Æskan - 01.08.1932, Blaðsíða 6
70
ÆSKAN
Kgr: Varla er nú orð á því gerandi. Vér kepp-
um einu sinni á ári.
Kría: Hvernig þá?
Kýr: Vér reynum oss.
Kría: Hver sé sterkust?
Kýr: Hver sé fljótust að hlaupa.
Kría: Nú, hvenær eru þessi kapphlaup?
Kýr: t*egar oss er hleypt út úr fjósunum, fyrst
á vorin, eftir átta mánaða innistöðu, þá myndi þér
gefast á að líta að sjá til vor. í*að má heita, að
vér förum í lottinu, með brestum og braki, skell-
um og skruðningum. Enginn hefir við oss, og engir
vilja verða á vegi vorum. Horfa allir á oss hug-
fangnir og dást að fjölbreytni hlaupanna.
Kría: Hvaða verðlaun fá nautgripir þeir, sem
fljótastir eru?
Kýr: Engin, alls engin. Og er mjög gert upp á
milli vor og hrossanna, því að þau, sem fljótust
eru i kappreiðunum, fá nú orðið heiðursskjöl. —
Og efast eg um, að hross séu fljótari en vér, né
fari á meiri kostum. — Hvað hafið þér, kríur, yður
til skemmtunar?
Kria: Flug, margbreytilegt flug, ærsl og áflog,
félagslíf og ferðalög. Starfið sjálft veitir oss einnig
fullnægju. — Mestallur tími vor fer í matarstrit
og ófrið við óvini vora. Öðru hvoru vitum vér
ekki til hvers þetta erfiða líf miðar. Hver er trú
þín, beljuskinn?
Kýr: Eg trúi á töðumeisinn. — En á hvað trúir
þú, kriu-písl?
Kría: Sílið.
Kgr: Hvaða erindi höfðuð þér, kríur, i mann-
heim?
Kría: Vér höfum víst átt að hjálpa mönnunum
til að verja varplönd þeirra. En hver er tilgangur
yðar, nautgripa, hér á jörðu?
Kýr: Vér eigum að ala önn fyrir mönnunum.
Og er það fagurt hlutverk að hjálpa lítilmagnan-
um. Mest eiga börnin oss að þakka, því að þau
geta ekki verið án mjólkur vorrar. Oss er það að
þakka, að menn geta fengið rjóma, osta, mysu og
skyr. Og nú eru þeir komnir upp á lag með að
breyta mjólk vorri í peninga, en fyrir þá fæst flest-
allt. Vér leggjum líf og krafta í sölur fyrir mennina.
Kría: Hlutverk okkar tveggja er þá svipað.
Kýr: Hvað verður um þig hér á þúfunni, litla
kría, vesæl og vængbrotin?
Kría: Geti sólin ekki læknað mig, veslast eg upp
og einhver étur likamshismi mitt, en andinn fer
til Guðs, sem gaf hann.
Kýr: Búist þér, kríur, við að lifa líkamsdauðann?
Kría: Hrafninn segir, að vér eigum ekki að brjóta
heilann um það efni. Hann er vitrastur allra þeirra,
sem eg þekki, þó að hann sé bæði grimmur og
miskunnarlaus. Hann segir að öllu sé óhætt, ekkert
geti dáið, allt sé í hendi alföður.
Kýr: Hver er alfaðir?
Kría: Það er voldug vera.
Kýr: Hvar er alfaðir?
Kría: Alfaðir er allsstaðar nálægur.
Kýr: Er hann þá hérna hjá okkur í mýrinni?
Kría: Já, en hann er líka uppi meðal stjarnanna.
Kýr: Segðu niðri meðal stjarnanna. Vér sjáum
stjörnurnar undir fótum vorum. Þær blasa við oss,
þegar vér erum að drekka úr tjörnunum.
Kría: Vér sjáum þær bæði uppi yfir oss og undir
fótum vorum.
Kýr: Jæja, þér hafið þá aðra sjón en vér. Oss
nautgripunum geðjast ekki heimspeki. Hún verður
ekki í meisa látin né i jötur borin.
Kría: Satt getur það verið, en mikils metur
hrafninn vizkuna.
Kýr: Hann um það, en ekki vildi eg vera hrafn,
kroppa augun úr öðrum og gera engum manni gagn.
Kría: Gálauslega talar þú um hrafninn. Hefir
hver til síns ágætis nokkuð, en hann hefir spá-
dómsgáfuna.
Kýr: Ekki hirði eg um spár. — Vertu nú sæl,
litla kría, og verði vængur þinn heill. Drengurinn
er á leiðinni að sækja oss. Eg skal biðja hann að
hjúkra þér og lækna þig. Hann er vís til þess,
Hönd hans er mjúk og kinnin hlý. Systir hans
mun einnig gæta þin og forða þér frá hættum.
Kría: Þakkir, kostakýr. Svali þér vatn og seðji
þig taða.
Eg ætla að treysta góðvilja þínum, hjartagæzku
systkinanna og ást alföður.
ooooooooooooooooooooooooooœoooooooooooo
„Margt fer öðruvísi en ætlað er“.
Köttur og refur mættust í skógi nokkrum.
»Nú ét eg þig«, sagöi refurinn.
»Nei, það getur þú ekki«, svaraði kötturinn.
»Pekkir þú nokkurt ráð, sem má verða þér til bjargar?«
sþurði refurinn hissa.
»Já«, svaraði kötturinn, og í sama bili stökk hann upp
í tré, er var þar nálægt.
»Hefir þú nú nokkurt ráð til þess að ná í mig?« spurðí
kötturinn.
»Já, eg hefi skjóðu, fulla af ráðum«, svaraði refurinn og
settist á vörð undir trénu, »því að«, hugsaði hann, »kisa
getur ekki haldizt lengi við uppi í trénu, og ef hún kemur
niður, á eg kattarsteik visa. »Já«, bætti hann við, »eg á hana
vísa eins og eg væri búinn að borða hana«. — En hvernig
fór? Refurinn heyrir þrusk og lítur í kringum sig. — Og
hann sér veiðimanninn, sem stendur þarna og miðar á
hann byssu sinní.
»Taktu nú til skjóðunnar«, kallaði kisa ofan úr trénu.
Það voru síðustu orðin, sem refurinn heyrði í þessu lífi.
(Lausl. þýlt úr dönsku aí' G. K.).