Æskan - 01.08.1937, Blaðsíða 10
90
ÆSKAN
Frá Þingvalla-
fundinum
Fundarsalurinn í Valhöll
Laugardaginn 14. ági'isl síðasíliðinn og sunnu-
daginn 15. s. m. yar haldinn opinber bindindis-
fundur á Þingvelli við Öxará. Til fundarins l>oð-
aði Umdæmisstúkan nr. 1, og sóttu fundinn full-
trúar frá Stórstúkunni og Góðtemplarastúkum víðs-
vegar að af landinu og einnig frá öðrum bind-
indisfélögum, svo sem Sambandi ungmennafélag-
anna, Bindindisfélögum skólanna, íþróttasambandi
íslands o. s. frv. Og ennfremur mætlu þarna full-
trúar frá ýmsum bindindissinnuðum stéttafélögum,
t. d. Sambandi íslenskra barnakennara, Presta-
félagi íslands, iðnaðarfélögum o. fl. o. 11.
Fundurinn var settur á laugardaginn kl. 5 e. m.
og stóð yfir til sunnudagskvölds. Voru fjöldamörg
erindi og ávörp llull á honum og samþykktar
ýmsar tillögur og áskoranir. Meðal annars var
samþykkt að undirbúa stofnun landssambands
fyrir öll bindindisfélög á íslandi og einnig að
efna næsta suraar aftur lil samskonar fundar á
Þingvelli.
Á sunnudagsmorguninn var haldin guðsþjónusla,
og prédikaði biskupinn, dr. Jón Helgason.
Fundurinn og einnig guðsþjónustan fór fram í
Valhöll, því að veður var eigi svo hagstætt, að
hægt væri að vera undir herum liimni. Fundiníi
sóttu talsvert á annað þúsund manns, víðsvegar
að af landinu, og voru gistihúsin á Þingvöllum
og í grennd troðfull á sunnudagsnóttina, en margir
höfðust við í tjöldum.
Mikill ábugi virtist ríkja mcðal fundarmanna,
enda er þörlin brýn að hefja nýja sókn á hendur
Bakkusi og vinna á móti hinni skaðlegu nauln
áfengis og töbaks, er lieíir farið hraðvaxandi hér
á landi, síðan síðustu leifar aðílutningshannsins
voru afnumdar.
Við skulum vona og óska þess af öllum lnig,
að þessi merkilegi fundur, er haldinn var á liin-
um fornhelga þingstað, megi verða, eins og for-
göngumenn hans munu liafa ætlast til, upphaf
nýrrar og öflúgrar bindindishreyfingar, er lakist
að yfirbuga og reka úr landi þenna skaðvald,
áfengið, óvin allra sannra framfara og þroska, og
að hér eigi eftir að vaxa upp hófsöm, atorkusöm
og hindindissöm kynslóð.
En minnist þess, unglingar, að það cr ekki hvað
sísl undir vkkitr komið, að svo megi verða.
Fylkið ykkur undir mcrki þeirra, er herjast gegn
áfenginu, og strengið þess heií, að verða sjálf ötulir
liðsmenn í þeirri harállu.
Borgflrðingar halda licim af fundinum
M. J.