Heima er bezt - 01.11.1998, Qupperneq 37
hönd undir kinn. Sóley var að fá sér
síðdegislúr og vissi ekki annað en að
allt væri í lagi. Mikið skelfing var
Ásta kvíðin. Hún bað til guðs af öllu
hjarta. Hann Þorsteinn hennar varð
að lifa.
Björn fór út með Heiðu svo Ásta
var ein í eldhúsinu. Hún starði fram
fyrir sig og langaði til að gráta. Af
hverju þurfti þetta að gerast? Þar sem
hún sat þarna heyrði hún að það var
bankað. Þar var komin Kristbjörg á
Ytra-Hóli. Hún var hálf vesældarleg
á svip þegar hún heilsaði.
- Fyrirgefðu, Ásta mín. Mér fannst
ég verða að rölta yfir til þín. Geir-
mundur er ekki kominn en ég hleraði
í símanum þegar Gunnar læknir
hringdi til þín. Ég vildi bara vita
hvort ég gæti eitthvað hjálpað þér.
Ásta brosti veikt.
- Það er víst lítið hægt að gera
nema bíða. Komdu og fáðu þér sæti.
Ég ætla að renna upp á könnuna, það
er gott að fá sér kaffisopa.
Kristbjörg settist við eldhúsborðið.
Hún nuddaði saman höndunum.
- Ég veit að ég segi stundum ýmis-
legt sem betur mætti liggja kyrrt. Það
er einhvern veginn þannig að ég
glopra öllu út úr mér áður en ég veit
af. En þrátt fyrir það þá eruð þið svo
miklir vinir okkar og ég get ekki
hugsað mér að neitt komi fyrir hjá
ykkur. Ég veit ekki hvað ég á að
gera, ég vildi að ég gæti hjálpað þér
eitthvað, Ásta mín.
Að þessum orðum töluðum brast
Kristbjörg í grát. Ásta vissi að grann-
kona hennar var fremur grátgjörn en
hún vissi ekki almennilega hvernig
hún átti að bregðast við að þessu
sinni. Hún tók utan um Kristbjörgu
og strauk henni um bakið. Það veitti
henni styrk að hugga konuna og enn
einu sinni fann hún þennan kærleika
milli fólksins í sveitinni, ef eitthvað
bjátaði á.
- Kristbjörg mín, við getum víst
ekkert gert nema beðið algóðan guð
að hjálpa honum Þorsteini og okkur
öllum.
Kristbjörg hélt áfram að gráta.
- Ég varð svo hrædd þegar ég
heyrði þetta. Ég vil ekki að dauðinn
sæki okkur heim hér í Árdalnum. Ég
er líka svo hrædd vegna þess að nú er
ég orðin óffísk aftur, en ég ætlaði
aldrei að fæða nema þetta eina barn.
Það gekk svo hræðilega illa og ég
missti svo mikið blóð. Læknirinn hélt
að ég myndi deyja. Ég er svo þakklát
íyrir þennan heilbrigða son okkar. Ég
hef líka passað mig svo vel, en svo
þegar við eignuðumst bílinn, þá
gleymdi ég mér og nú veit ég ekki
hvað ég á að gera. Ég vil ekki deyja.
Ásta starði á Kristbjörgu.
- Ég er viss um að allt verður í
lagi, góða mín. Við verðum bara að
trúa því og treysta á það.
Kristbjörg var óhuggandi.
- Þetta er allt svo hræðilegt. Hvað
eigum við að gera?
Gráturinn var svo sár að Ásta gat
ekki annað en tárast með henni. Mik-
il skelfing gengu á. Hún gat vel skil-
ið að Kristbjörg vesalingurinn væri
hrædd. Það mundu allir hve hætt hún
hafði verið komin er hún fæddi
drenginn.
Stuttu seinna kom Geirmundur á
Ytra-Hóli. Hann sagði þeim þær
fréttir að Jóhann læknir væri kominn
og nú væru þeir Gunnar að vinna við
uppskurðinn á Þorsteini. Jón, faðir
hans, hafði viljað vera eftir og ætlaði
sér að gista hjá læknishjónunum. Enn
var allt í óvissu, en Jón hafði sagt
Geirmundi að fara heim. Það bætti
ekkert að þeir sætu báðir og biðu.
Tíminn varð að leiða í Ijós hvernig
allt færi. Eftir að hafa þegið kaffi, fór
Geirmundur og tók konu sína með.
Það var hljótt yfir Hólsbænum
þennan daginn. Við tók þreytandi og
kvíðafull bið. Fólkið reyndi að hressa
hvert annað við, en allir voru kvíðnir
og áhyggjufullir. Tíminn leið, en
loksins komu fréttir. Jón gamli
hringdi heim til að segja tíðindin.
Aðgerðin hafði tekist en nú var eftir
að vita hvernig Þorsteini reiddi af.
Enginn vissi hvaða áhrif svona löng
aðgerð myndi hafa og svo var eftir að
vita hvort hann slyppi við sýkingar.
Jón ætlaði svo að koma heim með
mjólkurbílnum daginn eftir.
Það varð strax léttara yfir fólkinu.
Þó að Þorsteinn væri enn í lífshættu
þá var aðgerðin afstaðin og það var
strax viss léttir. Nú var um að gera að
vona það besta og halda sínu striki.
Síminn var rauðglóandi, allir voru
boðnir og búnir til þess að veita alla
aðstoð sem hægt var á meðan á veik-
indunum stæði. Það varð því úr að
Ásta þáði hjálp við að klára engja-
heyskapinn. Það var ákveðið að Árni
í Árdal, Lárus á Fossi og Andrés í
Mjóadal kæmu daginn eftir. Með
þeim mannskap átti heyskapurinn að
fara langt.
Ásta var mjög þakklát fyrir hvað
fólkið var elskulegt og hjálplegt.
Samt voru tilfinningar hennar
blendnar. Það var ekki sanngjarnt að
hann Þorsteinn væri veikur. Einmitt
núna þegar allt var svo gott hjá þeim
á Hóli og litli sólargeislinn var kom-
inn. Þá þurfti þetta að dynja yfir. Hún
mátti samt ekki vera vanþakklát. Ef
Þorsteinn héldi lífi þá mátti hún vera
fegin.
Nóttin leið og Þorsteinn komst ekki
til meðvitundar. Hann fékk háan hita
og Gunnar læknir var áhyggjufullur.
Jón á Hóli ákvað samt að koma heirn.
Það var harla lítið hægt að gera fyrir
Þorstein og eflaust meira gagn að
honum heima. Ungu mennirnir komu
til að hjálpa á Hóli og þeir fóru á en-
gjarnar, ásamt Heiðu, Birni og Óla.
Konurnar voru í bænum, bæði til
þess að bíða frétta og eins til að sinna
litlu stúlkunni.
Heiða var mjög niðurdregin. Hún
fann til með firænku sinni og öllum á
bænum. Auk þess þótti henni afar
vænt um Þorstein og óskaði þess að
hann næði heilsu á ný. En mitt í þess-
um áhyggjum hlakkaði hún til að sjá
Árna. Kannski hefðu þau ekki mikið
næði til að spjalla saman, en þau
yrðu þó nálægt hvort öðru á engjun-
um óg það var ljúft.
Lárus á Fossi var glaðlegur eins og
hann var vanur en þó fannst Heiðu
vera kominn einhver alvarlegur svip-
ur á hann. Það var eins og hann hefði
fullorðnast á einhvern hátt. Hann var
kurteis og elskulegur, en hann skjall-
Heima er bezt 433