Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1956, Blaðsíða 3

Æskan - 01.04.1956, Blaðsíða 3
57. árgangur. ^ Reykjavík, apríl 1956. 4. tölublað. ■Hiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'.i«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii«u»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«iiiiiiiiiii*ii«i !<!!!!’.'.'!!!!!>!!!!!!!!!!!!!!♦'!!!!!!!!!!!!! >! !!!!!!!!!!!!!♦!!!!!!!!!!!!!>!!!!!!!!!!!!!>! !!!!!!!!!!!>!!!!!!!!!!!!!>!!!!!!!!!!!!!>!!!!!!!!!!!!!!♦!!!!!!!!!!!!!!♦! Einu ánægjulegasti viðburður lýðveldishátiðar- innar 1944 var án efa, er heillaóskir Ivrisljáns konungs tíunda voru fluttar þjóðinni. Hinn aldni konungur, er háði með þjóð sinni erfiða baráttu gegn hernámsliði stórveldis, samgladdist í fjar- kegðinni þeim þegnum sínum, er stigu nú hið lang- þráða spor til algers þjóðfrelsis. Líklega hafa Is- iendingar aldrei fundið betur en þá, hver maður Kristján tíundi var, konungurinn, sem einn allra kefur verið „konungur Islands“. Sonur Kristjáns tíunda heimsækir nú ísland. Eriðrik Danakonungur, sá niundi með því uafni, og drottning Danmerkur gista nú frænd- land sitt, Island. Friðrik konungur níundi er fæddur 11. rnarz 1899, sonur Kristjáns konungs tíunda, sem fyrr segir, og drottningar hans, Alexandrínu. 24. maí 1935 lcvæntist hann Ingiríði Svíaprinsessu, sem fædd er 28. marz 1910 og er dóttir Gústavs fjórða Adólfs Sviakonungs. Þeim hjónum hefur orðið þriggja barna auðið. Prinsessurnar þrjár eru: Margrét, rikisei’fingi, fædd 16. apríl 1940, Bene- dikta, fædd 29. apríl 1944 og Anna María, fædd 30. ágúst 1946. Friðrilc níundi kom til valda eftir dauða föður síns, 20. apríl 1947. En frá 1917 hafði hann átt sæti í ríkisráðinu, svo að stjórnarstörfin voru hon- um síður en svo framandi. Konungurinn er maður vel menntaður, stúdent, og auk þess lærður sjó- liðsforingi. Hann er íþróttamaður góður. Og síðast en ekki sízt er hann listhneigður mjög, og talinn ágætur hljómsveitarstjóri. Ingiríður drottning er, sem fyrr segir, sænsk að ætterni, en hefur tileinlcað sér danska siðu og háttu algerlega. Danska tungu mælir hún án þess að merkja megi nokkurn erlendan hreim. En það var, sem kunnugt er, ekki fyrr en á okkar öld, að Dana- konungar tóku að tala mál þeigna sinna. Þýzkan 39

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.