Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1956, Side 9

Æskan - 01.04.1956, Side 9
ÆSKAN Fyrsta flugferðin var ekki /öng. Fyrsta flugferðin var ekki löng, hún tók aðeins 12 sekúndur. En ineð henni voru mörkuð tímamót í sögu fluglistarinnar. Engri flugvél hafði áður tekizt að hefja sig á loft af eigin rammleik og lenda aftur slysalaust. Vél þeirra Wright- brœðra er nú varðveitt á safni i Wasliington. Þannig leit flugvélin út, sem notuð var af Whright- brœðrum í hinni frægu flug- ferð þeirra, 17. des. 1903, en það er fyrsta flugvélin, sem ta!ið er, að fullnægt hafi þeim frumkröfum, sem gera verður til nothæfra flugvéla. Samtimis þeim Wright-bræðrum unnu áhugamenn að þróun flugtækninnar viðs vegar í heiminum. 1 fremstu röð þeirra manna má telja danska uppfinn- ingamanninn Ellehammer, sem fyrstur manna siniðaði nothæfa flugvél. Elle- hammcr flaug flugvél sinni í fyrsta sinn 19. september árið 1906 í Danmörku, og var það fyrsta flugferðin, sem farin var i Evrópu. Flogin var vegalengd, er nam 42 m og í % in hæð frá jörðu. Árið 1908 tók liann þátt i fyrsta flug- móti Evrópu, sem fram fór i Þýzkalandi. Þar vann liann fyrstu verðlaun, því að hann var eini þátttakandinn, er komst á loft. Með þessum sigri sinura liafði Elleliammer tekizt með þrotlausu starfi að vinna meistaratitilinn. Næstan í röðinni má telja Santos Dumont, loftskipasmiðinn fræga. ☆ Við svifflugstilraunir Whright-brœðra laust eftir aldamótin, var notuð ílugvél af þeirri gerð, sem hér er sýnd. Nú hófust framfarirnar í flugmálum lieimsins fyrst fyrir alvöru. Hinn 25. júli 1909 var í fyrsta skipti flogið yfir Ermarsund, árið 1914 yfir Norðursjóinn, niilli Skotlands og Noregs, og árið 1919 yfir Atlantshafið. Til íslands var flogið 1 fvrsta sinn sumarið 1924. Gerði það Bandaríkjamaður að nafni Nelson, sem var þá á ferð umhverfis linöttinn. Árið 1927 fór Lindberg hina frægu för sina vfir Atlantshafið, milli New York og Parísarborgar. Kvöldvísa. (Lag: Einn var að smiða ausutetur.) Allir krakkar eiga að hátta, enginn að leika sér, því nú er klukkan orðin átta. Ei. skal standa á mér! Ei skal standa á mér. Ei skal standa á mér, Jwí nú er klukkan orðin átta. Ei skal standa á mér! wwwwwwiwwwwwtv Felumynd Æskunnar nr. 4. Hvar eru soldáninn og dóttir hans ? tt i i • • xo HELGAFELL er 3250 lestavöruflutninga- Hvao heitir skipið. skip> smíðað { svíþjóð. Heigafeii er svo- kallað lokað milliþilfarsskip, sem er þannig útbúið, að með tiltölulega stuttum fyrirvara er hægt að breyta því í opið milliþilfarsskip, og getur það verið til mikils liægræðis eftir því, livers konar farm þarf að flytja. Lengd skipsins er 271.5 fet og breidd 40.6 fet. Skipið er búið öllum full- komnustu siglingatækjum. Skipverjar eru 23. Skipið gcngur 12 sjómílur á klukkustund. Eigandi er Sambaud íslenzkra samvinnufélaga. 45

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.