Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1950, Síða 3

Æskan - 01.09.1950, Síða 3
Það var ekkert annað en draumur. „Vaknaðu nú strákur og flýttu þér og náðu* í hrossin, þú skalt koma með Blakk, Skjónu og .larp. Flýttu þér nú einu sinni, en farðu samt varlega að honum Jarp, svo að hann slái þig ekki. Beizlin eru úti í skemmu og hrossin ej’u upp í Stóra-Gili.“ Það er naumast að það er asi á liúsbóndanum, og það á sunnudagsmorgni, liugsa ég með mér um leið og ég klæði mig í garmana, grútsyfjaður og ólundar- legur yfir ónæðinit. Hvert ætli húsbóndinn ætli sér nú að þjóta? spyr ég sjálfan mig um leið og ég sé stóru tána á mér gægjast út um sokktotuna. Ég fer aftur úr sokknum og kalla á Lisalottu vinnulconu, liún er þýzk og kann lítið í islenzlcu, en það gerir ekkert til, þvi að við erum aldrei í vandræðum að skilja hvort annað. Lísalotta kemur inn með mjólk og brauð og gefur mér í skyn, að ég eigi að drekka og flýta mér. Ég sýni henni sokkinn og hún hristir höfuðið, tekur liann og réttir mér aðra heila sokka. Gunna litla systir mín kemur inn með smalahund- inn Trygg á eftir sér. Hún segir mér í óspurðum frétt- um, að húsbóndinn ætli út að Hvammi á uppboðið. Iiann ætlar að reyna að kaupa rakstarvélina, sem verður boðin upp. „Þá fæ ég að vera með rakstrai’vél í sumar,“ segi cg eiginlega meira til að stríða systur minni heldur en að ég hafi nokkra vissu fvrir, að mér verði trúað til að vera með vélina. „Nei, góði minn, þú verður látinn i rökin, ég ætla að fá að vera með vélina, ég skal meir að segja spyi’ja að því,“ svarar hún og þýtur lit. Eg hef nú lokið við að lclæða mig, drekk úr mjólk- urglasinu í .flýti og sting nokkrum hrauðsneiðum i vasann, kalla þvi næst á Trygg og hleyp af stað. Tiyggur glefsar í beizlistauminn, af einlægri kæti yfir að fá að fara með mér, og sjálfur er ég eitthvað svo kátur og léttur á jnér, að ég hleyp í spretti upp eftir hlíðinni. Einmana spói lirökklast lafhræddur á undan jnér eftir götutroðningnum, en hann hopp- ar þó að lolcum út af götunni og hreykir sér upp á Ói úJlan P ólsiji arnan a 9{ úsavílz. •fo Barnastúkan Pólstjarnan á Húsavík, sem er undir stjórn Siguráar Gunnarssonar skólastjóra, lék á síðasta vetri nokkrum sinnum Brúáarslæáuna eftir frú Ragnheiái Jónsdóttur. Pótti leikurinn takast mjög vel, og eru myndir þær, sem hér eru birtar af leikendunum. — Gaman væri aá geta birt fleiri myndir frá starfi barnastúknanna, og hefur oft veriá á þaá minnst, en þvf miáur hefur því veriá lítill gaumur gefinn. 83

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.