Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1936, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1936, Blaðsíða 5
ÆSKAN 3 Gleðilegt nýjár Eiríkur lá i rúminu sínu og slarði upp í loftið. Hann gat ekki sofnað, þótt komin væri nótt. Það var gamlárskvöld. Eiríkur hafði ólmast og Jeikið sér allan daginn, og um kvöldið liafði hann fengið leyfi til að valta, þar lil nýja árið gengi í garð. En svo varð hann allt í einu svo þreyttur og syfj- aður, að Iiann gat elcki lengur haldið sér uppi, en spurði mömmu sína, hvort hann mætti ekki fara að liátta. — Mamma lians leyfði það með mestu ánægju. En nú þegar liann var kominn upp í rúmið og búinn að breiða ofan á sig, þá var eins og öll þreytan væri liorfin. Hann var glaðvakandi. Klukkurnar hringdu. Nýja árið var að koma. Hann heyrði klukkuna í dagstofunni slá 12, skær högg. En lavað var að tarnal Ómurinn af síðasta slag- inu var tæplega dáinn út, þegar Eiríkur sá ungan, ljósldæddan mann koma að rúmstokknum sínum. Eiríkur horfði alveg forviða á liann. En þá sér liann, að annar maður leemur og staðnæmist við liliðina á hinum. Þessi maður er gamall og lotinn með margar djúpar lirukkur og rúnir á andliti. Skildíjan lians liafði víst einhvern tíma verið livít, en nú var hún grá af óhreinindum og með ótal blettum. Eirílcur gat engu orði upp lcomið. Hann starði aðeins á gamla manninn, er stóð þarna fyrir fram- an hann, svo lirumur og þreytulegur, og tárin ltomu fram í augun á Eiriki litla. Hann langaði til þess að fara að hágráta. — Þá varð lionum lit- ið framan í unga manninn. Hann brosti ofur glað- lega, og samstundis var öll liryggð liorfin úr lijarta Eiríks. Hann var að því kominn að lioppa upp úr rúminu og talca í liönd unga mannsins. En þá tólcu mennirnir alll í einu til rnáls. Eirílv- ur lrlustaði með mikilli eftirvæntingu. Gamli mað- urinn mælti: »Eg er gamla árið, sem liverf á braut og lvveð, þegar liið nýja heilsar. Æfm mín varð öll önnur en eg bjóst við, þegar eg hóf göngu mína. Fyrir ári síðan var eg ungur og glaður eins og nýja árið nú, og eg gerði mér góðar og fagrar vonir. Klæðin mín voru þá livít sem snjórinn, en nú eru þau óhrein og blettótt. Þetta er mönnun- um að kenna. Með óhreinum hugsunum og ill- um verlvum liafa þeir atað út liðna árið.« Hann sneri sér að unga manninum og sagði: »Littu á andlit mitt. Það er hrukkótt og skorp- ið. Það er alll saman mannanna verk. Eg gerði mér vonir um að geta liafið liuga þeirra upp á við til hins góða, fagra og sanna. Eg hélt að mér mundi takasl að koma þeim i skilning um, að með því sem þeir gera, hvort sem það er illt eða gott, setja þeir merki sitt, eldd aðeins á sjálfa sig, lieldur á tímann, sem þeir lifa á, samtíðina, árin sem líða. En eg liefi orðið fyrir vonbrigðum!« Eirikur rétli fram höndina lil að talca i liönd gamla mannsins og reyna að segja eitthvað til að liuglireysta hann. Þá lióf ungi maðurinn máls og mælti: »Eg sldl þig vel, gamla ár. Þú ert harmþrung- inn yfir mönnunum og þreyttur að ferðast meðal þeirra. En eg er ungur og sterkur og hefi meiri trú og þrek en þú. Eg óttast ekkert og kvíði engu. Eg veit, að mér telvst að gera mennina farsæla og góða og leiða þá inn á nýjar og betri brautir. — Mennirnir líta á mig öðrum augum, al' því að eg er ungur. Þegar þeir heyrðu klukkurnar hljóma, sem kölluðu á mig, þá fæddust nýjar og göfugar hugsanir i brjóstum þeirra. Þeir litu með angur- blíðu yfir liðna árið, og þrá að bæta fyrir það, sem þeir liafa brotið eða vanrækt. Þeir hétu að gera það á nýja árinu, og eg gleðst yfir því að geta lijálpað þeim til þess«. Þegar Eirikur lie}rrði þetta, og sá, live augu unga mannsins tindruðu, varð hann glaður. Ungi mað- urinn hafði áreiðanlega á réttu að standa. Hann fann það á sjálfum sér. Hugsanir lians voru svo hreinar, bjartar og góðar. »Sonur minn«, sagði gamli maðurinn. »Þú liefir rétt fyrir þér. Mennirnir trúa á liið unga og inrja, á framtíðina, verðandi. En þeir eru svo undur íljótir að gleyma. Yertu liugprúður. Hver vcit nema þér vegni þá betur en mér, og þér lánist að koma meiru góðu til leiðar«, »Já«, svaraði ungi maðurinn, »mér lilýtur að vegna vel!« í sömu svipan varð albjart í herberginu. Kirkju- klukkurnar hættu að hringja og verurnar hurfu. »Mamma!« hrópaði Eiríkur. »Mamma, komdu«. »Hvað er þetta? Ertu ekki sofnaður ennþá?« sagði mamma Eiríks og kom hlaupandi inn til hans. »Nei, mamma. Eg gat eklvi sofnað. Og svo sá eg tvær verur, eða menn, standa við rúmið mitt og tala saman. — Síðan sagði Eirikur mömmu sinni frá öllu því, sem liann hafði séð og heyit. Og þegar hann hafði lokið frásögninni, sagði mamma hans: »Gamla og nýja árið hafa komið til þín. Gamla árið kom til þess að kveðja, en nýja árið til að heilsa. Gamla árið sagði satt — en nýja árið hafði einnig rétt að mæla. Mennirnir horfa fram á nýja árið með fögnuði, von og trú, og þess vegna óska

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.