Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1932, Blaðsíða 2

Æskan - 01.12.1932, Blaðsíða 2
98 ÆSKAN »Jú, allir, sem góðir eru og fórnfúsir«. »Ó, mamma mín, mig langar til að vera Ijós!« Mamma hans lýtur að honum og segir klökk: »Guð blessi þig, barnið mitt«. Hún gengur fram til að annast um kvöldverkin. »Yillast ekki stundum menn hér á skarðinu?« spyr Pétur litli afa sinn. »ójú, drengur minn, þeir verða stundum úti«. »Er vont að verða uti, er mönnum þá ekki kalt?« »Trúlegt er það nú, hróið mitt, og flestir deyja þeir?« »Er það vegna þess, að enginn er til að lýsa þeim?« »0, eg veit ekki„ — Þær eru ekkert leikfang hríðarnar hér á skarðinu«. Pétur litli horfir stundarkorn á snjóflyksurnar, sem detta á baðstofugluggann, og frostrósirnar, sem kvísla sig um rúðurnar. »Heldurðu, afi minn, að það sé nokkur úti núna að villast?* segir hann. »Það er ekki gott að segja. En ef svo er, kemst hann að því fullkeyptu, þegar hann hvessir«. Pétur fer fram að leita að mömmu sinni. Að lítilli stundu liðinni kemur hann aftur fagnandi, með jólakertið sitt. »Jólin eru komin, afi minn«, segir hann. — Þú færð ekkert kerti, en það gerir ekkert til. Eg lýsi þér, Ijósið mitt er svo stórt, að það nægir okkur báðum«. Pétur setur kertið á borð, við gluggann, sem veit fram að skarðinu. Eftir litla stund litur hann út í gluggann. Snjó- kornin detta á rúðurnar. Hríðin er að aukast. Hann klifrar upp á borðið og sezf á það flötum beinum og hallar sér úí í gluggakistuna. Hann þíðir frostrósirnar af glugganum með því að halda kertinu upp við rúðurnar. Afi hans lítur til hans. »Ætlarðu að sprengja rúðuna, hnokkinu þinn?« segir hann. »ónei, afi minn, eg er bara að þíða af henni gaddinn«, segir Pétur. »Ef þú sprengir rúðuna, verður hér bæði dimmt og kalt«, segir afi hans. En Pétur hreyfir sig ekki. Afi byrstir sig, slekkur ljósið og kippir drengn- um niður af borðinu. »Æ, nú fer illa«, segir Pétur hálf grátandi. »Eg, sem var að lýsa þeim, sem ganga í myrkrinu og eru að villast. Sérðu ekki, hvað dimmt og kalt er úti, og það er svo óttalega langt þangað til sólin kemur, og þeir verða víst úti, sem verða að vill- ast þangað til. Heldurðu það ekki, afi minn«. Pét- ur hafði aldrei haldið svona langa ræðu. »Svo að þú ert að vísa þeim veginn, sem ganga villtir úli í myrkrinu«, segir afi hans klökkur. — ^Það er fallega hugsað«. »Mig langar svo til að allir geti séð jólaljósið mitt«, segir Pétur. »Svo ætla eg líka að gefa þeim gleðileg jól, eins og þér, afi minn«. »Hvernig gerir þú það, litli snáði?« Pétur flýgur upp um hálsinn á afa sínum og kyssir hann marga kossa. »Eg geri það með því að vera góður«, segir hann. »Guð blessi þig, drengur minn«, segir afi hans og lyftir honum upp á borðið. »Þú skalt þíða glerið með því að anda á það, svo við losnum við ónotin af því að rúðan springi, svo skaltu varpa jólaljósinu þínu út í kafaldið. Þeir væru áreiðan- lega færri, sem ganga villtir, ef víða væri eins bjart ljós og hreint bjarta. Fólkið kemur inn og býr sig sparifötunum, á jólunum er það sjálfsagt. Pétur hrekkur skelfdur frá glugganum. — Óðar er uppi fótur og fit. Það er gestur úti fvrir. Eftir litla stund fylgir húsbóndinn gestinum inn. Það er maður neðan úr sveitinni. Hafði hann verið í haust- vinnu handan við fjallgarðinn, og ætlaði að stytta sér leið, með því líka að veður var sæmilegt um morguninn. Nú var hann kominn að Skarði, bæði þreyttur og kaldur, þar sem hann fékk hinar beztu viðtökur. »Það er ónota hrollur í mér eftir ferðina«, segir hann. Afi dregur þriggja pela flösku upp úr rúmshorn- inu og ber hana upp við ljósið. Hann réttir gest- inum flöskuna. »Þú ert varla kominn í bindindi; þetta hýrgar við sálarkraftinn og yljar um hjarta- ræturnar, eftir volkið«. Gesturinn þakkar og teygar úr flöskunni. Pétur horfir forviða á flöskuna og afa sinn á víxl. »Hvað er það, sem maðurinn drekkur?« spyr hann. »Brennivín á það að heita«, svarar afi hans. »Er brennivínið þá líka ljós, afi minn?« Afi hans horfir á hann og snöggvast verður honum orðfall. En eftir litla þögn svarar hann og það er sambland af þykkju og sársauka í röddinni. »Pað er ekki ljós, það er eldur«. Eftir litla þögn snýr húsbóndinn sér að gestin- um og spyr: »Hvernig fórstu eiginlega að finna bæinn í veðrinu því arna. Úti er iðulaus stórhríð«. »Það er það undarlega«, segir gesturinn. Eg var að villast, var víst búinn að fara víða, þegar eg allt í einu kom auga á ljós. Eg stefndi á það fegins hugar. Ljósið er kærkominn lifsneisti þeim manni, sem ekkert sér fyrir annað en hríðina, myrkrið og dauðann, En allt í einu hvarf þetta ljós, og eg stóð aftur villtur og vegalaus úti í stór- hríðinni. Var þetta undraljós tál, til þess eins að

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.