Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1932, Blaðsíða 5

Æskan - 01.12.1932, Blaðsíða 5
ÆSKAN 101 jólatréð, inni í beztu stofunni, og raða jólagjöfunum. Börnin biðu full eftir- væntingar. Nú var kallað á börnin og pabba til pess að borða, og ekld mátti gleyma kettlingnum; honum var geflnn rjómi á undirskál. Það mátti ekki setja liann hjá, sízt þegar blessuð jólin voru komin. Hann var eins ánægður með sitt, eins og Karl og Anna með hangi- kjötið og mjólkurgrautinn. Pau sátu öll þegjandi við borðið, en allt í einu rauf pabbi þögnina og sagði: sPykir ykkur nokkuð gaman að kisa litla? Á eg ekki að setja hann aftur út í hríðina?« »Nei, gerðu það ekki«, hvíslaði Anna ofur lágt. Pegar búið var að borða, tók mamma af borðinu, setti allt á sinn stað, lagaði sig til og kom svo inn í stofuna, þar sem jólatréð var. Nú var farið að ganga í kringum jólatréð og syngja jólasálma. Kisi litli lá á sessu og fór vel um hann. Pess ber að geta, að vinnuhjúin, sem voru piltur og stúlka, höfðu fengið að dvelja hjá skyldfólki sínu í kaupstaðnum þetta kvöld, svo að ekki voru aðrir heima en pabbi, mamma og börnin. Pabbi útbýlti jólagjöfunum. Hann gaf mömmu fallega skó og svuntu. Sjálfur fékk hann hálsbindi og skó. Börnin fengu skó og sokka,. og Karl fékk stálskauta. Nú var pabbi að taka utan af einhverjum smáhlut. Hvað skyldi það vera? Pað var ljómandi fallegt hálsmen. »Hvort viltu lieldur hálsmenið eða kisa litla? Anna mín«, segir pabbi. »Ef þú vilt ekki kisa, þá verð eg að láta hann aftur út í kuldann« Anna þagði. Ilún hugsaði um það, hve ömurlegt það væri fyrir kisa að vera einn úti á sjálfa jólanóttina. En henni þótti menið fallegt og langaði til að eiga það. »Eg vil heldur kisa«, sagði hún lágt og roðnaði. »Pú ert góð stúlka, Anna mín«, sagði • pabbi, »og nú ætla eg að gefa þér menið lika«. Börnin lilupu upp um háls foreldra sinna og kysstu þau fyrir allar gjaf- irnar. Pabbi hafði keypt dálítið af epl- um og glóaldinum og hengt á jólatréð. Nú fengu börnin ávextina og voru mjög glöð. Önnu fannst meira að segja, að hún hafa aldrei lifað jafn skemmti- leg jól. Gijða Jónsdóttir (11 ára) Njálsgötu 36 B. ' OooooooooooooooooooooooooooooeoeoG) Bókaútgáfa „Æskunnar": Sögur Æskunnar I. og II. h. Sögur og kvæði Sig. Júl. Jóhannesson, innbundið i gyllt band kr. 5,50. Sögur Æskunnar III. h. Ottó og Karl, innbundið í gyllt band kr. 3,00, í lakara bandi — 1,25. Sögur Æskunnar IV. h. Karen, inn- bundin í gyllt band kr. 3,50, í lakara bandi — 3,00. Bækur þessar fást hjá bóksölum. Líka má panta þær hjá næsfa út- sölumanni, eða þá beint frá afgreiðslu blaðsins gegn póstkröfu. ööOoOOoOÓÖÖÖÖÖÖQOOOoOOoQoo Nýjar barnabækur sendar »Æskunni«. Sumar og regn i barnalandi, l.hefti. Prjú æflntýri eftir Mariu Fromrae, Vilborg Auðunardóttir þýddi. Æfin- lýrin heita: Kóngsmúsin, Signý sjón- dapra og Blávængur litli. Pau eru öll skemmtileg og við barna hæfi. Bókin er lítil og snotur barnabók prýdd mynduro. Frágangur er góður og máliö liðlegt, og munu börn lesa æflntýri þessi með ánægju. 0000000*000*0000o •oooooooooooooooo 0*000000000000*0*00000000000000 o DÆGRADVÖL ! Reikningsgáta. Raðið þessum töl- um þannig, að út- koman verði 20, hvort sem lagt er saman lóðrétt, lá- rétl eða hornrétt. Fehinafnavísur (Fuglavisa). L--, -v-n--, - u - - i, -a--u-, - ó - u -, -i-a, --e--u-, - - ó -, -■a--u-, --ú-a-, --i--a, --u--r, -i--r-, -r---u-, -r-a, -p-i. M. H. Spurningar. 1. Hvaða árnafn verður að kven- mannsnafni, ef fyrsta stafer sleppt? 2. Hvaða karlsmannsnafn verður að öðru karlmannsnafni, ef skipt er um fyrsta staf? 1 2 2 2 2 2 3 3 3 3 4 4 4 4 4 4 5 5 5 6 6 6 6 6 8 Qoo O 3. Ilvaða kvenmannsnafn verður að öðru kvenmannsnafni, ef skipt er um fyrsta staf? 4. Ilvaða karlmannsnafn verður uð nafni á fiski, ef skipt er um fyrsta staf? Óskar Pórðarson (11 ára). Tvœr gátur. 1. Tíma alloft táknar það, tennur margar hefur. Munni er borið einalt að, yndi í ferðum gefur. 2. í hann fara oft er þraut, þá illt er veöur. Hann er betra hægt að spenna. Hún á strax i burtu að renna. S. B. Ráðning á dægradvöl í októberblaðinu. Felunafnavisur. Karlmannanöfn Bjarni, Gunnar, Guðmundur, Grímur, Ari, Sigurður, Ásbjörn, Jóhann, Ingólfur, Albert, Pórður, Sæmundur. Kvenmannanöfn Guðlaug, Anna, Guðríður, Guðrún, Fanney, Pórunn, Sigrún, Nanna, Sigríður, Svanborg, Hanna, Jórunn. Stafatiglar H | R í S E V G | E R P 1 R í R L A N D F | E M E R N K | 1 ö L U R Ð | A L V í K R E V pr : < 1 D V í N A V I Ð E Y L I E G E C L V D E 0000000000(00111 • O oooooooooooooooo Ooo .0.0. 0.0. 0.0*0. 0.0-0 0OO g ORÐSENDINGAR g Gleðilegs ngárs óskar »Æskan« öll- um lesöndum sínum, og þakkar hin mörgu hlýju bréf, sem henni hafa borizt og aðra vinsemd, sem hún heflr

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.