Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1933, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1933, Blaðsíða 6
14 ÆSKAN v®©®®®®®®®®®®®®®®®®©®®®®®®®®®®®®®®®/; S O N J A EFTIR EMMY THORNAM Niðurl. »Við geymum nú peningana, og eftir nýárið kaupum við þér nýjan kjól«. »Nei«, sagði Sonja ákveðin. »Eg ríf kjólinn, þegar eg er að elta hænsnin. Við kaupum kjól handa þér. Þú rífur hann ekki eins og eg«. »Jæja. Við sjáum til«. Það gladdi Soffíu að heyra, að Sonja hugsaði svo ástúðlega um hana. — Rúmt ár leið. Soffía og Sonja voru hamingjusamar. Þær elsk- uðu hvor aðra, án þess þó, að vita hversu heitt þær unnust. Ást þeirra var falin — beið tæki- færis til útrásar. — Nú var jólakvöld. Þegar þær Soffía og fósturdóttir hennar höfðu hlýtt messu, fóru þær heim á herragarðinn. Þær dönsuðu kring um jólatréð, sungu sálmana og tóku á móti ýmsum góðum gjöfum. Allir vildu gleðja og skemmta þetta kvöld! Tími kom til heimferðar. Þær voru að fara. Frúin bað þær að bíða ofurlitla stund, því að maðurinn sinn ætlaði að tala eitt- hvað við þær. Húsráðandi kom. »Vinur minn, kennarinn og náttúrufræðingurinn, gefur ykkur göfugmannlegt tilboð. Hann býðst til að taka Sonju heim til sín og kosta hana til náms, því að hann hyggur, að hún hafi mjög góðar gáfur. Hún fær falleg föt ásamt æðri menntun og aðgang að samkvæmislífi heldra fólksins. Hvað segið þið um þetta?« Soffíu fannst hvert orð skera sig í hjartað. Það átti að taka Sonju frá henni! Hún fann það nú, að hún elskaði barnið. Og henni fannst kolniða- dimmt hyldýpi opnast við fætur sína — svelgur, sem ætlaði að gleypa alla framtiðargæfu hennar og gleði. Hún bliknaði, en sagði, að fyrst þetta væri Sonju til gæfu, setti hún sig ekki móti því. Svo féll hún í grát. — Sonja hlustaði með skelfingu. Vildi fóstra hennar láta hana til vandalausra? Sálarstrið gömlu konunnar svaraði spurningu hennar. Sonja sá, að Soffía elskaði hana enn meir en hún hafði nokkurntíma leyft sér að vona. Hún tók um háls fóstru sinnar og kyssti hana heitt og innilega. »Eg fer aldrei frá fóstru, án þess að eg verði tekin með valdi. Eg elska hana og hún elskar Felumynd. Hvar er Dísa ? OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO mig. Eg þrái ekki fín föt og skemmtanir í sam- kvæmissölum«. Óðalsbóndinn varð alvarlegur. »t*etta boð verða menn að athuga vel, áður en því er hafnað,« mælti hann stillilega. En náttúrufræðingurinn kom þá inn og sagði: »Eg tek boð mitt aftur að sinni, þegar eg sé hvernig í öllu liggur. Það er gefið i bezta tilgangi. En eitt afl er sterkast í heiminum og lifinu: í*að er — kærleikurinn! Maður á ekki að ganga óboð- inn í veginn, þar sem hann finnst eins þróttmikill og hér. En athugið tilboð mitt vel. Ef ykkur sýnist, getið þið tekið því hvenær sem er«. Nokkru seinna gengu þær heim til sin. Stjörnurnar tindruðu á bláheiðum vetrarhimn- inum. »Sérðu stóru stjörnuna þarna?« spurði Soffia. »það er Betlihemsstjarnan. Við skulum alltaf elska hana, af því að við fundum hvor aðra«. En uppi í kirkjuturni sveitaþorpsins sat gamla uglan. Hún sá tvær hamingjusamar manneskjur niðri á veginum. Þeim var svo hlýtt og létt í hug og hreyfingum, að það var eíns og vorið væri komið. En það var jólakvöld! íslenzkað hefir Sigurjón Jónsson, frá Porgeirsstöðum. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Ólafur: Ert pú hjátrúarfullur? Jón: Nei, ekki hið minnsta. Ólafur: Hefir þú enga ótrú á tölunni 13? Jón: Nei, langt frá þvf. Ólafur: Lánaðu mér þá 13 krónur. 0®oooooo OO ® 0 ® ° o ® ° 0 ° ° 0 0 • • o • ° 1 • • 0 ° ° ° O

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.