Æskan - 01.09.1962, Síða 4
ÆSKAN
Gráni rembdist og stritaði á móti.
ið þekkið víst ílest sögurnar af
Molbúunum, þeim sem bjuggu
á eynni Mols og voru svo einfaldir og
hrekklausir. Nú fáið þið að lesa eina,
sem þið hafið ekki lesið áður.
Sagan skeði áður fyrr, meðan Mol-
búarnir voru enn svo heimskir og
samt svo skemmtilegir. Núna eru þeir
gjörbreyttir og enginn munur á þeim
og okkur.
Mads ætlaði á markaðinn. Hann
spennti asnann sinn fyrir litla tvíhjól-
aða vagninn sinn og svo ók hann —
hott —hott —hina löngu leið til bæjar
ins, þar sem markaðurinn var haldinn.
„Nú ætla ég að kaupa skynsam-
lega,“ hugsaði Mads með sjálfum sér.
„Konan mín þarf að fá alla þá hluti,
sem hún taldi upp fyrir mér, og sjálf-
an vantar mig hrífu og skóflu, því að
sú gamla er brotin.“ Sól skein í heiði,
veðrið var unaðslegt, Gráni — asninn
hans Mads — hljóp rösklega og Mads
virtist veröldin dásamleg.
Þegar hann kom til bæjarins, fór
hann strax út á markaðstorgið, þar
sem hann keypti fallegt mislitt klæði
handa konu sinni, sykur og kaffi hjá
kaupmanninum og skóflu og hrífu
fyrir sjálfan sig. En samt urðu pen-
ingar afgangs. Hann gat l'arið í fjöl-
leikahúsið og séð feita manninn og
ekið í hringekjunni, hann gat keypt
sér pylsur í tjaldi og öl með, og þegar
öllu þessu var lokið, vildi hann fara
heim.
„Nú skal ég hjálpa þér að hlaða
vagninn, sagði annar Molbúi, sem
einnig var á markaðinum og hét Mik-
jáll. Hann var nágranni Mads.
„Það er ekkert smáræði, sem þú
hefur keypt,“ hélt hann áfram, er
hann sá allt það, sem Mads hafði
keypt. „Ég vona, að Gráni geti dregið
allt þetta heim.“
„Það mun ganga ágætlega," sagði
Mads um leið og hann steig upp í
vagninn. En Gráni rembdist og strit-
aði á móti, því að hann vildi ekki
draga vagninn svona þungan.
„Nei, þetta gengur ekki,“ sagði
Mikiáll og hristi höfuðið. „Það þarf
fleira til.“
„Þarf ég að kaupa fleiri vörur?“
spurði Mads hissa.
„Nei, það var nú ekki það, sem ég
meinti,“ útskýrði Mikjáll, „ég var að
hugsa um, að sennilega þarftu að fá
annan asna til þess að draga vagninn
með Grána.“
„Hvers vegna?“ spurði Mads.
„Jú, af því að einn asni getur dreg-
ið vagninn, þegar hann er tómur, en
þegar svona mikið er í honum, þarf til
þess tvo asna,“ sýndi Mikjáll fram á
og var ekki lítið stoltur af þekkingu
sinni.
Mads klóraði sér á bak við annað
eyrað. Hann var ekki sterkur í reikn-
ingi, og hann skildi þetta ekki. Hon-
um var það hins vegar ljóst, að Gram
vildi ekki draga vagninn. „Ég sk;d
lána þér hann Eyrnalang minn,“ sagði
Mikjáll og birti yfir honum.
„Hann Eyrnalang þinn,“ át Mads
eftir, „en hvernig kemst þú þá henn
frá markaðnum?“
„Þú ferð heim og losar hlassið af
vagninum. Síðan ekurðu hingað aftul
með Grána og Eyrnalang og svo ökuUl
við báðir heim hvor með sínum asna,
sagði Mikjáll og var nú enn meira
upp með sér vegna þessarar bráð-
snjöllu hugmyndar.
Mads leit fullur aðdáunar á na-
granna sinn, sem fór að ná í Eyrna-
lang.
Hann spennti hann fyrir vagninn.
en við afturhluta hans, þannig að nu
var asni við hvorn enda vagnsins. Nu
voru nágrannarnir ánægðir.
„Seztu nú upp í vagninn, Mads,
sagði Mikjáll. Nú ekurðu með tveim-
ur ösnum, svo að þú verður víst ekk*
lengi heirn. Þú sækir mig á eftir. £g
ætla að fara í liringekjuna á meðan.
Mads settist og kallaði: „Hott "
hott. Af stað Gráni, af stað Eyrna-
langur.“
Mikjáll vildi líka lijálpa til. Hanu
gekk að litla asnanum sínum og hvat11
168