Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1932, Blaðsíða 3

Æskan - 01.12.1932, Blaðsíða 3
Æ S K A N 99 ooooooooooooooo ooo ooo ooo ooo oooooooooooo § HEILOG JÓL 0 í barnagleði hlut þú hefur, O ef hjartalag þú barnsins átt. Þér jólabarnið jólin gefur og jólaljósið, sem þú átt. Að verða barn um blessuð jólin er bezta hnoss, sem nokkur fær; á himni sálar hækkar sólin og himnaríkið færist nær. Sjá, þá rofna rökkurtjöldin við ris hins nýja dags, er skín, á meðan engla fríður fjöldinn þá flytur kveðju Guðs til þín: að í tign þú hækkað hafir, og hæstan Guðs við náðarstól þú eigir lífsins góðu gjafir og guðsbarn sért um eilíf jól. Pétur Sigurðsson. oooooooooooo ooo ooo ooo ooo ooooooooooooooo valda vonbrigðum? En á meðan eg stóð þarna og braut heilann um miskunnarleysi örlaganna, Ijóm- aði ljósið á ný eins og undursamleg Betlehems- stjarna. Guði er ekkert ómáttugt, og eftir örfá fót- mál stóð eg við gluggann, þar sem litli drengurinn sat og þíddi klakann og lýsti með jólaljósinu sínu út i sortann«. Pétur litli sat á rúmstokknum bjá afa sínum og horfði kyrrlátur á gestinn. »Varstu hræddur, þegar maðurinn kom, Pétur minn?« spyr móðir hans. Pétur liíur á hana djúpum, hreinskilnislegum augum. »Eg hélt, að það væri jólakötturinn«, sagði hann. Allir fóru að hlæja. Eftir litla þögn bætti hann við: »Mig langar til að fá brennivín í jólagjöf«. »Brennivín! Hvað er að heyra til þín, barn«, segir mamma hans. »Ekki nema það þó, — börn fá ekki brennivín, það er ekki gott fyrir þau og ekki þá fullorðnu heldur, þann drykk ætti eng- inn maður að bragða«. »Manni verður svo kalt á vörunum að anda á klakann á rúðunum«, segir Pétur til skýringar. »Og afi segir, að brennvínið sé eldur, ætli að það sé ekki hægt að nota það til að bræða af glugg- anum, svo að eg geti lýst þeim, sem eru að villast, með Ijósinu mínu, þangað til sólin kemur«. Móðir hans vefur hann í faðm sinn og kyssir hann. »Eldurinn sprengir rúðurnar, um leið og hann þiðir klakann. t*að er ekkert sem þiðir klakann eins vel og jólaljósið, sem skín í hjartanu«. Valþjófur Gamli. S O N J A EFTIR EMMY THORNAM Gamla uglan sat uppi í kirkjuturninum og horfði niður í þorpið og til herragarðsins, er stóð þar skammt frá. Hún heyrði þytinn og tístið í fuglunum, sem söfnuðust saman, þar sem kornbindi höfðu verið fest upp. Þeir komu úr öllum áttum. Enginn vildi missa af þessum hátíðarfagnaði. Fannhvítur og mjúkur snjórinn féll á jörðina. Pað var eins og hreint teppi væri breitt yfir hana til skjóls og skrauts. Gamla uglan fékk sársauka í augun. Hún lagði þau aftur. Þá dreymdi hana um hlýjar sumar- nætur, græn engi, blómguð ávaxtatré og hreiður með eggjum og ungum. Pað var fagur og seiðandi draumur! En áður en hann rættist, vaknaði gamla uglan af vökuórum sínum. Það virtist stuna fara um kirkjuturninn. Hann hristist og klukkurnar byrjuðu að gjalla. Og þær gullu lengi, lengi fannst gömlu uglunni. Fólkið kom til kirkjunnar í stórum og smáum hópum. Það var gangandi og akandi, brosandi og hlæjandi. Gleðin ljómaði á hverju andliti. Menn tókust innilega í hendur og töluðu í hrifningu. Tónar, hreimfagrir og mjúkir, streymdu frá orgel- inu, þegar fólkið var sezt. Orgelspilið sameinaðist röddum safnaðarins. Söngöldurnar, fagrar og göf- ugar, fylltu húsið og settu helgiblæ á allt þar inni. En uppi í turninum sat gamla uglan og réri fram og aftur. Hún þóttist skynja sálminn: »í Betle- hem er barn oss fætt«. Og þá vissi hún, að það voru jól — mesta gleðihátið kristinna mannal------- — — — Soffía Carstensen og Sonja fósturdóttir hennar voru meðal þeirra, sem sóttu kirkju þetta jólakvöld. Pær leiddust eftir fannhvítri götunni eins og líkamar þeirra væru samgrónir og stjórnað af einni sál. — Soffía var öldruð. Mótbyr í lífinu hafði gert hana stranga og einræna. En hún var heiðarleg, iðin og trúuð og vinur vina sinna, þegar á reyndi. Hún hafði í mörg ár þjónað á herragarðinum, litið eftir smástúlkum og kennt þeim ýmsar kvenlegar listir. En svo gerðist hún gömul og giktveik. Hún dró sig þá í hlé og settist að í litlu húsi, sem herra- garðseigandinn átti. Hún gerði ýmislegt á herra- garðinum og hafði af því lífsviðurværi sitt, sem var iburðarlaust en þægilegt.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.