar- konu. Vertu bara róleg. Við látum þig vita strax og eitthvað er að frétta, en eins og er getur þú ekkert gert. Það er samt betra að vita hvað um er að vera, en að bíða í algjörri óvissu. - Það er satt. Þakka þér fyrir. Þau kvöddust og Ásta lagði á. Hana langaði mest til að setjast niður og gráta. Faðir hennar kom og tók utan um hana. - Hvað er að Ásta mín? Ásta fann að tár komu ffam í augn- króka hennar. Skjálfandi sagði hún Bimi fféttirnar. Björn ræskti sig. - Hertu þig upp, telpa mín. Himnafaðirinn færi aldrei að taka hann Þorstein ffá þér núna. Trúðu gömlum föður þínum. Við vonum bara að allt gangi fljótt og vel. Það vonaði Ásta líka. Það var bara svo erfitt að bíða í óvissunni. Hún trúði því ekki að ffamtíð þeirra væri hrunin. Hún gat ekki misst Þorstein. Það mátti ekki gerast. Heiða kom til hennar. - Ég skal hugsa um fjósið, Ásta mín. - Þakka þér fyrir góða, það væri gott ef þú gerðir það. Ásta settist við eldhúsborðið með 432 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.