Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1950, Síða 19

Æskan - 01.09.1950, Síða 19
ÆSKAN Útkoma þessa blaðs hefur dregizt lengur en ætlað var, sem stafar af því, að pappír sá, sem pantaður var í blað- ið, var síðbúnari til afgreiðslu en búizt var við í upphafi. Slíkt er mjög baga- legt, ekki hvað sízt fyrir þau blöð, sem sjaldan kóma út, en við verðum nú að sætta okkur við ýmsa örðugleika á þessum tímum og vonum við, að kaup- endurnir taki þessu með jafnaðargeði og reyni að sætta sig við orðinn hlut. En nú er pappírinn kominn, og vænt- ir afgreiðslan þess, að Æskan nái sér bráðlega upp þannig, að blaðið geti komið út hér eftir á réttum tíma, eins og hún hefur venjulega gert. En þar sem þetta er september- og októberblaðið og það kemst ekki til kaupenda fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðjum nóvember, og þar sem svo stutt er þá til jóla, þá höfum við tekið þá ákvörðun að þessu sinni, að láta sameina nóvember- desember- og jóla- blaðið í eitt og sama blað, en séð verð- ur um, að lesmál þessa blaðs verður ekki minna en þótt blöðin hefðu kom- ið út sitt í hverju lagi. Þótt flestum ykkar, kæru kaupendur, sé það kunnugt, þá viljum við samt benda á það, að þetta verður síðasta blaðið, sem sent verður skuldugum kaupendum. Þess vegna er það mjög áríðandi, að þið, sem ekki hafið enn þá sent borgun, gerið það nú þegar. Með því losið þið blaðið við mikinn aukakostnað, sem póstkröfusendingum jafnan fylgir, og ekki síður afgreiðsl- una við mjög mikið aukið erfiði. Þeir, sem hafa fengið áskriftalista að Ljóðabók dr. Sig. Júl. Jóhannesson- ar, eru vinsamlega beðnir að senda bann strax og þeir hafa lokið söfnun. Nýir kaupendur að næsta árgangi fá næsta jólablað í kaupbæti, ef þeir senda borgun (15 krónur) með pöntun. Ef þið verðið fyrir vanskilum á blað- inu, þá látið ekki bíða að kvarta, því að einstök blöð geta þrotið áður en varir. Leiðrétting. í „Veiztu það?“ i síðasta blaði var prentvilla. Biskupsstóllinn fluttist til Reykjavíkur árið 1785. VEIZTU PAÐ? Svör: 1. Leifur Eiriksson og skipsmenn lians, sem komu frá íslandi. 2. Ríkin eru 48. 3. Missisippi, Missouri, Colorado, Rio Grande, Ohio. 4. Plútó. 5. Árið 1845 í Kaupmannahöfn. 5. Englendingar. 7. Júpiter. 8. Amelia Earliart. 9. Árið 1930. 10. 10. Sveinn tjúguskegg, ásamt Knúti syni sínum. 11. Napóleon fæddist á Korsíku, flutt- ur til Elbu i varðhald og síðar til Helena, þar sem hann dó. ☆ SVÖR. Cátur. Svör: 1. Febrúar, af þvi að hann er stytztur. 2. Ryk. 3. Hegrinn (kolalyftan i Rvík, sem er nefnd hegri). 4. Það er oft litið yfir þau. 5. Af því að þær eru færri. 6. Móðir þín. 7. Svæfill. 8. Þegar búið er að flysja þau. 9. Snjórinn getur komið jafnt alla daga. Hvað haita löndln. 1. Ungverjaland. 2. Austurríki. 3. Lux- emborg. 4. Vatikanrikið. 5. Bolivía. 6. Brasilia. 7. Ecuador. 8. Argentína. 9. Bandaríkin. 10. írak. 11. Japan. Eldspýtnalelkur. Takið fremstu eldspýtuna og leggið hana lengst til hægri. Með þvi móti verður eldspýtan, sem fyrst var í miðið, nú fremst. Kemur út einu sinnl í mánuðl, og auk þess fá skuldlausir kaupendur lit- prentað jólablað. Gjalddagi í Kvík 1. apríl. Úti um land 1. júlí ár hvert. Sölulaun 20% af 5 eint. 25% ef seld eru 20 eint. og þar yfir. Afgreiðsla: Kirkjutorgi 4 (Kirkjuhvoll). Sími 4235. Utanáskrift: Æskan, pósthólf 14, Rvík. Ritstjóri: Guðjón Guðjónsson, Tjarn- arbraut 5, Hafnarfirði. Sími 9166. Afgreiðslum.: Jóhann Ögm. Oddsson, Skothúsvegi 7. Sími 3339. Útgefandi: Stórstúka íslands. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg. Clöggtkyggnl. Ráðningar: 1. Ástralía, 2. Svíþjóð, 3. Sjáland, 4. Suður-Ameríka, 5. Afríka. ☆ Kvittun. Gjafir og áheit til Æskunnar hafa ný- lega borizt sem hér segir: Guðrún Jónsdóttir, Stökkum, Rauðasandi................ kr. 20,00 ívar Árnason, Skógarseli, S.-Þing......................— 10,00 Sigriður Guðjónsdóttir, Sól- hól, Norðfirði ............. — 40,00 Sigriður Björgvinsdóttir, Mið- fjarðarseli, N.-Múl..........— 25,00 Sigurlina Sigurgeirsdóttir, Hólavegi 20, Siglufirði .. — 135,00 Kr. 230,00 Við þökkum peningana og liin vin- samlegu bréf, sem þeim fylgdu. Jóh. Ögm. Oddsson. 99

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.