Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1962, Side 7

Æskan - 01.09.1962, Side 7
SVEINN GRÍMUR síðan upp á aðra hæð í ilugstöðvar- byggingunni og biðu brottfarar. Bygg- ingin er úr stáli og gleri að mestum liluta. Það sáu þeir félagar síðast til Grims, að hann veifaði þeim, er þeir gengu í röð farþeganna upp í biðsal- inn. Eftir nokkra stund kvað við rödd í gjallarhorninu, tilkynnt var brottför Fl-231, það er ílugvélar Flugfélags íslands, sem flýgur frá Kaupmanna- höfn um Glasgow og til Reykjavíkur. í flugstöðinni höfðu þeir félagar mætt Páli Ásgeiri Tryggvasyni og konu lians frú Björgu. Þau voru einmitt komin á flugstöðina til að fylgja Dóru Thoroddsen, sem Gísli og þeir félag- ar höfðu áður hitt heima hjá þeim hjónum í Hellerud. Þau þrjú urðu því samferða út í flugvélina, sem beið úti fyrir flugstöðvarbyggingunni. Að þessu sinni var „Skýfaxi" farkosturinn heim. Brosleitar flugfreyjur stóðu við dyrnar, er þau komu upp landgang- inn og vísuðu þeim til sætis aftarlega í flugvélinni. Allan daginn hafði verið glaðá sól- skin, en í þann mund er þau stigu npp í flugvélina, dró ský fyrir sólu og brátt dundi hellirigning yfir. Eftir að landgangurinn hafði verið dreginn frá og dyrunum lokað, voru lireyfl- arnir settir í gang, einn af öðrum, og undir öruggum gangi þeirra rann flugvélin með jöfnum, vaxandi hraða eftir flugbrautinni, og brátt slepptu hjólin vellinum, vængirnir tóku við °g í mjúkri beygju sveif Skýfaxi upp á við út yfir Eyrarsund og tók stefnu til Skotlands. Flugfreyjurnar gengu inn og spurðu farþega, hvernig þeim iiði, hvort nokkuð væri liægt fyrir þá að gera, en Gísli og Dóra og aðrir htrþegar höfðu ekki yfir neinu að hvarta. Brátt var farþegum boðin hressing. Eftir rúmlega tveggja tíma flug var lent í Glasgow. Flugstöðinni í Glasgow hefur áður verið lýst í þessari ferðasögu, svo að óþarft er að endurtaka það. Eftir um það bil hálftíma bið í Glasgow var haldið af stað á leið til íslands. Ferðin til íslands gekk bæði fljótt og vel. Á leiðinni voru larþeg- unum bornir gómsætir réttir, og þeir, sem ekki liöfðu verið heima nýlega, lásu íslenzku blöðin frá því í dag, gær og fyrradag. Er flugvélin nálgað- ist ísland, heyrðist rödd í liátalaran- um, flugstjórinn skýrði frá því að í Reykjavík væri skyggni gott, norð- austan gola og sólskin. Farþegar „Ský- faxa“ í þessari ferð fengu dásamlega landsýn. Gísli sat við glugga stjórn- borðsmegin og hann sá Vatnajökul, Eyjafjallajökul og hálendið og þetta var eins og stórkostlegt landabréf úr loftinu að sjá. Brátt sáu þau Hafnar- fjörð, Reykjavík og út yfir Faxaflóa. Skýfaxi fór í stóran sveig undir ör- uggri stjórn Jóhannesar Snorrasonar til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Er farþegarnir stigu út úr flugvél- inni sá Gísli foreldra sína, sem komu til að taka á móti honum. Ferðafé- lagarnir kvöddust í ílugstöðinni. Úti fyrir biðu bílar, er fluttu hvern til síns heima. Fjögurra daga ævintýra- íerð með Flugfélagi íslands til Kaup- mannahafnar var lokið. Þrjár spurningar konungsins. FritSrik mikla ])ótti vænt um lifvörðiim sinn og Jickkti hvern einasta mann í hon- um persónulega. Þegar hann sá þar einlivern nýjan mann, kallaði hann alltaf á hann og spurði hann þriggja spurninga. Þessar voru spurning- arnar: „Hversu gamall ertu? Hversu lengi hefur þú verið í minni þjónustu? Ertu ánægður með kaup og þá meðferð, sem þú hefur?“ Svo gekk einu sinni franskur maður i lifvörðinn og liami kunni ekki að tala þýzku og skildi ekki orð í lienni. En lion- um höfðu verið kennd svörin við spurn- ingum konungsins í venjulegri röð. Nokkru seinna tók Friðrik eftir mannin- um og nú hittist svo á, að hann spurði í annarri röð en hann var vanur. „Hversu lengi hefur þú verið i minni þjónustu?" spurði hann fyrst. „Tuttugu og eitt ár,“ svaraði maðurinn. „Tuttugu og eitt ár?!“ endurtók konung- urinn: „Þú hlýtur þá að vera miklu eldri en þú sýnist. Hversu gamall ertu?“ „Eins árs,“ svaraði maðurinn. „Nú gengur fram af mér,“ sagði konung- urinn. „Það hlýtur að vera að annaðhvort sért þú snarvitlaus eða ég orðinn þrjál- aður!“ „Hvort tveggja," svaraði maðurinn. Hon- um hafði verið sagt, að þetta væri rétta svarið við þriðju spurningunni. Konungurinn varð auðvitað fjúkandi reiður og þá skýrði vesalings hermaðurinn livernig i öllu lá og talaði þá frönsku, og konungurinn skildi frönsku alveg eins og sitt eigið móðurmál. Friðrik skellihló og ráðlagði hermanninum að reyna aldrei að tala mál, sem liann ekki skildi. Veiztu þad? Svör: 1. Kyrraliafið er blárra en Atlantshafið saltara. 2. Tin. 3. Þýzka tónskáldið Franz .Tosej)li Hayden. 4. Mississippi að meðtalinni Missouri, 6,700 km. 5. Pyþagóras. 6. Hófa. 7. 0.5674 lia. 8. Fyrir neðan. 9. Já. Gátur. Svör: 1. Fimm fingur. 2. Lit- ur og Skuggi. 3. Oddur, Eggert, Hjalti og Skafti, Kinn, Ás og Bakki. jVWWJWJWWaVWVWAÍWAlVUW 171

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.