Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1932, Blaðsíða 2

Æskan - 01.08.1932, Blaðsíða 2
66 ÆSKAN KRÍAN 0G KÝRIN EFTIR HALLGRÍM JÓNSSON ©wj>v^-e 9*-<V9*-rSS Kría: Gott er regnið og oft hagstætt oss, en betri eru geislar þínir, glófagra sól. Vænt þykir mér um ylinn þinn 1 dag. Hollt er sjúkum að búa við hlýju þína. Kýr: Hvers vegna situr þú hér á þúfunni, litla kría? Kría: Mér er illt i öðrum vængnum, en af hverju liggur þú hér, baulukind? Kýr: Eg er búin að fylla mig, og er mér þörf á að jórtra. Eg er þreytt. Kýr geta þreytzt eins og kríur. Kría: Hvað hefir þreytt þig? Kýr: Gangur og hlaup, og svo er eg þreytt af að standa á beit. Kría: Þá held eg, að þú þættist þreytt, ef þú ættir að fljúga eins og vér, kríurnar. Kýr: Puríið þér að vera á þessu sífellda flögri, alla daga, vor og sumar. Kría: Já, alltaf er nóg að starfa. Kunnið þér kýrnar að fljúga? Kýr: Sér er nú hver heimsku-spurningin. Nei. Vér erum bæði þungar á oss og loflhræddar. Það eru vist ekki miklir hagar uppi í loftinu. En hvað þér getur komið í hugl Nei, náttúran hefir aldrei ætlað oss að fljúga. Það væri ekki þægilegt fyrir mennina, ef vér værum fleygar. Þeir hefðu þá ekki mikið gagn af oss. Þá dygðu litið girðingarnar. En þá væri ekki hægt að meina oss loðnustu blettina eins og nú er gert. Kría: Hvað þráið þér kýrnar mest af öllu? Kýr: Töðu, vatn og hlýju. Kría: Eigið þér, kýrnar, mörg afkvæmi? Kýr: Venjulegast einn kálf; en þér, kríur? Kría: Vér eigum alloftast tvö egg. Kýr: Eruð þér hér á landi allt árið? Kría: Nei, vér erum langt í burtu, meðan kald- ast er í landi þessu. Vér förum ýmist til Suður- Ameríka eða til Afríku. Hefir þú komið til Afríku? Kýr: Nei, og sussu nei, en eg hefi komið á nokkura bæi hérna í sveitinni. Og eg heíi komið heim á kirkjustaðinn og heyrt í klukkunum. Kría: Eruð þér, kýrnar, allt árið hér á landi? Iiýr: Já, eg held nú það. Eg hefi til dæmis að laka verið hér í Holti, síðan eg fæddist. Krla: Öldungis er eg hissa. En nú í vor er eg komin alla leið sunnan úr Túnis. Og Túnis er langt í burtu, eins og þú ættir að vita. Þegar hingað kom, verpti eg í Nesi. Þar er mikill kríufjöldi saman kominn. Kýr: Mikið er að heyra þetta. Og mikið átt þú vængjunum að þakka, Þykir þér gott að vera í Nesi? Kría: Já, að mörgu leyti. Kýr: Eigið þér, kríur, nokkra óvini? Kría: Já, óvinir vorir eru margir og skæðir. Iiýr: Hverjir eru þeir? Kría: Verstir eru svartbakar, hrafnar, kjóar, tófur og menn. Mennirnir eru vitrastir og skæð- astir. Þeir láta greipar sópa um egg vor, og skilja þeir ekkert eftir, sem þeir sjá og nýorpið er. Sumir skjóta á oss. Gjósa þá upp reykjarmekkir, og allir fuglar flýja hreiður sin, er magnastgera vábrestirnir. Kýr: Getið þér ekki varað yður, svo fleygar og fljótar sem þér eruð? Iiría: Vér reynum það. Vér söfnumst saman, sækjum að mönnunum, glefsum í þá, blettum þá og görgum af öllum mætti. Kýr: Er gott um björg í Nesi? Kría: Nei, ekki fyrir þenna aragrúa. Það er dá- lítið þar af flugum og ormum. En eftir sílum verðum vér að fara langar leiðir. Kýr: Hvar fáið þér sílin? Iíría: Vér sækjum þau Iangt út á flóa. Og það er miklum erfiðleikum bundið. Hvernig sem við- rar verðum vér að fara þessa vegalengd. Og aldrei er lát á þessum ferðum vorum. Pað er stöðugur straumur fram og aftur. Það er ekki vandalaust að ná í síli. Heldur þú, að þér þætti árennilegt að stinga þér niður í flóann og gripa silið hrað- fljúgandi, þar sem það iðar á sundinu? Kýr: Nei, en ætli það stæði ekki nokkuð lengi fyrir þér að rífa niður borðið hérna, þótt eg gæti umturnað því á svipstundu. Kría: Jú, en ekki hefði þér dugað að reyna þig við mig í loftinu, þegar eg var frá og fleyg. F*enna tíma höfum vér sjaldan hvíld. Ungarnir kalla. Þeir eru gráðugir. En vér getum lítið fluttí einu. Þegar vér náum í stór síli, er erfitt heim að komast í roki og regni. Ber það ekki ósjaldan við, að ráðist er á oss. Iíýr: Hverjir gera það? Kría: Svartbakar, valur, kjóar og hrafnar. Oss vill það til, að vér erum snarar á fluginu. Einstaka kría missir síli úr goggnum, og nái hún því ekki aftur, verður hún að snúa við út á flóa. Tóm- nefjuð má hún ekki heim koma. Kýr: Hvernig finnur allur þessi kriugrúi ungana sína, þegar i Nes kemur? Kría: Það er auðvelt. Spurðu sjálfa þig, hvernig þú jiekkir káltana þina frá öðrum kálfum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.