Æskan - 01.09.1962, Page 9
ÆSKAN
SÓLEY
Gaman er á vorin, þegar grasið fer að spretta
og grœnkar sérhver blettur við hús og bæinn minn.
Þá hleyp ég niður um engjar og klifra upp i kletta
og hvarvetna að nýju ég góða vini finn.
Nú er blessuð harpa, nú heyrast gleðirómar,
og hitabylgjur vorsins þær streyma í gegnum mig.
Þá kemur þú í varpa og öll þín ásýnd Ijómar.
Um óralangan vetur ég beið og þráði þig.
Nú sezt ég hérna hjá þér í sunnanverðum hólnum,
og sólin vermir okkur svo undur björt og hlý.
Ó, góða bezta vina i græna sumarkjólnum,
hve gaman er að sjá þig og fagna þér á ný.
Geir Gígja.
-4
hundur gólandi og geltandi á móti
þeim. Hann læsti tönnunum í kjól
Nancyar og dró hana með sér út í
horn á herberginu.
Þar lá lítill drengur, níu til tíu ára
gamall, í rúmfleti. Hann virtist mjög
veikur, því að hann varð þeirra ekki
var, þrátt fyrir umganginn og lætin í
hundinum. Hann var rjóður í framan
og leit út fyrir að vera með sótthita,
því liann kastaði sér fram og aftur í
rúminu og stundi. Nancy varð Ijóst,
að hann var þyrstur.
„Við verðum að gefa honum eitt-
hvað að drekka," sagði hún. „Ætli hér
sé ekki vatn einhvers staðar?"
í eldhúsinu fann hún vatn í skjólu.
Hún fyllti bolla og bar veika drengn-
um.
Hann drakk vatnið með áfergju og
virtist verða gott, því að augun,
sem höfðu verið svo starandi, fengu
nú á sig eðlilegri blæ.
„Hvar er mamma?" spurði hann og
leit á Nancy. „Hver eruð þið?“
Börnin gátu ekki sagt honum hvar
mamma hans var, og það var ekki til
neins að útskýra fyrir honum, hver
þau voru, því nú lokaði hann augun-
um og féll aftur í dvala.
„Við getum ekki farið frá lionum,"
sagði Nancy. „En livað ætli frú Miller
segi, ef við komum ekki lieim í tæka
tíð?“
„Annað okkar gæti farið heim.“
„Nei! Þaðmáttu ekki,“ sagði Nancy
skelkuð. „Ég þori ekki að vera hér
ein eftir, og ég þori heldur ekki að
fara ein í gegnum skóginn."
í sama bili heyrðu þau hljóð, sem
fékk þau bæði til að líta út. Jú, reynd-
ar. Þarna kom bíll akandi, og hann
hafði tæpast numið staðar, er kona
steig út úr honum og hljóp upp að
húsinu. Á eftir henni kom maður og
bar stóra tösku í hendinni.
„Þetta er læknirinn — læknirinn
hans Eiríksl" hrópaði Páll, sem þekkti
aftur lækninn, sem hafði stundað Ei-
rík.
Konan, sem var rnóðir veika drengs-
ins, stanzaði hissa, er lmn sá ókunna
krakka í húsinu, og Nancy sagði
henni, hvernig þau höfðu runnið á
hundgána.
„Já, en þetta er alveg voðalegt,"
sagði konan og leit af drengnum sín-
um og á börnin tvö. „Ef þetta er nú
skarlatssótt... ?“
Já, þetta skýtur börnunum
skelk í bringu — en ætli
þetta sé svo alvarlegt?
RÉTTIR.
Framhald af síðu 179.
Fyrir börnin verður þetta ferðalag
lengi í minnum liaft. Og það boðar
annað nýtt á næsta hausti, sem strax
er farið að hlakka til. Göngurnar og
réttahaldið er merkur þáttur í þjóð-
lífi okkar íslendinga. Göngunum fylg-
ir oft mikið erfiði og raunir, sem eng-
um heiglum er hent að mæta, og rétta-
haldinu fylgir líf og fjör, sem að vísu
getur stundum lent í nokkrum öfgum,
en þó tiltölulega sjaldan.
173