Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1936, Blaðsíða 4

Æskan - 01.12.1936, Blaðsíða 4
132 ÆSKAN Jólasaga frá Svíþjóð I. Gunnar þaut á lleygiferð á skíðunum sínum niður eftir hárri brekku. Faðir hans hafði smíðað skíðin, en þau voru góð, samt sem áður. Gunnar var á leið til þorpsins. Hann ætlaði að kaupa þar ýmislegt til jólanna. Það var aðeins hálfur mánuð- ur til jóla. Og þótt heimili Gunnars væri fátæklegt, var ætlunin að breyta eitthvað til um jólin, eins og annarsstaður. Mamma hans ætlaði að baka góðar kökur, og hún þurfti því að fá sitt af hverju. Pabbi Gunnars hafði engan tíma til að fara í kaupstaðinn. Gunnar, sem var aðeins 16 ára, var látinn gera það. Hann var hæði glaður og hreyk- inn. Það har svo sjaldan við, að hann fengi tæki- færi til að koma til þorpsins, þótt vegurinn þang- að væri ekki sérlega langur. i • Þegar Gunnar hafði lokið erindum sínum, gekk hann stundarkorn um í þorpinu. Þar var svo margt að sjá og dást að. Öll stóru húsin, bílarnir, fólkið prúðbúna, búðargluggarnir, með öllu þvi, sem í þeim var. Það var í sannleika allt saman líkast æfmtýri. »Það hlýtur að vera gaman að eiga heima í svona þorpi«, hugsaði Gunnar með sér, »eða þá í stórri borg.« Undarleg löngun gerði vart við sig í brjósti Gunnars. Hann óskaði sér, að hann fengi að koma til * stórborgarinnar og taka þátt í öllu því iðandi lífi, sem borgin hefði upp á að hjóða. Hann vildi fá að vinna þar, vinna — — En nú hvarflaði hugurinn allt í einu heim. Hann sá fyrir sér litla kotið. Þar voru aðeins tvö her- bergi, og einkar fátækleg hæði. Útihúsin voru hrörleg, svo að það gerði ekki betur en að þau hengju uppi, og skepnur voru fáar. Hann sá þetta allt í huga sér í einni svipan. »Halló, drengur minn! Viltu gera mér dálítinn greiða? Þú skalt fá einhverja þóknun fyrir.« »Það er velkomið,« svaraði Gúnnar, áður en maðurinn hafði sleppt orðinu, »ef eg aðeins get.« Gunnar hafði hrokkið upp úr hugleiðingum sin- um. Hann hálfskammaðist sín fyrir að hafa slaðið þarna á götunni og gleymt bæði stund og stað. Nú sneri hann sér að manninum, sem lil hans hafði talað, ánægður yfir því, að geta orðið ein- hverjum að liði. Maðurinn hað hann að sækja fyrir sig dálitla tösku, er hann kvaðst hafa gleymt i gistihúsinu. En það var um að gera, að hann yrði fljótur. Lestin átti að fara af stað eftir fáar mínútur. Gunnar rataði til gistihússins. Það var svo stórt og fallegt, að hann hafði veitt því nákvæma eftir- tekt. Hann þaut þangað eins og eldibrandur. En er hann kom inn fyrir dyrnar á gistihúsinu, varð hann dauðfeiminn. Allt var svo fínt og glæsilegt þar inni, að hann þorði tæplega lengra. Hann náði sér þó brátt, og með töskuna í hendinni hljóp hann aftur til ókunna mannsins. Maðurinn varð glaður, því að Gunnar hafði verið eldfljótur. Hann rétti Gunnari spegilfagran tveggja krónu- pening. »Þetta er alltof mikið«, sagði Gunnar í liálfum hljóðum. »Eg vil ekki taka við svo miklum pen- ingum, eg vil ekki taka við neinu fyrir svona lit- inn snúning«. »Hvað er að larna, drengur«. Viltu ekki pen- inga? En sú vitleysa! Þú getur keypt þér eitlhvað fallegt til jólanna fyrir þessa aura«, svaraði mað- urinn. Gunnar gat ekki einu sinni þakkað fyrir sig. — Maðurinn var þotinn upp í járnhrautarvagninn, og lestin rann af stað á svipstundu. Gunnar sá manninn við gluggann á einum vagninum. Hann veifaði til hans og var svo óðar horfinn. Fallegu, hláu augun hans Gunnars stóðu full af tárum. Honum varð svo um þetta, því að liann hal'ði aldrei eignast svo mikla peninga fyrr á æfinni. Það var farið að skyggja. Sólin hafði fyrir góðri stundu sent sína síðustu geisla yfir hlíðarnar bláii, sem liggja líkt og voldugur varnargarður um- hverfis nokkur bændabýli. Þau liggja ' á við og dreif i dalnum, og það litur helst út fyrir, að þau hafi orðið þarna eftir af tilviljun, langt fram i ó- byggðum. Þau hafa vist staðið þarna alla líð, siðan Finnarnir lluttust inn i landið og hófu sína erfiðu baráttu við að ryðja skógana, sem ennþá eru við þá kenndir, rækta jörðinu og byggja kofana sina, langl fjarri allri menningu, langt inn í Finnskóg- unum. 11. í einum kofanum var kveikt á kerti, og áhyggju- fullt andlit gægðist út um gluggaboruna. »Skyldi Gunnar ekki fara að koma heim?« Nokkrar mínútur liðu. Móður Gunnars fannst þær langar eins og klukkustundir. Það var hún, sem stóð við gluggann og horfði árangurslaust út yfir auðnina. Siðan gekk hún að arninum, en sneri sér svo skyndilega að manni sinum og mælti: »Heyrðu, .fón. Eg skil ekkert í þessu. Það hlýt- ur eittlivað að hafa komið fyrir drenginn. Hann

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.