Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1936, Blaðsíða 5

Æskan - 01.12.1936, Blaðsíða 5
ÆSKAN 133 hefði átl að vera kominn heim fyrir 5—6 tímum, og enn sést ekkert til hans. Ó, eg er svo óróleg!« »Það er vonandi ekkert hættulegt«, svaraði mað- urinn. »Hann bjargar sér áreiðanlega. Nú er fólk líka að kaupa til jólanna, svo að það er allt fullt í búðunum, og hann hefir vafalaust slórað og skoðað jólasýningar í búðargluggunum«. — En Jón var nú sjálfur alls ekki rólegur, þólt liann talaði svona. »Eg er óttalega hrædd um, að hann kunni að hafa orðið fyrir einnverju slysi. Nú er orðið dimmt, og ef hann skyldi nú villast!« »Hann villist ekki, það er engin hætta. En væri samt ekki vissara, að þú færir á móti honum?« Móðirin leit hænaraugum á mann sinn, og hann skildi, að hún mundi ekki geta orðið róleg fyrr en drengurinn þeirra væri kominn heim. 111. Gunnar gekk á sldðunum sínuni hægt og rólega. Hann var nýfarinn úr þorpinu og nálgaðist óðum afleggjarann, það er að segja mjóa skógarstíginn, sem lá í mörgum bugðum yíir hæðir og þrönga dali, heim í kotið. Hann bar ýmislegt smávegis i bakpokanum. Jólagjafir, sem hann hafði ke)-pl fyrir sína eigin peninga. Hann var hreykinn með sjálfum sér, er hann hugsaði um það. Hann var líka viss um, að hann hafði keypt hyggilega. Hann hafði ekki eytt aurunum sínum fyrir óþarfa. Tvær krónur voru vissulega miklir peningar •— en ekki dugðu þeir lýrir alla hluti. Og hann vildi gjarnan vera sparsamur á fyrstu krónurnar, sem hann eignaðist. Það var eins og til að fullvissa sig um, hve mikið væri eftir, að hann tók upp peningabuddu föður síns í annað sinn, síðan hann fór frá þorp- inu. Hann opnaði hana. En hvað var þetta! Buddan var tóm. Peningarnir, sem í henni höfðu legið, voru horfnir. Hann hlaut að hafa tajjað þeim í fyrra skiptið, er hann tók budduna upp. Hann sneri sér við og leit til baka. Síðan fór hann að leita og leilaði árangurslaust i tvo klukkutíma. Og æði vonlaus og niðurdreginn liéll hann nú aft- ur heimleiðis i rökkrinu. Hann hvorki heyrði né sá, en fylgdi sinni fyrri slóð í snjónum. Nú kom hann upp á hæð, og síðan hélt hann niður eftir hæðinni á fleygiferð. Það var hugða á veginum, mitt í hlíðinni. Gunnar varð hennar var á síðuslu stundu. Hann sveigði með mikilli lipurð til hliðar. En hraðinn var of mikill. Hann hentist upp að nokkrum hörðum trjástofnum. Hann fann sárt til, en sá um leið margar fagrar stjörnur á himninum uppi yfir sér. Síðan varð allt dimmt umhverfis hann.--------- Gunnar vaknaði við að einhverju volgu var hellt ofan i hann, og hann mætti óttaslegnu augna- ráði móður sinnar, og síðan heyrði hann hana segja: »Hvernig líður þér, drengur minn?« »Vel, hvíslaði hann«, en átti erfitt með að tala, og féll þegar aftur í mók. En satt að segja leið honum nú ekki upp á það besta, og lengi varð hann að liggja í rúminu. Faðir hans hafði fundið hann i öngviti við trén. Hann hafði verið búinn að liggja þar svo lengi í kuldanum, að nú var liann sjúkur og varð að þola mikið fyrir æfintýrið sitt. Og hverjum var þetta allt að kenna? Auðvitað var það allt saman lians eigin sök. En óbeinlínis var það peningunum að kenna, þessum ólukkans aurum, sem hann hafði í raun og veru stungið i vasa sinn i stað þess að stinga þeim í budduna. En meðan Gunnar lá í rúminu og gat ekkert aðhafst nema hugsað, varð sú löngum sterkari með degi hverjum, er lyrst hafði bólað á, þegar hann fór lil þorpsins fyrir jólin. Hann vildi fara að heiman, leita sér atvinnu, vinna sér inn pen- inga og hjálpa foreldrum sínum. Þetta var nú orðið að föstum ásetningi. IV. Og þegar snjórinn bráðnaði fyrir ylríkum geisl- um vorsólarinnar, þegar laufskógurinn byrjaði að grænka og öll náttúran virtist vakna til nýs lífs, kvaddi Gunnar heimili sitt. Hann ætlaði líka að byrja á nýju lííi, og hann gerði sér vonir um, að það mundi verða hjart og fagurt. Hann ætlaði að berjast fyrir hetri framtíð, bæði fyrir sjálfan sig og foreldra sína. Það var markmiðið, er hann hafði sett sér. Hann hugsaði sér að leita gæfunnar í Stokk- hólmi, þessari stóru, fögrú borg. Þar átti hann móðurbróður, og hjá honum ætlaði hann að búa, til þess að byrja með. Það var glampandi vorsól, er Gunnar steig út úr járnbrautarlestinni í Stokkhólmi. Hversu dá- samleg borg! En hann varð að engu, fannst hon- um, innan um allan þennan manngrúa, þar sem bilar og reiðhjól þutu fram og aftur með hams- lausum hraða. Hann varð svo lítill í þessu ólgandi mannhafi, innan um alll vélaskröltið og gaura- ganginn. — Hann sá risavaxnar byggingar, hverja

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.